Mótamál

Mögnuð tilþrif á Special Olympics - 28.11.2016

Mikil stemmning var um helgina á Special Olympics þar sem fatlað íþróttafólk sýndi magnaða takta á knattspyrnuvellinum. Gleðin skein úr hverju andliti og ekki minnkaði brosið þegar hvert glæsimarkið af fætur öðru var skorað!

Lesa meira
 

Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja Íslandsleika Special Olympics 2017 - 24.11.2016

Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusamband Íslands standa að árlegum Íslandsleikum í knattspyrnu, sunnudaginn 27. nóvember 2016 kl. 14. 00 – 16.00 í Reykjaneshöllinni.   Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum en markmið Special Olympics samtakanna er að skipuleggja keppni sem gefur öllum jöfn tækifæri.  

Lesa meira
 

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson - 23.11.2016

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast laugardaginn 26. nóvember, í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson í Egilshöll klukkan 15:30.

Lesa meira
 

Nýr starfsmaður í mótadeild KSÍ - 16.11.2016

Pjetur Sigðursson hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 1. janúar næstkomandi. Pjetur mun sinna verkefnum tengdum dómara- og mótamálum.

Lesa meira
 

Íslandsmótið í Futsal hefst um helgina - 11.11.2016

Nú um helgina hefst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, Futsal, en þá hefst keppni í tveimur riðlum í meistaraflokki karla.  Sama fyrirkomulag er við lýði og undafarin ár þar sem að leikin er riðlakeppni í hraðmótsfyrirkomulagi og svo er 8 liða úrslitakeppni í byrjun janúar.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2017 - 7.11.2016

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2017 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra fór fram í dag - 5.11.2016

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag.  Fundinn sóttu um 70 fulltrúar félaga víðs vegar af landinu og hlýddu m.a. á erindi um knattspyrnumótin 2016 og 2017, reglugerðarbreytingar.  Þá var dregið í töfluröði í Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deildinni og 2. deild karla.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög