Mótamál
Evrópudeildin

Leikið í Kaplakrika og Dyflinni

Íslensk félagslið í eldlínu Evrópudeildarinnar á fimmtudag

3.7.2012

Íslensk félagslið verða í eldlínu Evrópudeildar UEFA á fimmtudag.  Tvö af okkar liðum, ÍBV og Þór leika gegn írskum liðum í Dyflinni, en FH-ingar leika á heimavelli í Kaplakrika.  Allir leikirnir eru í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Mótherji FH er lið USV Eschen-Mauren frá Liechtenstein og hefst leikurinn kl. 19:15 á fimmtudag, og leikstaðurinn er vitanlega Kaplakriki.  USV Eschen-Mauren hefur á að skipa nokkrum landsliðsmönnum Liechtenstein og þar á meðal má nefna markvörðinn Benjamin Büchel, sem þykir mikið efni.  Þjálfari liðsins er Þjóðverjinn Uwe Wegmann, en hann átti farsælan feril í þýsku deildinni og lék þar lengst af með Bochum, en síðustu ár ferilsins lék hann með liðum frá Liechtenstein.

Leikir ÍBV og Þórs fara fram á sama tíma í sömu borg, þ.e. Dyflinni á Írlandi á fimmtudag, og hefjast kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Eyjamenn leika á Richmond Park gegn St. Patrick´s á meðan Þórsarar mæta Bohemians á Dalymount Park.  Eyjamenn léku sem kunnugt er gegn sama liði í fyrra og féllu þá naumlega úr keppni.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög