Mótamál
Borgunarbikarinn

Dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna

Ýmsir áhugaverðir leikir framundan

11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, aðstoðaði við dráttinn, en eins og kynnt hefur verið mun bikarkeppnin heita Borgunarbikarinn næstu tvö árin.

Ýmsir áhugaverðir leikur komu upp í drættinum hjá konunum, og má sem dæmi nefna viðureign ÍBV og Breiðabliks annars vegar og þá fara ríkjandi bikarmeistarar Vals austur og leika við Hött á Egilsstöðum.

Það er aldeilis ferðalag fyrir höndum hjá Hattarmönnum í Borgunarbikar karla, því þeir leika gegn annaðhvort Víkingi Ólafsvík eða ÍBV, en þessi lið mætast í viðureign sinni í 32-liða úrslitum á þriðjudag. Stórleikur 16-liða úrslitanna er þó væntanlega viðureign Íslands- og bikarmeistara KR og Breiðabliks í Frostaskjóli.

Borgunarbikar kvenna

Borgunarbikar karla

Hægt er að skoða yfirlit yfir bikarmeistarar karla karla og kvenna í valmyndinni hér til vinstri, undir  "Frá upphafi ...".

Dregið í Borgunarbikarnum

Bikarmolar kvenna

 • Aðeins 5 lið hafa hampað sigri í bikarkeppni kvenna frá því hún fór fyrst fram árið 1981.  Þau lið leika öll í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í ár, þ.e. Pepsi-deildarliðin Breiðablik, ÍBV, KR og Valur, auk  ÍA sem leikur í 1. deild.
 • Stjarnan og Keflavík hafa tvisvar sinnum leikið til úrslita.
 • Afturelding (1 sinni), FH (1), Fjölnir (3), Fylkir (2), Haukar (1) og Þór/KA (3) og hafa lengst komist í undanúrslitin.
 • HK/Víkingur (1 sinni) og Höttur (2) hafa lengst komist í 8-liða úrslit.
 • Selfoss hefur komist lengst í 16-liða úrslit.

Bikarmolar karla

 • Níu af þeim 11 liðum sem unnið hafa bikarmeistaratitil eru enn með í keppninni í ár, aðeins FH er fallið úr leik, og ÍBA vann bikarinn árið 1969.
 • KA hefur þrisvar sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei unnið.
 • Víkingur Ó. komst í undanúrslitin 2010 í fyrsta sinn. 
 • Selfyssingar hafa aðeins einu sinni komist í undanúrslit, en það var árið 1969.
 • Þróttarar hafa sex sinnum leikið í undanúrslitum en aldrei komist í sjálfan úrslitaleikinn.
 • Reynir S. hefur lengst komist í 8-liða úrslit.
 • Afturelding og Höttur hafa lengst komist í 16-liða úrslit og eru því bæði lið að jafna sinn besta árangur.
 • Þetta er í fyrsta skipti sem 3. deildarlið KB kemst í 16-liða úrslit.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög