Mótamál

Íslensku liðin hefja leik í Evrópukeppni - 29.6.2017

Valur, KR og Stjarnan hófu leik í Evrópudeildinni í gær. Valsmenn voru fyrstir og léku við Ventspils í Lettlandi. Leikurinn var heldur tíðindalítill, þó Valur hafi verið ívið betri aðilinn. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora og markalaust jafntefli staðreynd. Valur er því í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fer fram á Valsvelli næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00

Lesa meira
 

Leikur Afríku og KFR leikinn 30. júní  - 29.6.2017

Leik Afríku og KFR  í 4. deild karla sem fram fór miðvikudaginn 28. júní kl. 20.00 á Hertz vellinum, var hætt eftir 9 mínútur.  Að teknu tilliti til greinar 15.6 í Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er það niðurstaða nefndarinnar að leikurinn skuli hefjast aftur frá 9. mínútu. Lesa meira
 

Evrópudeildin fer af stað - 28.6.2017

Evrópudeildin hefst á morgun, fimmtudag, aðeins 37 dögum eftir úrslitaleik Manchester United og Ajax. Þetta árið eru það Stjarnan, KR og Valur sem taka þátt í keppninni fyrir hönd Íslands.

Lesa meira
 

Stjarnan á leið til Króatíu í Meistaradeild Evrópu - 23.6.2017

Dregið var í undankeppni Meistardeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag. Stjarnan var með í drættinum sem Íslandsmeistarar 2016. Drógust Garðbæingar í riðil með Osijek frá Króatíu, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og SC Istatov frá Makedóníu.

Lesa meira
 

8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna fara fram í dag - 23.6.2017

Allir leikirnir í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna verða í dag. Stórleikur 8 liða úrslitanna verður í Garðabænum kl. 18:00 þar sem Stjarnan tekur á móti Þór/KA og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 

Miðasala á stórleik Manchester City og West Ham hefst í hádeginu - 22.6.2017

Miðasala á stórleik Manchester City og West Ham hefst á hádegi í dag, klukkan 12:00, en leikurinn mun fara fram föstudaginn 4. ágúst á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Evrópukeppni - Íslensku liðin á faraldsfæti um Evrópu - 19.6.2017

Dregið hefur verið í undankeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, þar sem fjögur íslensk lið voru í pottinum. FH kemur inn í forkeppni Meistaradeildarinnar í 2. umferð og mun þar mæta Víking Götu, frá Færeyjum, eða Trepca 89, frá Kosovó. Fyrri viðureignin fer fram í Kaplakrika 11. eða 12. júlí og síðari leikurinn viku síðar.

Lesa meira
 

Dregið í Evrópukeppnirnar í dag - 19.6.2017

Í dag verður dregið í fyrstu umferðir forkeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. Fjögur íslensk lið taka þátt og fá því að vita hverjir andstæðingar þeirra verða.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin rúllar af stað aftur - 14.6.2017

Pepsi-deild karla fer af staða aftur í dag eftir landsleikjahlé. Þrír leikir verða spilaðir í dag þar sem Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvelli, KA tekur á móti ÍA á Akureyrarvelli og Grindavík og FH leika á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Polla- og Hnátumót 2017 - Staðfestir leikdagar - 7.6.2017

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ og hefst fyrsti riðillin í dag á Egilsstöðum. Úrslitakeppnir Polla og Hnátumóta fara svo fram dagana 14. til 20. ágúst.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn – Tvö efstu liðin úr Pepsi-deild kvenna mætast - 7.6.2017

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Hjá konunum verður stórslagur á dagskránni þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA en liðin eru eins og er í efstu tveimur sætum Pepsi-deildar kvenna.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn – 16 liða úrslit kvenna hefjast í dag - 2.6.2017

16 liða úrslit í Borgunarbikar kvenna hefjast í dag með 7 leikjum. Kl. 16.30 hefst leikur Þróttar R. og Hauka á Eimskipsvellinum í Laugardal, kl. 18:00 verða tveir leikir þar sem Sindri fær Grindavík í heimsókn og Selfoss tekur á móti ÍBV.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög