Mótamál

Ólöglegur leikmaður hjá KFR - 31.3.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að KFR tefldi fram ólöglegu liði gegn Reyni S. í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 25. mars síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 10.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og Reyni S. dæmdur sigur 3-0.

Lesa meira
 

Veðjað á rangan hest - Málstofa í HR - 29.3.2017

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við ÍSÍ og KSÍ stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00. Lesa meira
 

Úrslit í leik Fram og Breiðabliks standa - 24.3.2017

Leikur Fram og Breiðbliks í A deild Lengjubikars karla sem fram fór fimmtudaginn 23. mars á Framvelli Úlfarsárdal var hætt eftir 70 mínútur. Dómari leiksins mat vallaraðstæður þannig að hann hefði áhyggjur af öryggi leikmanna ásamt því að línur vallarins sáust ekki.

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun sumarsins liggur fyrir - 11.3.2017

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi mánudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá HK  - 3.3.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að HK tefldi fram ólöglegu liði gegn ÍA í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 24. febrúar síðastliðinn. 

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög