Mótamál

Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Framkvæmd leikja - 15.2.2013

Lengjubikarinn 2013 fer af stað í kvöld en þá hefst keppni í A deild karla. Rétt er að minna félög, af þessu tilefni, á reglur um framkvæmd leikja og eru félögin beðin um að kynna sér þetta gaumgæfilega.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld - 15.2.2013

Í kvöld hefst keppni í Lengjubikarnum en þá eru þrír leikir eru á dagskrá í A deild karla. KR og Stjarnan mætast í Egilshöllinni kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika Víkingur R. og Selfoss. Á sama tíma, kl. 21:00, leika svo Keflavík og Haukar í Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Leiknismenn Reykjavíkurmeistarar - 11.2.2013

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitil karla eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn KR. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Leikni en það voru Vesturbæingar sem leiddu í leikhléi, 0 - 1. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2013 - Dregið í fyrstu umferðunum - 11.2.2013

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2013. Borgunarbikarinn í ár hefst 4. maí en 1. umferðin hjá körlunum verður leikin 4. og 5. maí. Konurnar hefja svo leik 17. maí en 1. umferðin hjá konunum fer fram 17. og 18. maí. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla - 11.2.2013

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2013 og má sjá hana hér að neðan. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum hefur nú verið birt hér á heimasíðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á mánudaginn - 8.2.2013

Eftir leiki gærkvöldsins í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla, er ljóst að það verða Leiknir og KR sem mætast í úrslitaleiknum. Leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Leiknir lagði Val í undanúrslitum en KR lagði Víkinga. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR - Undanúrslit karla á fimmtudag - 6.2.2013

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram fimmtudaginn 7. febrúar og verða báðir leikirnir í Egilshöllinni. Í fyrri leiknum mætast Valur og Leiknir og hefst sá leikur kl. 19:00. Strax á eftir, eða kl. 21:00, leika svo Víkingur og KR. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög