Mótamál

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 23.2.2017

Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna en liðið vann 3-1 sigur á Fylki í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Það var samt Fylkir sem byrjaði betur í leiknum en Sæunn Rós Ríkharðsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu leiksins.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fylkir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna í kvöld - 22.2.2017

Fylkir og Valur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20:30.  Fylkir lagði Fjölni í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni en Valur hafði betur gegn KR í hinum undanúrslitaleiknum.

Lesa meira
 

Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag - 17.2.2017

Keppni í Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag, en þrír leikir eru á dagskrá dagsins. Fyrsti leikurinn er leikur Vals og ÍR í Egilshöll en sá leikur hefst klukkan 19:00 en klukkan 20:00 eru tveir leikir. Keflavík mætir Gróttu í Reykjaneshöllinni og Berserkir etja kappi við Hamar á Víkingsvelli.

Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar - 14.2.2017

Valsmenn tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 1 - 0, en þannig var staðan í leikhléi, og var sigurmarkið sjálfsmark. Valur eygir því möguleika á að vinna tvöfaldan Reykjavíkurmeistaratitil í meistaraflokki. Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í fyrstu umferðum karla og kvenna - 13.2.2017

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna og hefja karlarnir leik 21. apríl en konurnar 6. maí.  Hjá körlunum eru leiknar tvær umferðir áður en að Pepsi-deildar félögin koma inn í 32 liða úrslit.  Hjá konunum eru einnig tvær umferðir áður en Pepsi-deildar félögin koma til leiks í 16 liða úrslitum.

Lesa meira
 

2. deild kvenna - Drög að leikjaniðurröðun - 13.2.2017

Á ár verður í fyrsta skiptið leikið í 2. deild kvenna og eru 10 félög skráð til leiks.  Drög að leikjaniðurröðun hefur verið birt hér á heimasíðu sambandsins og eru félög beðin um að koma með athugasemdir, ef einhverjar eru, sem fyrst. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting og drög að leikjaniðurröðun í 4.deild karla - 13.2.2017

Birt hefur verið riðlaskipting í 4. deild karla og einnig hafa verið gefin út drög að leikjaniðurröðun í deildinni. Félög eru beðin um að koma með athugasemdir við niðurröðun, ef einhverjar eru, sem fyrst.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld - 13.2.2017

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld, mánudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:00 í Egilshöll.  Fjölnismenn lögðu KR í undanúrslitum en Valsmenn höfðu betur gegn Víkingum, eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn fer af stað á sunnudaginn - 9.2.2017

Lengjubikarinn hefst á sunnudaginn en þá hefst keppn i í A deild Lengjubikars kvenna með þremur leikjum.  Þór/KA tekur á móti FH í Boganum, Valur mætir ÍBV í Egilshöll og í Fífunni leika Breiðablik og Stjarnan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmótsins í kvöldi - 9.2.2017

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar og verða leikin í Eghilshöll.  Víkingur og Valur mætast kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl 21:00, leika Fjölnir og KR. Sigurvegarar þessara viðureigna mætast svo í úrslitaleiknum, mánudaginn 13. febrúar. Lesa meira
 

10 þátttökulið í nýrri 2. deild kvenna - 3.2.2017

10 félög hafa tilkynnt þátttöku í 2. deild kvenna. í ár er í fyrsta skipti leikið í þremur deildum kvenna. Stefnir því í að þátttökulið í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna verði 30, en voru 32 árið 2016.

Lesa meira
 

Metþátttaka í 4. deild karla í sumar - 3.2.2017

Alls hafa 33 félög tilkynnt þátttöku í 4. deild karla og hafa aldrei verið fleiri. Stefnir því í að þátttökulið í Íslandsmóti meistaraflokks karla verði 79, en voru 73 árið 2016.

Lesa meira
 

Upplýsingar óskast um utanferðir yngri flokka - 1.2.2017

Skipulagning á niðurröðun leikja hefst fljótlega og því er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fyrst. Því fyrr sem upplýsingarnar berast er líklegra að hægt verði að taka fullt tillit til óskanna.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög