Mótamál

Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Viðamikil útsending Stöðvar 2 Sport frá lokaumferðinni - 30.9.2014

Eins og kunnugt er þá er lokaumferð Pepsi-deildar karla næstkomandi laugardag og þá ræðst hvort það verða FH eða Stjarnan sem hampa titlinum.  Spennan er þó mikil á fleiri vígstöðvum því baráttan um Evrópusæti og fallsæti eru líka í algleymingi.  Stöð 2 Sport mun bjóða upp á viðamikla og langa útsendingu frá lokaumferðinni á laugardaginn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í lokaumferð Pepsi-deildar karla - 29.9.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að gera breytingar á tímasetningum allra leikja í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Leikur FH og Stjörnunnar verður kl. 16.00. Aðrir leikir umferðarinnar færast fram til kl. 13.30.

Lesa meira
 

Stjarnan Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna - 22.9.2014

Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, en liðið vann 3-0 sigur á Aftureldingu í Garðabænum. Þrátt fyrir að ein umferð sér eftir þá á ekkert annað lið möguleika á að ná Stjörnunni að stigum og því fór bikarinn á loft eftir leikinn í kvöld.

Lesa meira
 
Af leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM

Myndasíða KSÍ - Er mynd af þér? - 15.9.2014

Vert er að minna á myndasíðu KSÍ sem hægt er að nálgast á forsíðu heimasíðu KSÍ og er merkt "Myndasafn".  Þar má finna ýmsar myndir frá starfsemi KSÍ og t.a.m. má nú finna fjölmargar myndir frá leikjunum gegn Tyrkjum og Ísrael. Lesa meira
 

Seinni leikir 8 liða úrslita 4. deildar karla í kvöld - 2.9.2014

Nú þegar september mánuður er genginn í garð þá fara línur að skýrast í ýmsum deildum í knattspyrnunni hér heima.  Úrslitakeppnin í 4. deild karla er hafin og eru seinni leikir 8 liða úrslita á dagskrá í kvöld og má búast við hörkuleikjum.  Undanúrslitin hefjast svo á laugardaginn og er leikið þar heima og heiman. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög