Mótamál
Evrópudeildin

Íslensk lið í eldlínunni í Evrópudeild UEFA

Þrjú íslensk félög leika í dag og í kvöld

12.7.2012

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA og er um að ræða síðari leiki félaganna í fyrstu umferð undankeppninnar.  Tveir leikjanna verða hér á landi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en FH leikur í Liechtenstein.

Öll félögin eiga ágætis möguleika á því að komast áfram í næstu umferð en FH fer með eins marks forystu í útileikinn gegn Eschen/Mauren eftir 2 - 1 sigur á Kaplakrikavelli.  Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Á Þórsvelli taka heimamenn á móti Bohemians frá Írlandi kl. 18:30.  Má búast við mikilli spennu í þeim leik en fyrri leiknum í Dublin lauk með markalausu jafntefli.  Klukkutíma síðar, kl. 19:30, bjóða svo Eyjamenn St. Patrick´s frá Írlandi velkomna á Hásteinsvöll.  Þar má einnig búast við miklu fjöri en Írarnir höfðu betur í fyrri leiknum, 1 - 0.

Þess má geta að hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá öllum þessum leikjum á heimasíðu UEFA.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög