Mótamál
Pepsi-deildin 2012

Viðurkenningar fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna afhentar 12. júlí

Veittar til þeirra sem skara fram úr í hverjum mótshluta

5.7.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir mótshluta í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Afhending viðurkenninga fyrir umferðir 1-9 í Pepsi-deild kvenna (fyrri helming) fer fram í Ölgerðinni fimmtudaginn 12. júlí kl. 12:00.

Settar hafa verið upp sérstakar valnefndir og ræður einfaldur fjöldi atkvæða niðurstöðunni í hvert sinn. Veittar verða viðurkenningar fyrir fyrri helming og seinni helming samkvæmt neðangreindu:

  • Lið umferðanna (11 leikmenn)
  • besti leikmaður
  • besti þjálfari
  • besti dómari
  • Bestu stuðningsmenn

Í valnefndinni fyrir Pepsi-deild kvenna eru þessir aðilar (alls 5 atkvæði):

  • 433.is (1 atkvæði)
  • Morgunblaðið (1 atkvæði)
  • Sport.is (1 atkvæði)
  • Sigurður R Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna
  • Ölgerðin (1 atkvæði)Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög