Mótamál

Pepsi-deild karla hefst í dag sunnudag - 30.4.2017

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir þrír leikir. Tveir leikir hefjast kl. 17:00 í dag. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti Íslandsmeisturunum úr FH og ÍBV fær Fjölni í heimsókn.

Lesa meira
 

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2017 - 28.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Grindavíkur og Víkingi Ó. er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2017 - 27.4.2017

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deild karla og aðalkeppni Borgunarbikarsins.

Lesa meira
 

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla í dag - 27.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, föstudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna hefst í dag - 27.4.2017

Pepsi-deild kvenna hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign Þórs/KA og Vals en sá leikur hefst kl. 17:45 í Boganum á Akureyri. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 

Góður vinnufundur um framkvæmd leikja - 26.4.2017

Fjölmennur og góður vinnufundur um framkvæmd leikja var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Alls mættu hátt í 40 manns á fundinn frá 20 félögum. Á fundinum var farið yfir ýmis hagnýt atriði úr Handbók leikja, sem gefin er út á hverju ári og inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga.

Lesa meira
 

Valskonum spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2017 - 25.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Valskonum spáð titlinum og Breiðablik öðru sæti.  Fylki og Haukum er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Valur vann Meistarakeppni KSÍ - 25.4.2017

Valur vann í gærkveldi 1-0 sigur gegn FH í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Það var Haukur Páll Sigurðsson sem skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna er í dag - 24.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar kvenna verður á morgun, þriðjudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Keppni í Borgunarbikar karla er hafin - 24.4.2017

1. umferð Borgunarbikars karla hófst 17. apríl en alls hafa 25 leikir nú þegar farið fram. Síðasti leikur 1. umferðar fer fram í kvöld þegar Stál-úlfur tekur á móti Njarðvík á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 18:45

Lesa meira
 

Vinnufundur um framkvæmd leikja miðvikudaginn 26. apríl - 24.4.2017

Árlegur vinnufundur um framkvæmd leikja og önnur mál verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 11:00 í höfuðstöðvum KSÍ. Að þessu sinni verður sameiginlegur fundur fyrir félög sem eru með lið í Pepsídeildum karla og kvenna auk Inkasso deildar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 24. apríl - 24.4.2017

Valsmenn og FH-ingar leiða í kvöld saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ - 21.4.2017

Breiðablik vann í kvöld 3-0 sigur á Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Breiðablik komst í 2-0 í fyrri hálfleik og bætti við marki í seinni hálfleik úr víti og vann að lokum 3-0 sigur.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ kvenna á föstudaginn - 19.4.2017

Meistarakeppni kvenna fer fram á Samsung vellinum á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15. Stjarnan varð Íslandsmeistari seinasta sumar en Breiðablik vann Borgunarbikarinn eftir að hafa lagt ÍBV að 3-1 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 - 17.4.2017

Er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 eftir sigur 2-1 sigur í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Leikurinn var hinn fjörugasti en Stefanía Ragnarsdóttir kom Val yfir á 14. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og var jafnt í hálfleik.

Lesa meira
 

KR Lengjubikarmeistari karla 2017 - 17.4.2017

KR er Lengjubikarmeistari karla eftir 4-0 sigur á Grindavík í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. KR komst yfir á 29. mínútu er Óskar Örn Hauksson skoraði með þrumuskoti eftir að KR fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateig Grindavíkur, Pálmi Rafn renndi knettinum á Óskar sem skoraði með þrumufleyg.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita á mánudaginn (annan í páskum) í Egilshöll - 15.4.2017

Það er leikið til úrslita í Lengjubikarnum á mánudaginn (annan í páskum) en úrslitaleikir karla og kvenna munu þá fara fram Í Egilshöll. Klukkan 14:00 er leikið til úrslita í Lengjubikar karla þar sem Grindavík mætir KR. Valur mætir svo Breiðablik í úrslitum Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram klukkan 16:30.

Lesa meira
 

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna á mánudag - 12.4.2017

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars mánudaginn 17. apríl (annan í páskum) en leikurinn fer fram á Valsvelli. Breiðablik vann 3-0 sigur á ÍBV í undanúrslitum en Valur tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri a Þór/KA.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í Borgunarbikarnum og landsdeildum meistaraflokka - 10.4.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Borgunarbikarnum og landsdeildum meistaraflokka. Þar með hefur leikjaskrá allra móta verið staðfest, nema leikir í 4. deild karla og 2. deild kvenna.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - 8 liða úrslit karla - 6.4.2017

8 liða úrsli í Lengjubikar karla fara fram 9. og 10. apríl næstkomandi. Viðureignirnar eru eftirfarandi: KR-Þór, KA-Selfoss, Breiðablik-FH og ÍA-Grindavík.

Lesa meira
 

Skýrsla um skráða milliliði hjá KSÍ - 4.4.2017

samræmi við reglugerð KSÍ um milliliði birtir KSÍ í lok mars mánaðar nöfn allra milliliða sem skráðir hafa verið á árinu ásamt þeim gerningum sem þeir hafa komið að. Ekki hefur farið mikið fyrir skráningu milliliða en sem stendur eru aðeins tveir skráðir milliliðir hjá KSÍ. Þá hefur engum gerningum milliliða verið skilað inn til KSÍ á árinu.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög