Mótamál
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Tveir undanúrslitaleikir í Garðabænum

Dregið var í dag í undanúrslitum Borgunarbikarsins

16.7.2012

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikarsins í karla- og kvennaflokki og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Það er ljóst að tveir undanúrslitaleikir verða í Garðabænum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Hjá konunum taka Stjörnustúlkur á móti Þór/KA í Garðabænum og bikarmeistarar Vals sækja KR heim í Vesturbæinn.  Leikirnir fara fram 27. júlí.

Hjá körlunum taka Stjörnumenn á móti 1. deildarliði Þróttar í Garðabænum og Grindvíkingar leika gegn bikarmeisturum KR í Grindavík.  Leikirnir hjá körlunum eru báðir settir á 2. ágúst en gætu færst til vegna þátttöku KR í Meistaradeild UEFA.

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Róbert Agnarsson formaður mótanefndar
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög