Mótamál

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Ajax - 30.8.2016

Það er spennandi verkefni framundan hjá undmennaliði Breiðabliks en þeir mæta Ajax í 32 liða úrslitum ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Blika, 28. september og sá seinni í Amsterdam, 19. október.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik í pottinum - 30.8.2016

Í dag verður dregið í ungmennadeild UEFA en þar eru 32 félög í pottinum og eru Blikar fulltrúar Íslands sem Íslandsmeistarar 2. flokks karla.  Leikið verður heima og heiman og er drátturinn í þessari fyrstu umferð svæðaskipt.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Röð liða breytist í C riðli 1. deildar kvenna - 29.8.2016

Í samræmi við neðangreint ákvæði reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót breytist röð liða í C riðli 1. deildar kvenna á þann hátt að Hamrarnir enda í 2. sæti og Sindri í 3. sæti.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Breiðablik áfram eftir stórsigur í lokaleiknum - 28.8.2016

Kvennalið Breiðabliks er komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið vann 8-0 sigur á Cardiff Met í lokaleik riðilsins sem leikinn var í Wales. Blikarnir höfðu fyrir leikinn unnið einn leik og gert eitt jafntefli og þurfti því sigur, helst stóran, til að vera öruggar áfram.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta markvarða - 26.8.2016

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Tindastóli og KFS um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Öruggur Blikasigur gegn NSA Sofia - 25.8.2016

Blikar léku í dag sinn annan leik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en riðillinn er leikinn í Wales.  Leikið var gegn NSA Sofia frá Búlgaríu og unnu Blikar öruggan sigur, 5 - 0, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Jafnt hjá Blikum í fyrsta leik - 24.8.2016

Breiðablik gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var gegn Spartak Subotica frá Serbíu.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika en serbneska liðið jafnaði í blálokin, með síðustu kollspyrnu leiksins.

Lesa meira
 

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag, þriðjudag - 23.8.2016

Kvennalið Breiðabliks leikur í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni en riðill er leikin í Wales þar sem efsta lið riðilsins fer beint í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 

Mikil stemning á sumarmóti FC Sækó - 17.8.2016

Þann 10. ágúst sl. fór sumarmót FC Sækó fram á Kleppsvellinum. Mótið er árlegur viðburður og að þessu sinni voru sex lið skráð til leiks. Ekki vantaði keppnisskapið í þátttakendur og tilþrifin sem sáust á vellinum voru oft á tíðum frábær.

Lesa meira
 

EM framlag til aðildarfélaga KSÍ - 16.8.2016

Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar sl. var tilkynnt að 300 m. kr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA. Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.

Lesa meira
 

Valur er Borgunarbikarmeistari karla 2016 - 15.8.2016

Valsmenn eru Borgunarbikarmeistarar karla eftir að leggja ÍBV að velli í úrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Sigurður Egill Lárusson var hetja Valsmanna en hann skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.

Lesa meira
 

Breiðablik er Borgunarbikarmeistari kvenna 2016 - 12.8.2016

Breiðablik er Borgunarbikarmeistari kvenna eftir 3-1 sigur á ÍBV á Laugardalsvelli. Blikar komust yfir strax á 2. mínútu leiksins þegar Olivia Chance skoraði og Blikar tvöfölduðu svo forystuna á 24. mínútu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði.

Lesa meira
 

Valur mætir ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins í dag! - 12.8.2016

Það verður sannkölluð bikarhelgi um komandi helgi þegar leikið verður til úrslita í Borgunarbikar karla og kvenna. Borgunarbikarinn hefur verið æsispennandi í sumar og hápunkturinn verður svo á föstudag og laugardag á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - ÍBV og Valur leika til úrslita - 2.8.2016

ÍBV og Valur leika til úrslita í Borgunarbikar karla en Eyjamenn unnu FH 1-0 á Hásteinsvelli í seinni leik undanúrslita. Valsmenn voru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna Selfoss á JÁ-verk vellinum og munu bikarmeistararnir því fá tækifæri á að verja titilinn.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög