Mótamál

Pepsi-deildin

Stjarnan fer í Kópavoginn í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna - 30.11.2013

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara í Kópavoginn og leika gegn Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna en í Pepsi-deild karla þá fá Íslandsmeistarar KR Valsmenn í heimsókn.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Almar Guðmundsson formaður ÍTF

Samstarf KSÍ og ÍTF formlega staðfest - 28.11.2013

Yfirlýsing um samstarf milli KSÍ og ÍTF var undirrituð í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.   Með þessu er samstarf KSÍ og ÍTF staðfest með formlegum hætti og gildir yfirlýsingin fyrir árin 2014 og 2015.  Markmiðið með yfirlýsingunni er að vinna að framgangi íslenskrar knattspyrnu og sér í lagi að efla efstu deild karla.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Mikið um að vera hjá meistaraflokkum í Futsal um helgina - 22.11.2013

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Futsal um helgina en þá fara fram fjölmargir leikir.  Keppnin hófst um síðustu helgi hjá körlunum og heldur keppnin áfram hjá þeim um helgina sem og hefst keppnin hjá konunum.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Drög að niðurröðun yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - 18.11.2013

Drög að niðurröðun yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu er komin út á heimasíðu KSÍ. Mikilvægt er að umsjónaraðilar riðla fari vel yfir þær dagsetningar og tímasetningar sem gefnar eru út og komi með athugasemdir og breytingar ef við á.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð þriðjudag og miðvikudag - 18.11.2013

Skrifstofa KSÍ verður lokuð þriðjudaginn 19. nóvember og miðvikudaginn 20. nóvember. Skrifstofan opnar að nýju, fimmtudaginn 21. nóvember kl .08:00. Ef nauðsyn ber til er bent á GSM númer starfsmanna. Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 18.11.2013

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna. Í 18. grein ofangreindrar reglugerðar kemur fram hvernig stuðlarnir eru reiknaðir. 
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 30. nóvember - 17.11.2013

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 30. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl.12:00 - 15:00.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2014 - 8.11.2013

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2014. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 20. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2013 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2014 hafa heimild til að senda lið til keppni.
Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2013 - 5.11.2013

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2012/2013 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2013 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 47 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-02-005

Futsal - Staðfest niðurröðun hjá meistaraflokki karla - 1.11.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í meistaraflokki karla í futsal.  Niðurröðun leikja má sjá hér á vef KSÍ. Aðildarfélög eru vinsamlegast beðin um að taka öll eldri drög úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög