Mótamál

UEFA

ÍBV og KR í eldlínunni í Evrópudeild UEFA - 29.6.2011

ÍBV og KR leika fyrri leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun, fimmtudaginn 30. júní.  ÍBV leikur fyrri leik sinn hér á landi og fer heimaleikur þeirra fram á Vodafonevellinum.  KR leikur hinsvegar fyrri leik sinn í Færeyjum og verður leikið í höfuðstaðnum, Þórshöfn.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Dregið í Valitor bikar 2. flokks karla og kvenna - 29.6.2011

Dregið hefur verið í Valitor bikarnum hjá 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki kvenna SV.  Hægt er að sjá næstu leiki í þessari keppni hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

HM kvenna í beinni útsendingu á heimasíðu FIFA - 27.6.2011

Úrslitakeppni HM kvenna í Þýskalandi hófst með pompi og prakt í gær en í opnunarleik mótsins mættust heimastúlkur og Kanada.  Þjóðverjar höfðu sigur, 2 - 1, en leikið var á Olympíuleikvangnum í Berlín.  Aldrei hafa fleiri mætt á kvennaleik í Evrópu en um 74.000 manns fylltu leikvanginn.

Lesa meira
 
Afmaelisveisla-Pepsi

Gillz og Kiddi Tomm í „Heita sætið“ - 24.6.2011

Tveir eitilharðir stuðningsmenn Breiðabliks og Fylkis þeir Egill Gillz Einarson og Kiddi Tomm, verða í „Heita sætinu“ í 8. umferð Pepsideildar karla sem fram fer á sunnudag og mánudag.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

HM kvenna hefst á sunnudaginn - 23.6.2011

Úrslitakeppni HM kvenna hefst í Þýskalandi næstkomandi sunnudag, 26. júní og stendur til 17. júlí.  Þátttökuþjóðirnar eru 16 og er leikið í fjórum riðlum.  Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og fá nú tækifæri til þess að vinna titilinn þriðju keppnina í röð.

Lesa meira
 
Fyrirliðar Stjörnunnar og Vals, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir

Valitor bikarinn - Stjarnan tekur á móti bikarmeisturum Vals - 22.6.2011

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum mætast m.a. félögin sem léku til úrslita á síðasta ári, Stjarnan og Valur.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 22.6.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið verður bæði hjá konum og körlum þó svo að tveimur leikjum sé ólokið í 16 liða úrslitum hjá körlunum.

Lesa meira
 
UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild Evrópu - 20.6.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks munu mæta norsku meisturunum í Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fyrri leikurinn fram í Noregi 12./13. júlí en sá síðari á Kópavogsvelli 19./20. júlí.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA - 20.6.2011

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum.  Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í potinnum í Meistaradeidlinni en bikarmeistarar FH, ÍBV og KR eru í pottinum í Evrópudeildinni.  Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 16 liða úrslit hefjast á mánudag - 19.6.2011

Mánudaginn 20. júní hefjast 16 liða úrslit Valitor bikar karla með þremur leikjum.  Umferðin heldur áfram með þremur leikjum á þriðjudaginn og lýkur svo fimmtudaginn 23. júní með tveimur leikjum.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - 16 liða úrslit hefjast á laugardag - 16.6.2011

Á laugardaginn hefjast 16 liða úrslit í Valitor bikar kvenna og fara fram fjórir leikir laugardaginn 18. júní og fjórir sunnudaginn 19. júní.  Félögin úr Pepsi-deildinni koma núna inn í keppnina ásamt þeim 6 félögum sem tryggðu sig áfram úr undankeppninni.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjórir leikir á þjóðhátíðardaginn - 16.6.2011

Knattspyrna verður liður í þjóðhátíðarhöldum víða um land, eins og oft áður, en nú ber svo við að fjórir leikir í Íslandsmótinu í knattspyrnu munu fara fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Er þarna um að ræða þrjá leiki í 2. deild karla og einn leik í 3. deild karla.

Lesa meira
 
Sigursteinn Gíslason

Meistaraleikur Steina Gísla - 15.6.2011

Einn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fjórða umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld - 8.6.2011

Í kvöld hefst fjórða umferð Pepsi-deild kvenna og eru fjórir leikir á dagskránni.  Umferðinni lýkur svo með leik Vals og Þórs/KA á morgun, fimmtudag.  Tveir leikir umferðarinnar verða í beinni útsendingu á vefsíðunni SportTV.  Í kvöld verður sýndur leikur Stjörnunnar og KR en á morgun verður hægt að sjá Val - Þór/KA.  Báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur sækir Breiðablik heim í 16 liða úrslitum - 3.6.2011

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna og eru margir forvitnilegir leikir á dagskránni.  Bikarmeistarar Vals sækja Blika heim í Kópavoginn en þessi félög hafa oftast hampað þessum titli.  Leikirnir fara fram dagana 18. og 19. júní.   Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 3.6.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikar kvenna en dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ.  Í pottinn koma nú félögin úr Pepsi-deild kvenna ásamt þeim félögum sem tryggðu sig áfram eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Breiðablik - ÍBV í beinni á SportTV - 1.6.2011

Þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna lýkur í kvöld með tveimur leikjum.  Á Akureyri mætast Þór/KA og Fylkir á Þórsvelli kl. 18:30 en hálftíma áður verður flautað til leiks á Kópavogsvelli.  Þar mætast Breiðablik og ÍBV og verður sá leikur sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög