Mótamál

Frá Laugardalsvelli

Drög að leikjum sumarsins 2013 birt - 16.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum sumarsins í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla. Félög í þessum deildum eru vinsamlegast beðin um að fara yfir sína leiki og koma með athugasemdir við þessi drög í síðasta lagi fimmtudaginn 31. janúar. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Staðfest niðurröðun liggur fyrir - 10.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 10.1.2013

Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, og eru tveir leikir á dagskrá í Egilshöllinni. Valur og ÍR mætast kl. 19:00 í A riðli meistaraflokks karla og þar á eftir, eða kl. 21:00, leika Fjölnir og HK/Víkingur hjá meistaraflokki kvenna.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2013 - 7.1.2013

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Futsal - Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri - 6.1.2013

Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem lauk í dag í Laugardalshöll. Valskonur lögðu ÍBV í ótrúlegum úrslitaleik og Víkingur Ólafsvík lagði Val hjá körlunum í hörkuleik. Leikið var í Laugardalshöll.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Futsal - Vinnur Valur tvöfalt? - 5.1.2013

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV kl. 12:15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita kl. 14:00. Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Íslandsmeistarar í Futsal krýndir á sunnudaginn - 3.1.2013

Um helgina verða krýndir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslit fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

GS #9 - Heimildarmynd um knattspyrnumanninn Guðmund Steinarsson - 3.1.2013

Kvikmyndagerðarmaðurinn, Garðar Örn Arnarson, kom í dag færandi hendi á skrifstofu KSÍ. Afhenti hann sambandinu nokkur eintök af mynd sinni GS #9 en það er heimildarmynd um knattspyrnuferil Guðmundar Steinarssonar.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög