Mótamál

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Íslandsmeistarana í heimsókn - 30.6.2014

Bikarmeistarar Breiðabliks taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna en þetta varð ljóst þegar dregið var hádeginu í dag.  Í hinum undanúrslitaleiknum tekur Fylkir á móti Selfossi og því ljóst að nýtt félag mun leika til úrslita í ár því hvorugt þessara félaga hefur komist í úrslitaleikinn áður.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í undanúrslitin í dag - 30.6.2014

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna og fer athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fjögur félög eru eftir í pottinum og koma þau öll úr Pepsi-deildinni, Breiðablik, Fylkir, Selfoss og Stjarnan.  Blikar eru núverandi handhafar þessa titils og hafa því möguleika á því að verja titilinn. Lesa meira
 

Fylkir-Fram færður aftur um einn dag - 30.6.2014

Breyting hefur verið gerð á viðureign Fylkis og Fram í Pepsi-deild karla.  Leikurinn var upphaflega settur á sunnudaginn 13. júlí, en hefur nú verið færður aftur um einn dag, til mánudagsins 14. júlí.

Lesa meira
 

Leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna um helgina - 26.6.2014

Um helgina fara fram 8-liða úrslit í Borgunarbikar kvenna.  Tveir leikir eru á föstudag, Þróttur-Stjarnan og Fylkir-KR, og tveir á laugardag, Valur-Breiðablik og Selfoss-ÍBV.  Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna frestað til miðvikudags - 24.6.2014

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram í dag, þriðjudag, hefur verið frestað til miðvikudags. Þá hefur leik Þróttar og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna verið flýtt um einn dag og fer hann fram á föstudag. Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH mætir Glenavon frá Norður Írlandi - 23.6.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk félög í pottinum.  FH fær Glenavon frá Norður Írlandi í fyrstu umferð.  Fram mætir JK Nõmme Kalju frá Eistlandi og Stjarnan mætir Bangor frá Wales. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Dregið í undankeppni Evrópudeildar UEFA í dag - 23.6.2014

Dregið verður í undankeppni Evrópudeildar UEFA síðar í dag en þar eru þrjú íslensk félög í pottinum, Fram, Stjarnan og FH.  Hægt er að fylgjast með drættinum í í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KR mætir Celtic í Meistaradeild UEFA - 23.6.2014

Íslandsmeistarar KR drógust gegn Celtic frá Skotlandi í Meistaradeild UEFA en dregið var rétt í þessu í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn fer fram í Glasgow 15. eða 16. júlí en sá síðari fer fram viku síðar hér heima.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Víkingar á Vestfirði - 20.6.2014

Á föstudag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Fram fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn en leikir 8 liða úrslita fara fram dagana 6. og 7. júlí.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu í dag - 20.6.2014

Í hádeginu í dag, föstudaginn 20. júní, verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikjum 16 liða úrslita lauk í gærkvöldi og þá varð endanlega ljóst hvaða félög verða í pottinum í dag.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Spennandi leikir framundan í 16 liða úrslitum - 18.6.2014

Í kvöld, miðvikudagskvöld, og á morgun verður leikið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en umferðin hófst í gær þegar BÍ/Bolungarvík tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum eftir sigur á ÍR eftir framlengdan leik.  Fjórir leikir eru á dagskránni í kvöld og þrír leikir eru á morgun.  Dregið verður í 8 liða úrslit á föstudag.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Valur fær bikarmeistara Breiðabliks í heimsókn - 10.6.2014

Í dag var dregið í 8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna í dag og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Breiðabliks fara á Hlíðarenda þar sem þær mæta Val.  Leikirnir fara fram dagana 27. - 28. júní. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslit - 9.6.2014

Dregið verður í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna, þriðjudaginn 10. júní kl. 12:00 og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikirnir fara fram dagana 27. - 28. júní næstkomandi en sex Pepsi-deildar félög eru í potinnum ásamt tveimur 1. deildar félögum. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - 16 liða úrslit hefjast í kvöld - 6.6.2014

Keppni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna hefst í kvöld og eru þá sjö leikir á dagskránni.  Síðasti leikur umferðarinnar er svo á morgun þegar Breiðablik tekur á móti Hetti.  Við hvetjum knattspyrnuáhugafólk til þess að fjölmenna á vellina og styðja sitt félag. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög