Mótamál
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Sandra María valin best í fyrstu 9 umferðunum

Fjórir leikmenn úr Þór/KA í úrvalsliði fyrstu níu umferðanna

12.7.2012

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Fyrri hluti deildarinnar hefur verið geysilega jafn og spennandi og verður fróðlegt að fylgjast með þeim seinni líka. 

Sandra María Jessen úr Þór/KA var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var valinn besti þjálfarinn.  Þá var Óli Njáll Ingólfsson valinn besti dómarinn og stuðningsmenn Breiðabliks fengu verðlaun fyrir sína frammistöðu á keppnistímabilinu.

Úrvalslið umferða 1- 9 var einnig valið og var það þannig skipað:

Markvörður:

 • Sandra Sigurðardóttir - Stjarnan

Aðrir leikmenn:

 • Anna Björk Kristjánsdóttir - Stjarnan
 • Arna Sif Ásgrímsdóttir – Þór/KA
 • Danka Podovac – ÍBV
 • Fanndís Friðriksdóttir – Breiðablik
 • Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Stjarnan
 • Hlín Gunnlaugsdóttir – Breiðablik
 • Katrín Ásbjörnsdóttir – Þór/KA
 • Kayle Grimsley – Þór/KA
 • Rakel Hönnudóttir – Breiðablik
 • Sandra María Jessen – Þór/KA

Viðurkenningar umferðir 1 - 9 í Pepsi-deild kvenna

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög