Mótamál

Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ 2011 - 26.10.2011

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 45 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Gunnhildur Yrsa og Hannes valin bestu leikmennirnir - 20.10.2011

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2011 og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni og Hannes Þór Halldórsson úr KR voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna en það eru leikmenn sjálfir er velja. Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Hildur Antonsdóttir úr Val og Þórarinn Ingi Valdimarsson úr ÍBV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2011 - 19.10.2011

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2011 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 20. október næstkomandi kl. 17:00.  Afhent verða öll þau verðlaun sem að öllu jöfnu eru afhent á lokahófi leikmanna, en slíkt lokahóf fer ekki fram í ár.  Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6747

Aðsókn 2011 – Flestir mættu á leiki KR í Pepsi-deild karla - 13.10.2011

Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132.  Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.  Flestir áhorfendur mættu á heimaleiki KR en 2.148 áhorfendur mættu að staðaldri á KR völlinn.  FH var með næstbestu aðsóknina, 1.686 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki.  

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2011 - 12.10.2011

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2011 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Aðildarfélögum hefur verið sent bréf þess efnis og eru þau beðin um að kynna sér innihald bréfsins vandlega. Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótið innanhúss 2012 - 7.10.2011

Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - Futsal hafa verið sendar út til félaganna.  Þátttökufrestur er til 14. október en félög eru beðin um að vera tímanlega í að tillkynna þátttöku til að flýta fyrir vinnu við niðurröðun.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Valsstúlkur úr leik - 6.10.2011

Valsstúlkur eru úr leik í Meistaradeild kvenna en þær töpuðu á Vodafonevellinum í dag, 0 - 3.  Fyrri leiknum í Glasgow lauk með jafntefli, 1 - 1 en þessar viðureignir voru í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Valur tekur á móti Glasgow á Vodafonevellinum - 5.10.2011

Íslensku liðin í Meistaradeild kvenna eru í eldlínunni en Þór/KA mætir þýska liðinu Potsdam í kvöld ytra.  Valur tekur á móti FC Glasgow á morgun, fimmtudaginn 6. október.  Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum og hefst kl. 16:00.  Þetta eru síðari leikir liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - Kjartan Henry valinn bestur í umferðum 12 - 22 - 3.10.2011

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir seinni helming Pepsi-deildar karla eða umferðir 12 - 22.  Kjartan Henry Finnbogason úr KR var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari Fram, Þorvaldur Örlygsson, fékk viðurkenningu sem þjálfari umferðanna.  Þá var Erlendur Eiríksson valinn besti dómarinn og stuðningsmenn KR heiðraðir sem stuðningsmenn umferðanna.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög