Mótamál
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór áfram

ÍBV datt út eftir framlengdan leik

13.7.2012

Þrjú íslensk félög voru í eldlínunni í gærkvöldi í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  FH og Þór komust áfram í 2. umferð en ÍBV féll úr leik eftir framlengdan leik í Vestmannaeyjum.

FH lagði Eschen-Mauren að velli í Liechtenstein, 0 - 1.  FH vann einnig fyrri leikinn á Kaplakrikavelli og fór því áfram samanlagt 3 - 1.  Mótherjar FH í næstu umferð eru sænska félagið AIK en með því liði leikur m.a. Helgi Valur Daníelsson.  Fyrri leikurinn verður í Stokkhólmi, fimmtudaginn 19. júlí og sá síðari viku síðar.

Fyrstu deildar lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Bohemians frá Írlandi 5 - 1 á Þórsvelli.  Fyrri leiknum í Dublin lauk með markalausu jafntefli og var því fyrirfram búist við jöfnum og spennandi leik.  En Þórsarar voru á öðru máli og keyrðu yfir írska liðið í síðari hálfleik.  Þór mætir því tékkneska liðinu Mlada Boleslav og fer fyrri leikurinn fram í Tékklandi, fimmtudaginn 19. júlí og sá síðari viku síðar.

Eyjamenn fengu einnig írskt félag í heimsókn, St. Patrick´s.  Fyrri leik liðanna lauk með 1 - 0 sigri Íranna og sömu úrslit litu dagsins ljós í Vestmannaeyjum í gærkvöldi eftir venjulegan leiktíma.  Því þurfti að framlengja og komust Eyjamenn í tveggja marka forystu en Írarnir áttu lokaorðið og komust því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.  Írska félagið leikur gegn Siroki Brijeg frá Bosníu-Hersegóvínu.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög