Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Þór/KA og Stjarnan mætast 1. maí - 30.4.2013

Meistarakeppni kvenna fer fram miðvikudaginn 1. maí en þá mætast Íslandsmeistarar Þór/KA og bikarmeistarar Stjörnunnar. Leikið verður í Boganum og hefst leikurinn kl. 15:00. Stjörnustúlkur eru núverandi handhafar þessa titils en hann unnu þær í fyrsta skiptið á síðasta keppnistímabili. Þór/KA hefur hinsvegar aldrei unnið þennan titil.

Lesa meira
 
handbok-leikja-2013-forsida

Handbók leikja 2013 komin út - 30.4.2013

Handbók leikja 2013 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla - 30.4.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 4. deild karla. Mótin er hægt að finna hér á síðunni t.d. með því að fara í flettigluggann "Mót félagsliða" hér efst á síðunni.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5383

Félagaskipti - Ertu skráður í rétt félag? - 29.4.2013

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en sem kunnugt er þá hefst Borgunarbikarinn á morgun, þriðjudaginn 30. apríl. Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn hefst þriðjudaginn 30. apríl - 29.4.2013

Borgunarbikarinn hefst þriðjudaginn 30. apríl en þá fer fram fyrsti leikur í 1. umferð hjá körlunum. Það verða Gnúpverjar og Elliði sem ríða á vaðið en félögin mætast á Víkingsvelli kl. 21:00. Berserkir og KFS mætast svo á sama velli á miðvikudaginn 1. maí kl. 16:00 en umferðin klárast svo á föstudag og laugardag með 18 leikjum. Lesa meira
 
Stjarnan

Lengjubikar kvenna - Stjarnan Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna - 29.4.2013

Stjarnan fagnaði sigri í A-deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í gær en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Stjörnuna en þær leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
HK

Lengjubikar karla - HK vann í B-deild karla - 29.4.2013

HK fór með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars karla í gær þegar þeir lögðu KV í úrslitaleik en leikið var á KR velli. Eitt mark var skorað í leiknum og var það Kópavogsbúa en markið kom í síðari hálfleik. Lesa meira
 
FH

FH tryggði sér titilinn í Meistarakeppni KSÍ - 29.4.2013

FH tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki þegar þeir lögðu KR í Egilshöllinni. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Hafnfirðinga sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Í Meistarakeppni KSÍ leika Íslandsmeistarar gegn bikarmeisturum síðasta árs Lesa meira
 
Fylkir

Lengjubikar kvenna - Fylkir vann B-deildina - 28.4.2013

Fylkir fór með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars kvenna en keppni í henni lauk nú um helgina. Fylkisstúlkur urðu efsta sex félaga með 13 stig en KR kom þar á eftir með 9 stig. Fylkir vann alla leiki sína nema einn, gerðu jafntefli við Selfoss í síðasta leik sínum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar Lengjubikarmeistarar í A-deild karla - 27.4.2013

Blikar tryggðu sér í dag Lengjubikarmeistaratitilinn í A-deild karla þegar þeir lögðu Valsmenn að velli í úrslitaleik sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Kópavogsbúa sem tryggðu sér þar með þennan titil í fyrsta skipti. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - KV og HK leika til úrslita í B-deild - 26.4.2013

Það verða KV og HK sem leika til úrslita í B-deild Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn fer fram á KR velli, sunnudaginn 28. apríl kl. 14:00. KV lagði Leikni Fáskrúðsfirði í undanúrslitum en HK hafði betur gegn ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - FH og KR mætast á sunnudaginn - 26.4.2013

Það styttist óðum í upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu og óyggjandi fyrirboði þess er Meistarakeppni KSÍ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Karlarnir leika í þessari keppni á sunnudaginn, 28. apríl, kl. 19:15 í Egilshöll. Það verða FH og KR sem leika um titilinn að þessu sinni Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Stjarnan og Valur leika til úrslita í A-deild - 26.4.2013

Nú er ljóst að Stjarnan og Valur leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna en úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 28. apríl á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst kl. 14:00. Þessi félög áttust einnig við í úrslitum þessarar keppni árið 2011 og hafði þá Stjarnan betur en Blikar eru núverandi handhafar titilsins Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur Breiðabliks og Vals á laugardaginn - 24.4.2013

Úrslitaleikurinn í A-deild Lengjubikars karla fer fram laugardaginn 27. apríl en þá mætast Breiðablik og Valur á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 16:00. Valur hefur tvisvar farið með sigur í þessari keppni en Breiðablik hefur ekki náð að hampa þessum titli en hafa þrisvar komist alla leið í úrslitaleikinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit B og C deildar á fimmtudag - 24.4.2013

Það dregur til tíðinda í B og C deildum Lengjubikars karlal á morgun, fimmtudaginn 25. apríl, en þá verður leikið til undanúrslita í þessum deildum. Úrslitaleikirnir fara svo fram næstkomandi sunnudag, 28. apríl. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar á sumardaginn fyrsta - 24.4.2013

Undanúrslit í A-deild Lengjubikars kvenna fara fram fimmtudaginn 25. apríl og verður leikið á Samusung vellinum í Garðabæ og í Egilshöll. Stjarnan og Breiðablik mætast kl. 13:00 í Garðabænum og kl. 15:00 leika Valur og Þór/KA í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Laces Campaign - Rauðar reimar

Leika með rauðar reimar í úrslitaleikjum Lengjubikarsins - 23.4.2013

Dagana 27. og 28. apríl fara fram fjórir úrslitaleikir í Lengjubikarnum.  Allir leikmenn í þeim liðum sem leika til úrslita þessa daga munu leika með rauðar reimar á sínum knattspyrnuskóm til stuðnings Special Olympics á Íslandi.  Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem kallast Laces Campaign.
Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2013

Kynningarfundur Pepsi-deildanna fimmtudaginn 2. maí - 23.4.2013

Hinn árlegi kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram fimmtudaginn 2. maí kl. 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica Hótel.  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.  Viðstaddir verða fulltrúar Ölgerðarinnar, KSÍ, félaganna og fulltrúar dómara, ásamt fulltrúum fjölmiðla.
Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Valur og Breiðablik leika til úrslita í A-deild - 23.4.2013

Nú er ljóst að það verða Valur og Breiðablik sem leika til úrslita í Lengjubikar karla en úrslitaleikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ, laugardaginn 27. apríl kl. 16:00. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitin sem fram fór í gærkvöldi.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit A-deildar leikin í kvöld - 22.4.2013

Undanúrslit Lengjubikars karla fara fram í kvöld en þá mætast Breiðablik og Víkingur Ólafsvík í Kórnum kl. 18:00 og Valur og Stjarnan leika í Egilshöll kl 19:00.  Sigurvegarar þessara viðureigna leika svo til úrslita, laugardaginn 27. apríl.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og Borgunarbikar - 17.4.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í öllum landsdeildum og í Borgunarbikarnum.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.  Niðurröðun má skoða hér á vefnum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á fimmtudaginn - 15.4.2013

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla en þrír leikjanna fara fram á fimmtudaginn og einn á föstudag. Undanúrslitin verða svo leikin mánudaginn 22. apríl en úrslitaleikurinn verður leikinn laugardaginn 27. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikbönn í Lengjubikar - 2.4.2013

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikar karla og kvenna eru ekki tilkynnt með skeyti eða faxi frá aganefnd KSÍ. Það er ábyrgð hvers félags að fylgjast með sínum leikmönnum þegar kemur að leikbönnum í þessum keppnum.

Lesa meira
 
Marklínutækni

Marklínutækni í Pepsi-deildum karla og kvenna - aprílgabbið 2013 :-) - 1.4.2013

KSÍ hefur samið við þýska fyrirtækið Goal Pro um innleiðingu marklínutækninnar í Pepsi-deildum karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2013.  Lengi hefur legið fyrir að taka tæknina í notkun og hefur KSÍ nú ákveðið að taka þetta skref og taka kerfið í notkun fyrri sumarið.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög