Mótamál

Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 31. júlí - 29.7.2016

Sunnudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Hvaða lið komast í úrslitaleik karla? - 26.7.2016

Það kemur í ljós í vikunni hvaða lið mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla. Á morgun, miðvikudag, er fyrri leikurinn í undanúrslitum þar sem Selfyssingar taka á móti ríkjandi Borgunarbikarmeisturunum Vals á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleiknum - 26.7.2016

Það liggur fyrir hvaða lið mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en það verða ÍBV og Breiðablik sem munu leiða sama hesta sína á Laugardalsvelli þann 12. ágúst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Hvaða félög komast í úrslitaleikinn? - 22.7.2016

Það skýrist á morgun hvaða félög leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna í ár en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 12. ágúst.  Í kvöld, föstudaginn 22. júlí, mætast Stjarnan og Breiðablik á Samsung vellinum en á morgun, laugardaginn 23. júlí, eigast við Þór/KA og íBV á Þórsvelli. Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa valin best í fyrri hlutanum - 22.7.2016

Í dag var tilkynnt um hverjir skipa úrvalslið fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni, var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Ólafur Þór Guðbjörnssn var valinn besti þjálfarinn.  Bríet Bragadóttir var valin besti dómari umferðanna og þá fengu stuðningsmenn Breiðabliks viðurkenningu fyrir sína frammistöðu á pöllunum.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR úr leik eftir tap í Sviss - 22.7.2016

KR-ingar eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap gegn Grasshopper í Sviss. Fyrri leikurinn endaði 3-3 á Alvogen-vellinum og vinnur Grasshopper því samanlagt 5-4. Morten Beck Andersen skoraðimark KR í leiknum en Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Grasshopper.

Lesa meira
 
FH

Meistaradeild Evrópu - FH úr leik eftir jafntefli á heimavelli - 20.7.2016

FH er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Írlandi og því komst Dundalk áfram með fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Lesa meira
 

Evrópukeppnir - FH og KR leika í vikunni - 18.7.2016

FH og KR leika í Evrópukeppni í vikunni en bæði lið eiga seinni leiki sína í þessari umferð. FH-ingar leika við Dundalk frá Írlandi á Kaplakrika en FH gerði 1-1 jafnrefli við liðið á útivelli og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR og Grasshopper skildu jöfn í markaleik - 14.7.2016

KR og svissneska liðið Grasshopper gerðu 3-3 jafntefli á KR-velli í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það leit ekki vel út fyrir KR í hálfleik en svissneska liðið leiddi þá 0-2. Góð byrjun á seinni hálfleik og vítaspyrna undir lok leiksins tryggðu KR að lokum jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí - 14.7.2016

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - FH gerði 1-1 jafntefli við Dundalk - 14.7.2016

FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli við írska liðinu Dundalk á útivelli og eru því í ágætri stöðu fyrir sinni leik liðanna sem fram fer á Kaplakrika n.k. miðvikudag. Dundalk komst yfir í leiknum á 66. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 77. mínútu leiksins sem varð lokastaða leiksins.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR mætir Grasshopper í kvöld - 14.7.2016

KR-ingar leika í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld gegn svissneska liðinu Grasshopper. KR vann 8-1 samanlagt sigur á Norður Írska liðinu Glenovan og þarf nú að takast á við töluvert sterkari mótherja.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - FH mætir Dundalk á miðvikudag - 11.7.2016

FH-ingar leika í vikunni í Meistaradeild Evrópu en fyrsta viðureign Hafnfirðinga er á Írlandi þar sem liðið mætir Dundalk. Leikurinn fer fram á Oriel Park vellinum í Dundalk en völlurinn tekur 4500 manns í sæti.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin á fulla ferð - 9.7.2016

Það er leikið í Pepsi-deildum karla og kvenna um helgina en nú er Pepsi-deild karla komin á fulla ferð eftir EM-ævintýrið. Það er heil umferð í Pepsi-deild kvenna á föstudagskvöldið og svo er aftur leikið á miðvikudagskvöld og þá er aftur heil umferð í deildinni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Breiðabliks og ÍA breytt  - 8.7.2016

Leik Breiðabliks og ÍA í Pepsi-deild karla hefur verið breytt.  Nýr leikdagur og tími er mánudagurinn 11. júlí kl. 19:15 á Kópavogsvelli. Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR áfram, Valur og Blikar úr leik - 7.7.2016

KR er komið áfram í Evrópudeildinni eftir 6-0 sigur gegn Glonavon frá Norður Írlandi í kvöld á útivelli. KR vann heimaleik liðanna 2-1 og er því komið áfram með 8-1 samanlagt. KR mætir svissneska liðinu Grasshopper í næstu umferð Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - Valur, KR og Breiðablik í eldlínunni á fimmtudaginn - 6.7.2016

Það er leikið í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni en Valur, KR og Breiðablik leika öll á útivelli á fimmtudaginn.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Undanúrslit karla og kvenna - 6.7.2016

Það er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum í Borgunarbikar karla og kvenna en dregið var í hádeginu.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Leikið er í bikarnum næstu daga - 2.7.2016

Það er leikið í Borgunarbikarnum um helgina og í komandi viku. Í Borgunarbikar karla eru tveir leikir á sunnudag en það eru leikir Breiðabliks og ÍBV annarsvegar og leikur Vals og Fylkis. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög