Mótamál
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í dag

Dregið í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ

27.6.2012

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.  Síðustu leikir 16 liða úrslita kláruðust í gærkvöldi og tryggðu þá bikarmeistarar KR og 1. deildarlið Víkings sér sæti í 8 liða úrslitum.  Fyrir í pottinum voru 1. deildarlið Þróttar ásamt Grindavík, ÍBV, Fram, Stjörnunni og Selfoss.

Borgunarbikar karla

  • Í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla leika þau félög sem komust í gegnum 16-liða úrslit.
  • Drátturinn er opinn. Dregið verður þannig, að fyrst verður dregið heimalið og síðan útilið á móti því. Þannig koll af kolli þar til ekkert lið er eftir.
  • Í 8-liða úrslitum í ár eru 6 félög úr Pepsi-deild (Fram, Grindavík, ÍBV, KR, Selfoss og Stjarnan) og tvö úr 1. deild (Víkingur R. og Þróttur R.). Bæði 1.deildarfélögin lögðu Pepsi-deildarlið í 16-liða úrslitum.
  • Fjögur af liðunum átta sem eru í pottinum hafa áður unnið bikarmeistaratitil (Fram, ÍBV, KR og Víkingur R.).
  • Selfyssingar hafa aðeins einu sinni komist í undanúrslit, en það var árið 1969.
  • Árið 1994 mættust Stjarnan og Grindavík í undanúrslitum, þar sem Grindvíkingar höfðu betur í vítaspyrnukeppni. Stjarnan hefur aldrei verið jafn nálægt sæti í úrslitaleiknum og er þetta eina skiptið sem Stjörnumenn hafa náð í undanúrslitin. Grindvíkingar biðu síðan lægri hlut fyrir KR-ingum í úrslitaleiknum og er þetta eina skiptið sem Grindavík hefur leikið til úrslita.
  • Þróttarar hafa sex sinnum leikið í undanúrslitum (síðast árið 2006) en aldrei komist í sjálfan úrslitaleikinn.
  • Félögin sem leika í 8-liða úrslitum hafa þegar tryggt sér verðlaunafé að upphæð kr. 200.000. Komist þau í undanúrslit hækkar upphæðin í kr. 300.000. Taplið í úrslitaleik hlýtur kr. 500.000 og bikarmeistari hlýtur verðlaunafé að upphæð kr. 1.000.000.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög