Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Polla- og Hnátumót 2012 - Staðfestir leikdagar - 30.5.2012

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ. Úrslitakeppni NL/AL fer fram 18. – 19. ágúst. Úrslitakeppni SV-lands fer fram helgina 25. – 26. ágúst.  Athugið að breytingar hafa orðið á leikdögum og eins hafa átt sér stað tímabreytingar frá því að fyrri drög voru send út. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveir leikir færðir til - 25.5.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til tvo leiki í Pepsi-deild karla en um er að ræða leik ÍBV og Stjörnunnar í 6. umferð og leik Stjörnunnar og Vals í 7. umferð Pepsi- deildar karla. Leikirnir verða því eftirfarandi:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Konurnar hefja leik í kvöld - 23.5.2012

Í kvöld, miðvikudaginn 23. maí, hefst Bikarkeppni KSÍ kvenna með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun þegar Snæfellsnes tekur á móti Tindastóli á Grundarfjarðarvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 20:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - ÍA og KR mætast í 32 liða úrslitum - 18.5.2012

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Margar athygliverðar viðureignir eru á dagskránni og ber þar kannski hæst leik ÍA og KR. Tvær aðrar viðureignir liða úr Pepsi-deildinni eru á dagskránni, Keflavík - Grindavík og FH - Fylkir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Dregið í 32 liða úrslit í dag - 18.5.2012

Í dag verður dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni KSÍ og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00. Keppni í 2. umferð bikarkeppninnar lauk í gær að einum leik undanskildum, KF og Þór eiga eftir að leika. Nú koma félögin úr Pepsi-deildinni inn í dráttinn og má því eiga von á mörgum athygliverðum viðureignum. Lesa meira
 
Borgun og KSÍ - Leikur án fordóma

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót - 16.5.2012

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  KSÍ sér um að panta verðlaunin sem viðkomandi félag sækir síðan í Ísspor, Síðumúla 17. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Önnur umferð hefst í kvöld - 15.5.2012

Í kvöld, þriðjudaginn 15. maí, hefst keppni í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ en þá er leikur Augnabliks og Hamars á dagskránni.   Það verður svo fjör á morgun en þá eru 16 leikir á dagskránni. Umferðinni lýkur svo á fimmtudaginn með þremur leikjum.  Föstudaginn 18. maí verður svo dregið í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum frestað í kvöld - 14.5.2012

Tveimur leikjum af þremur sem áttu að fara fram í kvöld, mánudagskvöld, hefur verið frestað. Eini leikur kvöldsins í Pepsi-deild karla fer því fram á Nettóvellinum í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni kl. 19:15.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna og 1. deild karla hefjast um helgina - 12.5.2012

Það verður nóg um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands um helgina en keppni hefst í 1. deild karla á laugardag og Pepsi-deild kvenna á sunnudag. Þá hófst 2. deild karla í gærkvöldi og lýkur 1. umferðinni í dag með þremur leikjum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing KSÍ vegna málefna FFR - 11.5.2012

Knattspyrnusamband Íslands heldur mót fyrir knattspyrnufélög á Íslandi og rétt til þátttöku hafa öll félög innan vébanda ÍSÍ og UMFÍ. KSÍ er aðili að UEFA og FIFA og hefur sem slíkt umboð til að skipuleggja keppni á Íslandi en getur ekki opnað mót sín fyrir erlend félög.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hampaði titlinum í Meistarakeppni kvenna - 9.5.2012

Stjarnan fór með sigur í Meistarakeppni kvenna og vann þann titil í fyrsta skiptið. Stjarnan lagði Val með þremur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt, 1 - 0, í leikhléi. Leikið var á nýjum gervigrasvelli í Garðabæ og var þetta vígsluleikur vallarsins. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Frábær aðsókn á fyrstu umferð Pepsi-deildar karla - 8.5.2012

Aldrei hafa fleiri mætt á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla heldur en nú en 10.439 áhorfendur mættu á leikina sex í fyrstu umferðinni. Þetta gerir 1.740 áhorfendur að meðaltali á leik.  Hér að neðan má sjá hversu margir hafa mætt á leiki fyrstu umferða síðustu sjö ár  Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

1. deild karla á SportTV í sumar - 8.5.2012

KSÍ og SportTV hafa komist að samkomulagi um að sýnt verði frá leikjum 1. deildar karla í sumar á SportTV.  Sýndur verður a.m.k. einn leikur í hverri umferð og einnig er stefnt að því að teknar verði saman markasyrpur í hverri umferð sem einnig verða sýndar á SportTV. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót sumarsins 2012 staðfest - 8.5.2012

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 
UEFA

Valur hársbreidd frá Evrópusæti - 8.5.2012

UEFA hefur tilkynnt hvaða þjóðir fá aukasæti í Evrópudeild UEFA í keppninni 2012/13. Þær þrjár þjóðir sem efstar eru á háttvísilista UEFa hljóta þessi sæti og koma þau í hlut Noregs, Finnlands og Hollands að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Stjarnan tekur á móti Val - 7.5.2012

Þriðjudaginn 8. maí, verður leikið í Meistarakeppni kvenna en þá taka Íslandsmeistarar Stjörnunnar á móti bikarmeisturunum í Val. Leikið verður á Stjörnuvelli í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:15.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deildin byrjar af krafti - 7.5.2012

Pepsi-deild karla hófst í gærkvöldi og var sælubros á andlitum knattspyrnuáhugafólks um allt land. Fimm leikir voru á dagskránni í gærkvöldi og voru það nýliðarnir í deildinni sem lönduðu þremur stigum en á þremur völlum lauk leikjum með jafntefli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla hefst í kvöld - 6.5.2012

Í kvöld, sunnudagskvöldið 6. maí, hefst keppni í Pepsi-deild karla og eru fimm leikir á dagskránni. Það eru margir sem hafa beðið lengi eftir þessum degi og nú er hann runninn upp. Fyrst verður flautað til leiks kl. 18:00 á Selfossi þar sem heimamenn taka á móti ÍBV.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðabliki og KR spáð sigri í Pepsi-deildunum - 3.5.2012

Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2012 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna. Breiðabliki er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að KR verji titilinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Skínanda sigur í C deild Lengjubikars karla - 3.5.2012

Það var hið nýja félag Skínandi sem fór með sigur í C deild Lengjubikars karla eftir að hafa lagt Berserki í úrslitaleik 3 - 2. Skínandi er nýstofnað félag sem leikur í 3. deild karla í fyrsta skipti í sumar og kemur úr Garðabæ.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Blikar Lengjubikarsmeistarar kvenna - 2.5.2012

Blikastúlkur tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikar kvenna í kvöld þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í Kórnum. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Breiðablik eftir að þær höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1. Þetta var í sjötta skiptið sem Breiðablik vinnur þennan titil en í fyrsta sinn síðan 2006.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna á fimmtudaginn - 2.5.2012

Hinn árlegi kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram fimmtudaginn 3. maí kl. 16:30. Staðsetning að þessu sinni eru höfuðstöðvar Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 (aðalinngangur að ofanverðu). Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslit A deildar Lengjubikars kvenna - Breiðablik mætir Val í kvöld - 2.5.2012

Breiðablik og Valur mætast í kvöld, miðvikudaginn 2. maí, í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna. Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Blikar hafa unnið þennan titil oftast allra liða og geta aukið forskot sitt á Val í þeim efnum, en Valur getur jafnað titlafjölda Breiðabliks með sigri.

Lesa meira
 
KR

KR fór með sigur í Meistarakeppni karla - 1.5.2012

KR fór í kvöld með sigur af hólmi í Meistarakeppni karla en leikið var um sigurlaunin í kvöld við góðar aðstæður á Laugardalsvelli. Mótherjarnir voru FH og lauk leiknum með sigri KR, 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög