Mótamál
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Drög að leikjaniðurröðun fyrir knattspyrnumót 2013 - Frestur fyrir athugasemdir til 21. mars

Athugasemdum skal skila inn í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars

11.3.2013

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Til hagræðingar við yfirlestur er hægt á vef KSÍ að kalla fram dagatal leikja hjá einstökum félögum (t.d. eftir flokkum og kyni), ásamt því að kalla fram dagatal einstakra valla.

Hér að neðan má finna minnislista sem gott er að hafa til hliðsjónar við yfirlestur.

Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum því borið hefur á því að þjálfarar einstakra flokka hafa lagt fram óskir um breytingar á leikjum sem stangast á við aðra viðburði hjá viðkomandi félagi.

Félög eru vinsamlegast beðin um að virða ofangreindan frest svo að vinna við skipulagningu mótanna tefjist ekki.

Minnislisti við yfirlestur
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög