Mótamál
Pepsi-deildin

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna

Fyrri helmingur deildarinnar gerður upp á fimmtudag

9.7.2012

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna verður leikin á mánudag og þriðjudag og verður deildin þar með hálfnuð.  Fyrri helmingurinn verður svo gerður upp í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á fimmtudag. 

Í mánudagsleiknum mætast Valur og Afturelding á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Með sigri heldur Valur í við liðin fyrir ofan sig og Afturelding þarf nauðsynlega á stigum að halda í harðri baráttu við botninn.

Á þriðjudagskvöld mætast svo Stjarnan og Selfoss á Samsung-vellinum, Þór/KA tekur á móti Fylki á Þórsvelli á Akureyri og KR-ingar fá Eyjastúlkur í heimsókn.  Loks mætast FH og Breiðablik á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði, einnig á þriðjudag, og er sá leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fyrri helmingur Pepsi-deildar kvenna, umferðir 1-9, verða svo gerðar upp í hádeginu á fimmtudag kl. 12:00 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög