Mótamál

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 24.12.2016

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. 

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2016 - 16.12.2016

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2016. Þetta er í 13. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Lokaumferð riðlakeppni Futsal um helgina - 16.12.2016

Um komandi helgi fer fram lokaumferðin í riðlakeppni Íslandsmótsins í Futsal en þá klárast keppni í C riðli karla og A og B riðli kvenna.  Eftir helgina kemur því í ljós hvaða félög munu komast í úrslitakeppnina sem fer fram helgina 6. - 8. janúar. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 - 16.12.2016

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2017. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinn - 14.12.2016

Föstudaginn 9. desember sl. var Stefán Geir Þórisson Hæstaréttarlögmaður skipaður dómari í Alþjóðlega íþróttadómstólinn (Court of Arbitration for Sport, skammstafað CAS). Tilnefningin gildir frá 1. janúar 2017 og er til 4 ára. Stefán hefur setið í Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ frá árinu 2007 og í stjórn KSÍ 2007-2009.

Lesa meira
 

Leikmenn með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum heiðraðir - 13.12.2016

Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla á keppnistímabilinu 2016 og fjórar knattspyrnukonur urðu jafnar og efstar hvað stoðsendingar varðar í Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 

Bókin Íslensk knattspyrna 2016 komin út - 13.12.2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru 380 talsins

Lesa meira
 

Skallagrímur 100 ára 3. desember 2016 - 5.12.2016

Í hófi sem haldið var í Borgarnesi um helgina voru sjö einstaklingar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Það voru þeir Gísli Gíslason ritari stjórnar KSÍ og Jakob Skúlason landshlutafulltrúi vesturlands í stjórn KSÍ sem veittu viðurkenningarnar.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2017 - Boðun - 5.12.2016

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni, Vestmanneyjum 11. febrúar næstkomandi.

Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

Íslandsmótið í Futsal heldur áfram um helgina - 1.12.2016

Um komandi helgi hefst seinni hluti riðlakeppni Ílslandsmótsins í innanhússknattspyrnu, Futsal, þegar leikið verður í A og B riðli karlla.  Tvö efstu félögin tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum en úrslitakeppnin sjálf verður leikin helgina 6. - 8. janúar.  Undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög