Mótamál

Valur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar sjöunda árið í röð - 25.2.2014

Það voru Valsstúlkur sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í gærkvöldi þegar þær lögðu Fylki í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöll.  Lokatölur urðu 2 -1 fyrir Val eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Valur hefur því unnið þennan titil 7 ár í röð og í 23 skipti alls.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna - Valur mætir Fylki - 21.2.2014

Það verða Valur og Fylkir sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, mánudaginn 24. febrúar. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins þar sem Valur lagði KR, 4 - 1 og Fylkir hafði betur gegn Fjölni, 3 - 1.

Lesa meira
 

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ funduðu með mennta- og menningarmálaráðherra - 20.2.2014

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ sátu fund með Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og hans aðstoðarfólki  miðvikudaginn 19. febrúar og fór fundurinn fram í ráðuneytinu að Sölvhólsgötu.  Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2014 - Dregið í fyrstu umferðunum - 17.2.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2014.  Borgunarbikarinn í ár hefst hjá körlunum 3. maí en konurnar hefja svo leik 15. maí.  Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram á Laugardalsvelli 16. ágúst en konurnar heyja sína úrslitabaráttu tveimur vikum síðar á sama stað. Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 17.2.2014

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2014 og má sjá hana hér að neðan.  Mótanefnd KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð frá kl. 11:00 föstudag - 14.2.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 11:00, föstudaginn 14. febrúar, vegna undirbúnings við ársþing KSÍ.  Ársþingið, það 68. í röðinni, verður sett laugardaginn 15. febrúar kl. 11:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld með leik HK og Þróttar - 14.2.2014

Keppni í A deild karla í Lengjubikar KSÍ hefst í kvöld en þá mætast HK og Þróttur í fyrsta leik mótsins.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Fjölmargir leikir fara svo fram um helgina og er hægt að sjá dagskrána með því að smella á "Næstu leikir" hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2014 - 11.2.2014

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla 2014 með því að leggja KR í úrslitaleik eftir jafnan og spennandi leik.  Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1.  Framarar hafa þar með unnið þennan titil 26 sinnum

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og KR mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts KRR - 7.2.2014

Það verða Fram og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Fram lagði Val í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki.  Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 68. ársþingi KSÍ - 3.2.2014

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á 68. ársþingi KSÍ - 1.2.2014

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 15. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 15. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög