Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

FH og Selfoss leika í Pepsi-deild kvenna að ári - 31.8.2011

FH og Selfoss munu leika í Pepsi-deild kvenna að ári en þetta var ljóst eftir seinni undanúrslitaleiki í 1. deild kvenna.  Bæði félögin unnu örugga sigra í leikjum sínum í gærkvöldi.  FH lagði Hauka 6 - 0 og Selfoss hafði betur gegn Keflavík, 6 - 1.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan Íslandsmeistari - 31.8.2011

Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi sigur í Pepsi-deild kvenna eftir sigur á Aftureldingu á heimavelli.  Lokatölur urður 3 - 0 Stjörnuna í vil og hefur Stjarnan þá sjö stiga forystu á Valsstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Stjörnustúlkum og Garðbæingum er óskað innilega til hamingju með þennan Íslandsmeistaratitil. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla heldur áfram í kvöld - 30.8.2011

Í kvöld verður leikið í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla en eftir leiki kvöldsins skýrist hvaða félög leika í Pepsi- deild kvenna að ári. Þrír leikir fara svo fram í úrslitakeppni 3. deildar karla í kvöld og er þar um að ræða síðari leiki í 8 liða úrslitum. Fjórði leikurinn fer fram á morgun.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tryggir Stjarnan sér sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld? - 30.8.2011

Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna, sú 16. í röðinni.  Mesta spennan verður í Garðabænum en þar geta Stjörnustúlkur tryggt félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki.  Stjarnan mætir Aftureldingu og með sigri er titillinn þeirra.  Afturelding hefur leikið mjög vel í seinni umferð Pepsi-deildarinnar en eru þó ekki alveg lausar úr fallhættu.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - Undanúrslit hefjast á laugardag - 24.8.2011

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst næstkomandi laugardag en fjögur félög eru í baráttunni um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.  Leikið er heima og að heiman en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 3. deildar karla - Leikir í 8 liða úrslitum - 24.8.2011

Framundan er úrslitakeppni 3. deildar karla og hefst hún næstkomandi laugardag, 27. ágúst.  Átta félög berjast um tvö sæti í 2. deild að ári og er leikið heima og heiman í 8 liða úrslitum þar sem samanlagður árangur ræður því hvaða félög komast í undanúrslit.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur mætir Glasgow - Þór/KA leikur gegn Potsdam - 23.8.2011

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Tvö íslensk félög voru í pottinum.  Valur mætir Glasgow FC frá Skotlandi og Þór/KA leikur gegn Potsdam frá Þýskalandi.  Fyrri leikirnir fara fram 28./29. september og þeir síðari 5./6. október.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna - 23.8.2011

Í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og Valur og Þór/KA í pottinum.  Liðinum 32 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Valur í þeim efri en Þór/KA í neðri styrkleikaflokknum.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA kl. 12:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Þrettándi bikartitill Valsstúlkna - 20.8.2011

Það eru aðeins fimm félög sem hafa hampað sigri í bikarkeppni kvenna í gegnum tíðina og bæði þessi lið eru þar á meðal, KR með fjóra bikartitla og Valur nú með 13, fleiri en nokkuð annað lið.  Næst kemur Breiðablik með 9 bikarmeistaratitla.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Valur Valitor-bikarmeistari kvenna 2011 - 20.8.2011

Valur fagnaði í dag sigri í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna með því að leggja KR með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum að viðstöddum rúmlega eitt þúsund áhorfendum.  Eitt mark í hvorum hálfleik tryggði Valssigur.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Að mörgu að hyggja í lokaundirbúningnum - 19.8.2011

Það er að mörgu að hyggja í lokaundirbúningi úrslitaleiks Valitor-bikars kvenna, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.  Starfsfólk Laugardalsvallar er í óða önn að undirbúa leikvanginn, sjálft grasið og umgjörðina.  Hefðbundinn kynningarfundur liðanna með fjölmiðlum var haldinn á fimmtudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppnir í Polla- og Hnátumótum 2011 - 18.8.2011

Svæðisbundin úrslitakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 20.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og hefur leikjaniðurröðun verið staðfest.  Pollarnir leika á Selfossvelli, ÍR-velli og Þórsvelli, og hnáturnar leika að Hlíðarenda, á Víkingsvelli og Norðfjarðarvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öllum leikjum í Íslandsmóti 5. flokks karla ætti að vera lokið - 18.8.2011

Samkvæmt tilkynningu frá mótanefnd KSÍ ætti nú öllum leikjum í Íslandsmóti 5. flokks karla að vera lokið.  Fram kemur að ef félag skilar ekki inn útfylltri leikskýrslu fyrir svæðakeppnina fyrir öll lið viðkomandi félags áður en úrslitakeppni hefst getur það ekki fengið þátttökurétt í úrslitakeppni 5. flokks.  
Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Tap Fjölnis í lokaleiknum í Futsal Cup - 16.8.2011

Fjölnismenn töpuðu í dag lokaleik sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppni félagsliða í Futsal, Futsal Cup, en riðillinn er leikinn í Varna í Búlgaríu.  Leikið var gegn norska liðinu Vegakameratene og lokatölur leiksins 4-1 fyrir þá norsku.  Lesa meira
 
Valitor-bikarinn

Úrslitaleikur Valitor-bikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - 16.8.2011

Úrslitaleikur Valitor-bikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Liðin sem mætast í úrslitaleiknum í ár hafa átt ólíku gengi að fagna á þessu sumri.  Valur er í harðri baráttu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn, en KR berst við falldrauginn.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á OB - Villareal - 16.8.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik danska liðsins OB og Villareal frá Spáni.  Leikurinn fer fram á leikvangi OB í Óðinsvéum á miðvikudag og er liður í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Miðasala hafin á úrslitaleik Valitor-bikars kvenna - 15.8.2011

Miðasala er hafin á úrslitaleik Valitor bikar kvenna, sem fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 20. ágúst og hefst kl. 16:00.  Það eru KR og Valur sem mætast og er miðasala hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnismenn ekki áfram í milliriðla - 14.8.2011

Fjölnismenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í Futsal, Futsal Cup, en riðillinn er leikinn í Varna í Búlgaríu.  Fjölnismenn eiga því ekki möguleika á því að komast í milliriðil en lokaleikurinn er gegn norska liðinu Vegakameratene á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Valitor-bikar karla 2011

Tólfti bikarmeistaratitill KR - 13.8.2011

Sigur KR í úrslitaleik Valitor-bikars karla í ár er tólfti bikarmeistaratitill KR-inga og auka þeir því enn forystu sína á önnur lið í bikarsigrum, en næst KR-ingum koma Valur og ÍA með 9 bikarmeistaratitla.

Lesa meira
 
Valitor-bikarinn-2011-0042

KR-ingar Valitor-bikarmeistarar karla 2011! - 13.8.2011

Það var aldeilis boðið upp á hörkuleik þegar Þór og KR mættust í úrslitaleik Valitor-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag.  Þórsarar voru mun sterkari aðilinn lengst af og sóttu grimmt, án þess þó að ná að skora.  Það gerðu KR-ingar hins vegar tvisvar og fögnuðu sigri í leikslok.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnismenn leika í Futsal í Búlgaríu - 12.8.2011

Fjölnismenn eru komnir til Varna í Búlgaríu þar sem þeir leika í Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Fjölnismenn eru Íslandsmeistarar í Futsal og taka því þátt fyrir Íslands hönd í keppninni.  Í riðli Fjölnis eru, auk heimamanna í Varna, Vegakameratene frá Noregi og BGA frá Danmörku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ-passar gilda við innganginn - 12.8.2011

KSÍ-passar munu gilda við innganginn á úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag.  Handhafar þurfa því ekki að sækja miða sérstaklega fyrir leikinn, heldur sýna hann í hliðinu.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Úrslitaleikur Valitor-bikars karla á laugardag kl. 16:00 - 11.8.2011

Úrslitaleikur Valitor-bikars karla fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00, þar sem Þór og KR mætast.  Bikarsaga liðanna er ansi ólík. KR-ingar eru að leika til úrslita í 17. sinn, en Þórsarar eru í fyrsta sinn í úrslitum bikarkeppninnar. 

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumótsins 2011 - 8.8.2011

Búið er að birta leikjaniðurröðun í úrslitakeppnum Polla- og Hnátumóta KSÍ árið 2011. Sjá má leikina hér á síðunni með því að smella á tengilinn hér að neðan.  Úrslitakeppnirnar fara fram 20. - 21. ágúst. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 5.8.2011

Úrslitaleikur Valitor bikar karla fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 16:00.  Það eru Þór og KR sem mætast og er miðasala hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - KR leikur í Georgíu í dag - 4.8.2011

KR leikur í dag síðari leik sinn í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og eru andstæðingarnir Dinamo Tbilisi frá Georgíu.  Róðurinn verður þungur hjá KR en Georgíumenn unnu fyrri leikinn á KR velli, 4 - 1.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 3.8.2011

Vegna úrslitaleiksins í Valitor-bikar karla 13. ágúst  og vegna þátttöku KR í Evrópudeild UEFA hefur nokkrum leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt.  Næst síðasta umferðin, 21. umferð, hefur verið færð í heild sinni aftur um einn dag.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - 13. umferð hefst á morgun - 2.8.2011

Á morgun, miðvikudaginn 3. ágúst, hefst keppni í Pepsi-deild karla að nýju en þá eru 5 leikir á dagskránni í Pepsi-deild karla.  Sjötta leik umferðarinnar hefur verið frestað en það er leikur Keflavíkur og KR.  Þá er vert að vekja athygli á breyttum leiktíma á leik Fylkis og ÍBV en hann hefst kl. 19:15 í stað 18:00. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór og KR mætast í úrslitaleiknum - 2.8.2011

Nú er ljóst að það verða Þór og KR sem leika til úrslita í Valitor bikar karla.  Þór lagði ÍBV í undanúrslitum og KR hafði betur gegn BÍ/Bolungarvík nú um helgina en leikið var á Ísafirði.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. ágúst..

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög