Mótamál

Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - BÍ/Bolungarvík tekur á móti KR í dag - 31.7.2011

Seinni undanúrslitaleikur Valitor bikars karla fer fram í dag þegar BÍ/Bolungarvík taka á móti KR á Torfnesvelli á Ísafirði.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er mikið í húfi, sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli 13. ágúst, þar sem Þórsarar bíða reiðubúnir.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

KR tekur á móti Dinamo TIblisi frá Georgíu - 28.7.2011

KR tekur á móti Dinamo Tiblisi frá Georgíu í kvöld á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en síðari leikurinn verður í Tiblisi eftir rétta viku.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór leikur til úrslita - 27.7.2011

Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrslitaleik Valitor bikars karla með sigri á ÍBV í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn en leikið var á Þórsvelli á Akureyri.  Þetta er fyrsta sinn sem Þór kemst í úrslitaleikinn og munu þeir mæta þar annað hvort BÍ/Bolungarvík eða KR.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór tekur á móti ÍBV í kvöld - 27.7.2011

Framundan eru undanúrslitin í Valitor bikar karla og er fyrri undanúrslitaleikurinn í kvöld.  Þór tekur þá á móti ÍBV á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer svo fram næstkomandi sunnudag en þá mætast BÍ/Bolungarvík og KR á Torfnesvelli á Ísafirði.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Guðmundur Reynir valinn bestur í fyrstu 11 umferðunum - 25.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Guðmundur Reynir Gunnarsson þótti hafa staðið sig best allra leikmanna og Rúnar Kristinsson var valinn þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 31. júlí - 25.7.2011

Sunnudaginn 31. júlí lokar félagaskiptaglugginn og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí.  

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í nefnd um mót landsliða hjá UEFA - 25.7.2011

Framkvæmdastjórn UEFA hefur skipað í nefndir fyrir árin 2011 - 2013 á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í nefnd UEFA um mót landsliða sem m.a. sér um skipulagningu á EM landsliða.  Geir var áður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Norski fáninn

Einnar mínútu þögn fyrir leiki 12. umferðar Pepsi-deildar karla - 24.7.2011

Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag og 12. umferðinni lýkur á morgun, mánudag, með einum leik.  Ákveðið hefur verið að fyrir alla þessa leiki verður mínútu þögn í virðingarskyni við fórnarlömb hinna hörmulegu voðaverka í Osló.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur og KR mætast í úrslitaleiknum - 23.7.2011

Það verða Reykjavíkurfélögin Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Valitor bikar kvenna 20. ágúst næstkomandi.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina sem báðir voru æsispennandi og skemmtilegir áhorfs.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Hvaða félög komast í úrslitaleikinn? - 22.7.2011

Undanúrslit Valitor bikar kvenna fara fram í kvöld og er ríkir mikil eftirvænting yfir því að sjá hvaða félög komast í úrslitaleikinn eftirsótta.  Á Fylkisvelli mætast Fylkir og KR og á Varmárvelli leika Afturelding og Valur.  Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Góður sigur Blika á Noregsmeisturunum - 21.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan sigur á Noregsmeisturunum í Rosenborg á Kópavogsvelli í gærkvöldi en leikurinn var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Breiðablik eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.   

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og FH leika seinni leiki sína í kvöld - 21.7.2011

Í kvöld leika KR og FH seinni leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA og fara báðir leikirnir fram ytra.  KR mætir MSK Zilina frá Slóvakíu kl. 17:30 að íslenskum tíma. FH sækir svo CD Nacional frá Portúgal heim og hefst sá leikur kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Breiðablik tekur á móti Rosenborg í kvöld - 20.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti norsku meisturunum í Rosenborg í kvöld og er þetta seinni viðureign félaganna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Norsku meistararnir standa vel að vígi eftir fyrri leikinn sem þeir unnu, á sínum heimavelli, 5 - 0.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar karla - 19.7.2011

Mánudaginn 25. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar karla, eða umferðir 1-11.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7 - 11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Ashley Bares valin best í fyrstu 9 umferðunum - 15.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming Pepsi-deildar kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ashley Bares úr Stjörnunni var valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna og þjálfari ÍBV, Jón Ólafur Daníelsson, var valinn þjálfari umferðanna. 

Lesa meira
 
UEFA

Drætti lokið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA - 15.7.2011

Í dag var dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Þrjú íslensk félög eru enn í þessum keppnum en enn er ólokið seinni viðureignum í 2. umferð í keppnunum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA í dag - 15.7.2011

Í dag verður dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.  Þrjú íslensk félög eru eftir í þessum keppnum en öll eiga þau eftir að leika síðari viðureignir sínar í annarri umferð.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

FH og KR leika á heimavelli í kvöld - 14.7.2011

Knattspyrnuáhugafólk fær svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð í kvöld en þá fara fram tveir leikir hér á landi í Evrópudeild UEFA.  FH og KR leika í kvöld, fimmtudagskvöld, fyrri leiki sína í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  FH tekur á móti portúgalska liðinu CD Nacional kl. 19:15.  Á sama tíma taka mætast KR og MSK Zilina frá Slóvakíu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild UEFA í kvöld - 13.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks leika í kvöld fyrri leik sinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Mótherjarnir eru norsku meistararnir í Rosenborg og hefst leikurinn kl. 18:45 á Lerkendal vellinum í Þrándheimi.  Síðari leikurinn verður á Kópavogsvelli eftir viku, miðvikudaginn 20. júlí.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Staðfestir leikdagar í Valitor bikar karla og kvenna - 12.7.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest leikdaga og leiktíma á undanúrslitaleikjunum í Valitor bikar karla og kvenna.  Konurnar leika föstudaginn 22. júlí en karlarnir leika miðvikudaginn og fimmtudaginn 27. og 28. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna - 12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 1-9. Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí - 12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Draupnir dregur sig úr keppni í 3. deild karla - 8.7.2011

Draupnir frá Akureyri hefur dregið lið sitt úr keppni í 3. deild karla en Draupnir lék þar í D riðli.  Af þessum sökum falla leikir liðsins því niður. Lesa meira
 
Evrópudeildin

KR áfram í Evrópudeild UEFA - 7.7.2011

KR tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld með því að leggja ÍF frá Færeyjum á KR vellinum.  Leiknum í kvöld lauk með 5 - 1 sigri KR og 8 - 2 samanlagt.  ÍBV lék gegn St. Patrick´s í Dublin í kvöld.  Eyjamenn héldu í víking með eins marks forystu eftir 1 - 0 sigur í fyrri leiknum.  Það dugði ekki í kvöld því Írarnir fóru með 2 - 0 sigur af hólmi Lesa meira
 
Evrópudeildin

Komast KR og ÍBV áfram? - 6.7.2011

Fimmtudaginn 7. júlí leika KR og ÍBV seinni leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  KR tekur á móti færeyska liðinu ÍF á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  ÍBV heldur til Írlands þar sem þeir mæta St. Patrick´s á Richmond Park í Dublin á Írlandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnir til Búlgaríu í Futsal Cup - 6.7.2011

Í dag var dregið í undankeppni Futsal Cup en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Íslandsmeistarar Fjölnis eru fulltrúar Íslands og drógust þeir í riðil með BGA Futsal frá Danmörku, Vegakameratene frá Noregi og MFC Varna frá Búlgaríu sem jafnan eru gestgjafar riðilsins.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í dag - 6.7.2011

Í dag verður dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (Futsal Cup) og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Dregið verður kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Vesturbæingar fara á Torfnesvöll - 4.7.2011

Í dag var dregið í undanúrslitum Valitor bikars karla og kvenna og ríkti mikil eftirvænting í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum leika Fylkir og KR í Árbænum og Afturelding fær Íslands- og bikarmeistarana úr Val í heimsókn.  Hjá körlunum þá mætast BÍ/Bolungarvík og KR á Torfnesvelli á Ísafirði og Þór tekur á móti ÍBV.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Dregið í undanúrslitum hjá konum og körlum í hádeginu - 4.7.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Valitor bikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í 8 liða úrslitum um helgina og var um að ræða hörkuleiki sem voru æsispennandi.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Leikið í 8 liða úrslitum Valitor bikarsins um helgina - 1.7.2011

Um helgina verður leikið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og kvenna og eru fyrstu leikirnir í kvöld, föstudagskvöld, þegar þrír leikir fara fram hjá konunum.  Síðasti leikur 8 liða úrslita hjá konunum verður svo á laugardaginn.  Sama dag hefjast 8 liða úrslitin hjá körlunum og þeim lýkur með þremur leikjum á sunnudaginn.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög