Mótamál

Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Naumt tap FH í Austurríki - 30.7.2013

FH lék í dag fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og mættu þeir Austria Vín í Vínarborg.  Heimamenn fóru með nauman sigur af hólmi, 1 - 0 og kom eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
FH

Meistaradeild UEFA - FH leikur í Austurríki í dag - 30.7.2013

Íslandsmeistarar FH leika í dag fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA þegar þeir mæta Austria Vín í Vínarborg.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en síðari leikur liðanna fer fram 7. ágúst á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Umferðir 1 til 9 í Pepsi-deild kvenna - Harpa valin best - 29.7.2013

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir umferðir 1 til 9 í Pepsi-deild kvenna og fór afhendingin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Þorlákur Árnason. var valinn besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Viðurkenningar fyrir umferðir 1 - 9 afhentar í hádeginu - 29.7.2013

Í hádeginu í dag, mánudaginn 29. júlí, verða afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna. Eftir nokkuð hlé hefst keppni í Pepsi-deild kvenna aftur á morgun, þriðjudaginn 30. júlí, en þá er heil umferð á dagskránni.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Breiðablik og Þór/KA í úrslitum - 27.7.2013

Nú er það ljóst að Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitum Borgunbikars kvenna en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 24. ágúst. Breiðablik lagði 1. deildarlið Fylkis með einu marki gegn engu í undanúrslitum og sama markatala var uppi á teningnum þegar Þór/KA skellti Stjörnunni á útivelli.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Undanúrslitin fara fram í kvöld - 26.7.2013

Í kvöld, föstudaginn 26. júlí, ræðst það hvaða félög leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna en undanúrslitaleikirnir fara báðir fram í kvöld. Á Samsung vellinum mætast Stjarnan og Þór/KA og á Kópavogsvelli leika Breiðablik og Fylkir. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Frábær sigur Blika í Austurríki - 26.7.2013

Blikar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Sturm Graz á útivelli í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Lokatölur urðu 0 - 1 en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og Breiðablik því komið áfram í þriðju umferð. Þar mæta þeir Aktobe frá Kasakstan og er fyrri leikurinn ytra þann 1. ágúst næstkomandi. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikirnir hjá íslensku félögunum í dag - 25.7.2013

Þrjú íslensk félagslið verða í eldlínunni í dag, fimmtudaginn 25. júlí, þegar þau leika seinni leiki sína í Evrópudeild UEFA. Eyjamenn verða á heimavelli þegar þeir taka á móti, fyrrum Evrópumeisturum, Rauðu Stjörnunni frá Serbíu. Leikur þeirra hefst kl. 18:30 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar miðvikudaginn 31. júlí - 24.7.2013

Miðvikudaginn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, miðvikudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH í þriðju umferð - 24.7.2013

Íslandsmeistarar FH náðu þeim glæsilega árangri í gærkvöldi að tryggja sér sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. FH lagði þá Ekranas frá Litháen, 2 - 1 á Kaplakrikavelli en FH vann einnig útileikinn, 0 - 1, og því samanlagt 3 - 1.

Lesa meira
 
FH

Meistaradeild UEFA - FH tekur á móti Ekranas í kvöld - 23.7.2013

Íslandsmeistarar FH taka á móti Ekranas frá Litháen í kvöld, þriðjudaginn 23. júlí, kl. 19:15 á Kaplakrikavelli. Þetta er seinni viðureign félaganna en FH vann fyrri leikinn úti í Litháen, 0 - 1. Það er því mikið undir í kvöld en liðið sem hefur betur samanlagt mætir Austria Vín frá Austurríki í þriðju umferð forkeppninnar. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Austria Vín mætir FH eða Ekranas - 19.7.2013

Í dag var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Það er Austria Vín sem bíður sigurvegarans úr viðureigninni FH - Ekranas en seinni leikur félaganna fer fram á Kaplakrikavelli, þriðjudaginn 23. júlí. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Blikar gerðu jafntefli - 19.7.2013

Þrjú íslensk félög léku í gærkvöldi í annnarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Breiðablik lék heima gegn Sturm Graz frá Austurríki og gerði markalaust jafntefli. KR tapaði heima gegn Standard Liege frá Belgíu, 1 - 3. ÍBV lék í Belgrad gegn Rauðu Stjörnunni og höfðu heimamenn betur, 2 - 0. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Þrjú íslensk félög í eldlínunni í dag - 18.7.2013

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Breiðablik mætir Sturm Graz frá Austurríki á Kópavogsvelli kl. 19:15 og á sama tíma leika KR og Standard Liege frá Belgíu.á KR velli. Þriðja íslenska félagið, ÍBV, mætir Crvena zvezda í Belgrad. Sá leikur hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Frábær sigur hjá FH í Litháen - 17.7.2013

Íslandsmeistarar FH gerðu góða ferð til Litháen þar sem þeir lögðu meistarana í Ekranas með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins gerði Pétur Viðarsson sem tryggði þar með Hafnfirðingum dýrmætan útisigur.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Handhafar A-passa KSÍ - Breiðablik - Sturm Graz - 16.7.2013

Leikur Breiðabliks og SK Sturm Graz, í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 18. júlí næstkomandi. Handhafar A-passa KSÍ geta sótt miða í Smárann, Dalsmára 5. á milli kl. 14:00 og 17:00 miðvikudaginn 17 júlí. Athugið að A-passinn gildir ekki við innganginn. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH mætir Ekranas í Litháen í dag - 16.7.2013

Íslandsmeistarar FH verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Ekranas frá Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður ytra og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn verður svo á Kaplakrikavelli eftir viku, þriðjudaginn 23. júlí. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar mánudaginn 15. júlí - 13.7.2013

Mánudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Öll íslensku liðin áfram - 11.7.2013

Dagurinn í dag var árangursríkur fyrir íslensku liðin sem léku í Evrópudeild UEFA því öll tryggðu sér sæti í annarri umferð undakeppninnar sem leikin verður 18. og 25. júlí.  Breiðablik, ÍBV og KR voru í eldlínunni í kvöld.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Þrjú íslensk félög í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag - 11.7.2013

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag, fimmtudaginn 11. júlí, og leika þau öll á útivelli.  Þetta eru seinni viðureignirnar í Evrópudeildinni en fyrri leikirnir fór fram hér á landi fyrir viku. Lesa meira
 
Bikarinn

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir fara í Garðabæinn - 9.7.2013

Í dag var dregið í undanúrslit Borgunbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Félögin sem léku til úrslita í fyrra, Stjarnan og KR mætast í Garðabænum og Fram tekur á móti Breiðabliki á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í undanúrslit í dag - 9.7.2013

Í hádeginu í dag, þriðjudaginn 9. júlí, verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Leikirnir fara fram 31. júlí - 1. ágúst og eru fjögur félög úr Pepsi-deildinni sem verða í pottinum í dag, Breiðablik, Fram, KR og Stjarnan.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Víkingur Ólafsvík í þriggja liða riðli í Futsal - 3.7.2013

Dregið hefur verið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (UEFA Futsal Cup) og eru fulltrúar Íslands Víkingar frá Ólafsvík.  Riðillinn sem þeir leika í fer einmitt fram á heimavelli þeirra í Ólafsvík dagana 27. ágúst - 1. september og í honum eru þrjú lið.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Handhafar A-skírteina frá KSÍ sem ætla á Evrópuleik Breiðabliks - 2.7.2013

Þeir handhafar A-skírteina frá KSÍ sem ætla á leik Breiðabliks og FC Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag þurfa að sækja miða til félagsins á miðvikudag.  Smellið hér að neðan til að skoða tilkynningu Breiðabliks.
Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Meistarar mætast í undanúrslitum - 1.7.2013

Dregið hefur verið í undanúrslit Borgunarbikars kvenna og er óhætt að segja að það séu spennandi viðureignir framundan. Annars vegar mætast Breiðablik og Fylkir, hins vegar ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar Þórs/KA.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög