Mótamál

Upplýsingar um utanferðir yngri flokka - 26.1.2018

Mótadeild KSÍ óskar eftir upplýsingum varðandi untanferðir yngri flokka félaganna, en fullt tillit verður tekið til þeirra félaga sem senda upplýsingarnar inn strax við niðurröðun á leikjum í Íslandsmótinu 2018.

Lesa meira
 

Álftanes og Vængir Júpíters Íslandsmeistarar innanhúss - 7.1.2018

Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss fóru fram síðustu helgi í Laugardalshöll, bæði í meistaraflokki kvenna og karla. Í meistaraflokki kvenna varði Álftanes titil sinn á meðan Vængir Júpíters lyftu titlinum karlamegin.

Lesa meira
 

Leikið til úrslita í Íslandsmóti innanhús í dag í Laugardalshöll - 7.1.2018

Leikið er til úrslita í Íslandsmótinu innanhús í dag í meistaraflokki karla og kvenna, en undanúrslitin fóru fram í gær. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Álftanes á meðan Augnablik og Vængir Júpíters mætast í karlaflokki.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarinn 2018 - 5.1.2018

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2018. Verulegar breytingar hafa verið gerðar á leikjaniðurröðun mótsins frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka hefst um helgina - 5.1.2018

Reykjavíkurmót meistarflokks karla og kvenna hefjast um helgina með þremur leikjum. Opnunarleikur meistaraflokks karla er Fjölnir - Valur og hefst hann klukkan 15:15 á laugardaginn. Hjá meistaraflokki kvenna mætast á sunnudaginn ÍR og Fylkir og hefst sá leikur klukkan 16:15. Allir leikir mótsins fara fram í Egilshöll.


Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikir á Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla og kvenna staðfestir - 4.1.2018

Leikir á Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla og kvenna hafa nú verið staðfestir á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhús hefst á föstudaginn - 3.1.2018

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhús hefst á föstudaginn með 8 liða úrslitum karlamegin. Á laugardaginn eru undanúrslit í karla- og kvennaflokki og síðan eru úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Leikið er í Laugardalshöll að undanskildum tveimur leikjum í 8 liða úrslitum karla.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í mót sumarsins send aðildarfélögum - 2.1.2018

KSÍ hefur sent aðildarfélögum gögn er varða þátttöku í mótum sumarsins 2018, en síðasti skiladagur á þátttökutilkynningu er föstudagurinn 19. janúar.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög