Mótamál

FH-med-bikar

Bikar í Krikanum - Blikar tryggðu sér annað sætið - 29.9.2012

Bikarinn fór hátt á loft á Kaplakrikavelli í dag þegar FH fengu afhent sigurlaunin í Pepsi-deild karla 2012. Það var vel við hæfi að Íslandsmeistararnir höfðu sigur í síðasta leik sínum, lögðu Val 2 - 1. Blikar tryggðu sér annað sætið í deildinni og í leiðinni Evrópusæti á næsta tímabili með því að leggja Stjörnuna á sínum heimavelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Bikarinn fer á loft í Kaplakrika - 28.9.2012

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 29. september og hefjast allir leikir dagsins kl. 14:00. Bikarinn verður hafinn á loft á Kaplakrikavelli þegar FH verða krýndir Íslandsmeistarar. Mikil spenna verður í Kópavoginum þar sem Breiðablik og Stjarnan, berjast um Evrópusæti. Þessi félög eiga einnig möguleika á silfurverðlaununum en ÍBV stendur þar best að vígi.  Þá kemur einnig í ljós hvaða félag fylgir Grindavík í 1. deildina. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan mætir Zorky í kvöld í Meistaradeild kvenna - 26.9.2012

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorky í Meistaradeild Evrópu kvenna á Samsung vellinum í kvöld, miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.  Almenn forsala er í Hagkaupum í Garðabæ, miðaverð er kr 1.000,- fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 16 ára og yngri. Miðasala verður síðan á Samsung vellinum frá kl. 18:00 á leikdegi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2012 í beinni á Stöð 2 sport - 25.9.2012

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2012 fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 1. október næstkomandi kl. 20:00 og verður allur viðburðurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Dagskrá hefst kl. 20:00 og er gert ráð fyrir að henni ljúki kl. 20:45. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan mætir Zorky - Handhafar A aðgönguskírteina geta sótt miða í Stjörnuheimilið - 24.9.2012

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorky í Meistaradeild Evrópu kvenna á Samsung vellinum miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.  Handhafar A aðgönguskírteina KSÍ geta fengið afhentan einn miða á leikinn í Stjörnuheimilinu, þriðjudaginn 25. september, kl. 13-17. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaumferðir á laugardag - 18.9.2012

Næstkomandi laugardag fara fram lokaumferðir 1. og 2. deildar karla. Í 1. deild liggur þegar ljóst fyrir að Þór og Víkingur Ólafsvík fara upp í Pepsi-deild, en fallbaráttan er ekki fullkláruð. Í 2. deildinni er þessu öfugt farið, botnbaráttan er búin en mikil spenna við toppinn.

Lesa meira
 
Sindri

Sindri 3. deildarmeistari karla 2012 - 17.9.2012

Sindri frá Hornafirði tryggði sér á laugardag 3. deildarmeistaratitilinn með því að leggja Ægi frá Þorlákshöfn í úrslitaleik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Jafnt var í hálfleik, en þrjú Sindramörk í þeim síðari tryggðu sigurinn.  Þessi tvö félög höfðu þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
FH

Sjötti Íslandsmeistaratitill FH - 17.9.2012

FH-ingar tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í sjötta sinn á níu árum með jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum. Þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deild karla, en FH hefur 11 stiga forskot á ÍBV og KR og efsta sætið er því öruggt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

3. deild karla - Úrslitaleikur og leikur um 3. sætið á laugardaginn - 14.9.2012

Á laugardaginn verður leikið til úrslita í 3. deild karla og á sama tíma fer fram leikur um 3. sætið í sömu deild. Ægir og Sindri leika til úrslita en þessi félög hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kayle Grimsley best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna - 11.9.2012

Kayley Grimsley leikmaður Þórs/KA þótti best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna en viðurkenningar fyrir seinni helming Íslandsmótsins voru afhent í dag.  Athöfnin fór fram í húsakynnum Ölgerðarinnar og þar var þjálfari Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson, útnefndur þjálfari umferðanna.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þróttur og HK/Víkingur í Pepsi-deild kvenna - 4.9.2012

Þróttur og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins en þessi félög höfðu betur í viðureignum sínum í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Lesa meira
 
ThorKA-meistari-2012

Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn - 4.9.2012

Þór/KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Selfoss örugglega að vell. Leikið var á Þórsvelli og eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn, úr hendi Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Liðið hefur sjö stiga forystu á ÍBV og Stjörnuna þegar einn leikur er eftir af mótinu.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna

Hverjir fara upp í Pepsi-deild kvenna? - 4.9.2012

Í kvöld ræðst það hvaða félög leika í Pepsi-deild kvenna að ári en þá fara fram seinni leikir undanúrslita 1. deildar kvenna. Einnig fara fram í kvöld seinni leikir í 8 liða úrslitum 3. deildar karla og kemur þá í ljós hvaða félög komast í undanúrslitin. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Verður titillinn afhentur á Akureyri í kvöld? - 4.9.2012

Sautjánda og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í kvöld en þá er fimm leikir á dagskránni sem hefjast allir kl. 18:00. Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í kvöld með því að leggja Selfoss á heimavelli. Stjarnan, sem tekur á móti ÍBV í kvöld, bíður færis ef norðanstúlkur misstíga sig.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar upp í Pepsi-deildina að nýju - 3.9.2012

Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér um helgina sæti í Pepsi-deild karla á næsta keppnistímabili en þetta varð ljóst eftir úrslit 19. umferðar 1. deildar karla. Þórsarar hafa nú 11 stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Grundarfjörður og Augnablik í nýrri 3. deild - 3.9.2012

Grundarfjörður og Augnablik tryggðu sér um helgina sæti í nýrri 3. deild en hana skipa 10 félög á næsta keppnistímabili. Þurfti að leika aukaleiki um sæti í þessari deild á milli þeirra félaga er lentu í 3. sæti riðlanna í 3. deild.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög