Mótamál

Pepsi-deildin til næstu þriggja ára - 29.2.2016

365 ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Nafnið skal vera Pepsi-deildin og skulu merki og nafn mótsins verða áberandi á öllum viðburðum sem skipulagðir eru í tengslum við mótið. Þar skiptir þáttur íþróttafélaganna miklu máli.

Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 25.2.2016

Valskonur urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar kvenna eftir 1-0 sigur á Fylki í úrslitaleik mótsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark leiksins en það kom á 59. mínútu úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

Þórdís á Selfossi vallarstjóri ársins - 25.2.2016

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.

Lesa meira
 

Fylkir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna - 22.2.2016

Það verða Fylkir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikurinn fer fram í Egilshöll, fimmtudaginn 25. febrúar, og hefst kl. 18:45. Fylkiskomur unnu KR 3-1 í undanúrslitum en Valur vann 9-0 sigur á HK/Víking.

Lesa meira
 

Skagamenn heiðraðir á hátíðarfundi knattspyrnudeildar ÍA - 19.2.2016

Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍA fór fram í gærkvöldi en þann 3. febrúar síðastliðinn voru 70 ár frá því að ÍA var stofnað.  Var fundurinn í gær því sérstakur hátíðarfundur og að því tilefni sæmdi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, nokkra Skagamenn og konur heiðursmerki KSÍ. Lesa meira
 

Lengjubikar kvenna hefst laugardaginn 20. febrúar - 18.2.2016

Lengjubikar kvenna fer af stað laugardaginn 20. febrúar þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturunum Stjörnunnar í Fífunni. Fjölmargir leiki fara svo fram á komandi vikum og má finna yfirlit yfir leikina á mótakerfi KSÍ.

Lesa meira
 

Leikjaniðurröðun í Borgunarbikarnum liggur fyrir - 15.2.2016

Dregið hefur verið vegna leikjaniðurröðunar í Borgunarbikar karla og kvenna. Borgunarbikar karla fer af stað þann 30. apríl en konurnar hefja leik 8. maí.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2016 - 15.2.2016

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna fyrir keppnistímabilið 2016. Liðum deildarinnar fjölgar um þrjú lið þar sem Grótta, KH og Skínandi koma ný inn.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 4. deild karla 2016 - 15.2.2016

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu fyrir 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2016.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 12. febrúar - 11.2.2016

Lengjubikarinn fer af stað á morgun. Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fjölnis og Íslandsmeistara FH. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Egilshöll og klukkan 21:00 sama kvöld leika Reykjavíkurfélögin Þróttur og Leiknir sem varð á dögunum Reykjavíkurmeistari. Fjölmargir leikir verða svo í A-deild karla um komandi helgi.

Lesa meira
 

Leiknir Reykjavíkurmeistari karla - 10.2.2016

Leiknir mætti Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Að þessu sinni voru Leiknismenn sem höfðu betur en Breiðhyltingar unnu 4-1 sigur.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts karla - 5.2.2016

Það verða Leiknir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla en leikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 8. febrúar, og hefst kl. 19:00.  Leiknir lagði Fjölni í undanúrslitum, eftir vítaspyrnukeppni, og Valur hafði betur gegn Víkingi

Lesa meira
 

Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna þriðjudaginn 9. febrúar - 5.2.2016

Þriðjudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna en leikið verður í Egilshöll. Fylkir og KR mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og HK/Víkingur.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Rvk.móts karla á fimmtudag - 3.2.2016

Fimmtudaginn 4. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts mfl. karla. Báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.  Leiknir og Fjölnir mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og Víkingur. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög