Mótamál

Pepsi kvenna - 15. umferð klárast með fjórum leikjum - 30.8.2017

15. umferð Pepsi deildar kvenna klárast í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, með fjórum leikjum.

Lesa meira
 

Inkasso - heil umferð í vikunni - 30.8.2017

Heil umferð fer fram í vikunni í Inkasso-deildinni og hefst hún í dag með fjórum leikjum, en einnig er leikið á fimmtudag og laugardag.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Legia Varsjá - 29.8.2017

Í dag var dregið í fyrstu umferð Ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Breiðablik er fulltrúi Íslands í keppninni, sem Íslandsmeistari í 2. flokki karla, og drógust gegn Legia Varsjá frá Póllandi.

Lesa meira
 
Stjarnan

Meistaradeild kvenna - Stjarnan í 32 liða úrslit - 28.8.2017

Stjarnan tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar liðið lagði Osijek frá Króatíu í lokaumferð undanriðilsins sem leikinn var í Króatíu.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Stjörnuna eftr að markalaust var í leikhléi.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sigurmarkið á 69. mínútu leiksins.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur síðasta leik sinn í dag - 28.8.2017

Stjarnan leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikur dagsins er gegn ZNK Osijek, en riðillinn fer einmitt fram á heimavelli þess í Króatíu. Hefst leikurinn klukkan 15:00.

Lesa meira
 

Heil umferð í Pepsi deild karla í dag - 27.8.2017

Það fer fram heil umferð í Peps deild karla í dag, en einnig eru leikir í Pepsi deild kvenna, 1. deild kvenna og 2. deild kvenna.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn ZFK Istanov í dag - 25.8.2017

Stjarnan leikur í dag annan leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Í fyrsta leik sínum unnu þær KÍ frá Færeyjum 9-0, en í dag mæta þær ZFK Istanov frá Makedóníu. Þær töpuðu fyrsta leik sínum 7-0 fyrir Osijek.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - FH mætir Braga í seinni leik liðanna í dag - 24.8.2017

FH mætir í dag Braga í seinni leik liðanna í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, en leikið er á Estadio Municipal de Braga í Braga. Hefst leikurinn klukkan 18:45.

Lesa meira
 

Félög hvött til þess að fara yfir leikskýrsluskráningar - 23.8.2017

Nú fer að síga á seinni hlutann í riðlakeppni Íslandsmóta yngri flokka og eru því úrslitakeppnir handan við hornið.  Mikilvægt er að félög séu með leikskýrsluskráningar á hreinu og vandi til verka þar, ekki síst þau félög sem eru líkleg til að vera í úrslitakeppnum.  Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

4. deild karla - Hvaða félög fara í úrslitakeppnina? - 23.8.2017

Línur eru farnar að skýrast í 4. deild karla en ennþá er hart barist um sæti í úrslitakeppninni. Lokaleikir riðlakeppninnar fara fram núna um komandi helgi og eftir hana verður ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum og keppa um 2 sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH sækir Braga heim - 23.8.2017

Íslandsmeistarar FH mæta Braga frá Portúgal í seinni viðureign félaganna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 24. ágúst.  Leikið verður á Estadio Municipal vellinum í Braga og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild UEFA - Stórsigur Stjörnunnar á Klakksvík - 23.8.2017

Stjarnan er um þessar mundir í Króatíu þar sem þær leika í undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Fyrsti leikur Stjörnunnar var gegn Klakksvík frá Færeyjum og höfðu Stjörnustúlkur umtalsverða yfirburði í leiknum sem lyktaði með 9 - 0 sigri, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 7 - 0. Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna verður laugardaginn 9. september - 23.8.2017

Ákveðið hefur verið að færa úrslitaleik Borgunarbikars kvenna af föstudeginum 8. september til laugardagsins 9. september. Er þetta gert til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.

Lesa meira
 

ÍR óskar eftir að ráða þjálfara - 22.8.2017

Barna og unglingaráð (BUR) yngri flokka knd. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar. Um er að ræða þjálfara í 5., 6. og 7. flokkum drengja. Lesa meira
 

Stjarnan hefur leik í dag í Meistaradeild kvenna - 22.8.2017

Stjarnan hefur í dag leik í forkeppni Meistaradeildar kvenna, en liðið er með KÍ frá Færeyjum, ZFK Istanov frá Makedóníu og ZNK Osijek frá Króatíu í riðli. Riðillinn er leikinn í Króatíu, en leikið er í dag, föstudaginn 25. ágúst og mánudaginn 28. ágúst.

Lesa meira
 

Fjöldi leikja á knattspyrnuvöllum landsins um helgina - 19.8.2017

Það er nóg um að vera á knattspyrnuvöllum landsins um helgina.

Lesa meira
 

FH tapaði 1-2 fyrir Braga á Kaplakrikavelli - 17.8.2017

FH tapaði í dag fyrri leik sínum gegn Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-2.

Lesa meira
 

FH mætir Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag - 16.8.2017

FH leikur fyrri leik sinn gegn Braga í síðustu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst klukkan 17:45.

Lesa meira
 

Stjarnan og ÍBV leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna - 15.8.2017

ÍBV og Stjarnan munu leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna, en leikurinn fer fram föstudaginn 8. september og hefst hann klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Fjórir leikir í Pepsi deild karla í dag - 13.8.2017

Fjórir leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag, en einnig er leikið í 1. deild kvenna og 4. deild karla.

Lesa meira
 

Undanúrslit Borgunarbikars kvenna í dag - 12.8.2017

Undanúrslit í Borgunarbikars kvenna fara fram í dag og verður án efa hart barist. ÍBV og Grindavík mætast á Vestmannaeyjavelli klukkan 14:00 og Stjarnan og Valur mætast á Samsung vellinum klukkan 16:00. Sigurvegarar leikjanna mætast síðan í úrslitaleik þann 8. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

ÍBV Borgunarbikarmeistari karla árið 2017 - 12.8.2017

ÍBV sigraði FH 1-0 í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli í dag. Vestmannaeyingar komu öflugir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eftir góða skyndisókn og frábæra sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu.

Lesa meira
 

Leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 12.8.2017

Út er komin leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer í dag á Laugardalsvelli. Í leikskránni má finna upplýsingar um leikinn og liðin sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

Leikið til úrslita í Borgunarbikar karla í dag! - 9.8.2017

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram í dag, 12. ágúst. Þar mætast FH og ÍBV á Laugardalsvelli, en leikurinn hefst klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Þúsundir skemmtu sér vel á The Super Match - 4.8.2017

Mörg þúsund manns skemmtu sér vel á Super Match á Laugardalsvelli í dag þar sem West Ham og Manchester City leiddu saman hesta sína.

Lesa meira
 

FH mætir Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar - 4.8.2017

Búið er að draga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar og voru FH í pottinum. Ljóst var fyrir drátt að mögulegir mótherjar þeirra væru Braga, Salzburg, Midtjylland, Athletic Bilbao eða Everton.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í dag - 3.8.2017

Vegna þátttöku Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar kvenna fer leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna fram í dag. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 

FH tapaði með gegn Maribor - 3.8.2017

FH tapaði seinni leik sinum við Maribor 0-1 á Kaplakrika og því samanlagt 2-0. FH er því úr leik í Meistaradeildinni en Maribor fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 

Opin æfing fyrir miðahafa The Super Match - 2.8.2017

Þeir sem hafa tryggt sér miða á stórleik Manchester City og West Ham sem fram fer á föstudaginn er boðið að mæta og horfa á æfingu hjá liðunum á morgun, fimmtudag. Liðin æfa á Laugardalsvelli og veitir aðgöngumiði aðgang í austur-stúku (nær Valbjarnarvelli) á æfingar liðanna, en gengið er inn í suðurenda stúkunnar.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög