Mótamál

uefa-logo-biglandscape

Ísland vinnur til UEFA verðlauna - 30.11.2012

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation", en sá flokkur þykir afar eftirsóttur og mörg glæsileg verkefni sem keppa um sigur.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 7. janúar - 22.11.2012

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2013 - 20.11.2012

Félögum sem halda opin mót 2013 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina - 16.11.2012

Keppni í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina þegar riðlakeppni hefst í karlaflokki. Keppt er í þremur riðlum um helgina og verður leikið í Vestmannaeyjum, Ólafsvík og Grafarvogi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar FH hefja leik á heimavelli í Pepsi-deild karla - 10.11.2012

Á fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ í dag var m.a. dregið í töfluröð í landsdeildum. Íslandsmeistarar síðasta keppnistímabils byrja bæði titilvörnina á heimavelli, FH mætir Keflavík í Pepsi-deild karla og Þór/KA leikur gegn FH í Pepsi- deild kvenna. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 8.11.2012

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2013 - Þátttökutilkynning - 5.11.2012

Þátttökutilkynningar vegna Lengjubikarsins 2013 hafa verið sendar út á aðildarfélög en frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 18. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2012 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2013 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög