Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Staðfestir leikdagar á Polla- og Hnátumótum KSÍ - 31.5.2011

Leikdagar í Polla- og Hnátumótum KSÍ hafa nú allir verið staðfestir og má finna þá hér á heimasíðu KSÍ.  Úrslitakeppnir fara fram  20. – 21. ágúst.  Forráðamenn eru beðnir um að athuga að breytingar hafa orðið í einhverjum tilfellum á dagsetningum og tímasetningum.  Mikilvægt er því að öll eldri drög séu því tekin úr umferð. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild kvenna - Spennandi umferð framundan - 31.5.2011

Keppni í Pepsi-deild kvenna hefur farið skemmtilega af stað og hafa athygliverð og óvænt úrslit litið dagsins ljós í fyrstu tveimur umferðunum.  Í kvöld, þriðjudaginn 31. maí, eru þrír leikir á dagskránni en umferðinni lýkur svo annað kvöld með tveimur leikjum.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Önnur umferð hefst í kvöld - 31.5.2011

Önnur umferð Valitor bikars kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum.  Álftanes og ÍA mætast á Bessastaðavelli og Keflavík og Fjölnir leika á Nettóvellinum í Keflavík.  Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00.  Umferðinni lýkur svo á morgun, miðvikudag, með fjórum leikjum.  Dregið verður í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna föstudaginn 3. júní í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Fyrirliðar FH og KR sem mætast í 16 liða úrslitum.  Matthías Vilhjálmsson og Bjarni Guðjónsson

KR og FH mætast í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins - 27.5.2011

Það var mikil spenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag þegar dregið var í 16 liða úrslitum Valitor bikars karla.  Það verða líka hörkuleikir á dagskránni og má fyrst nefna að félögin sem mættust í úrslitaleiknum í fyrra, KR og FH mætast í Vesturbænum.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Dregið í 16 liða úrslitum - 27.5.2011

Í dag kl. 12:10 verður dregið í 16 liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir að 32 liða úrslitum lauk í gærkvöldi þá bíða 16 félög í pottinum og verður spennandi að sjá hvaða félög mætast.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 32 liða úrslitum lýkur í kvöld - 26.5.2011

Í kvöld, fimmtudaginn 26. maí, fara fram fimm leikir í 32. liða úrslitum Valitors bikars karla og lýkur þar með umferðinni.  Dregið verður í 16 liða úrslitum föstudaginn 27. maí og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.

Lesa meira
 
Egilshöll

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna - 25.5.2011

Þessa dagana fer fram grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna og fer keppnin fram í Reykjavík.  Keppt er í ýmsum íþróttagreinum og er knattspyrna þeirra á meðal.  Knattspyrnan er leikin í Egilshöll og þar leika úrvalslið frá höfuðborgunum: Reykjavík, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar í 1. deild kvenna - Draupnir hættir í meistaraflokki kvenna - 25.5.2011

Draupnir hefur hætt þátttöku í meistaraflokki kvenna.  Af þeim sökum hefur mótanefnd KSÍ gert breytingar á niðurröðun leikja í báðum riðlum 1. deildar kvenna.  Breytingarnar eru þær að ÍR hefur verið flutt úr A-riðli og tekur sæti Draupnis í B-riðli.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - Breytingar á leikjum - 25.5.2011

Vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og Finnlands U21 hefur eftirfarandi leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt:

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 32 liða úrslit hefjast í kvöld - 24.5.2011

Keppni í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla hefst í kvöld á Grýluvelli í Hveragerði.  Þar mætast heimamenn í Hamar og KFS frá Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 18:00.  Á morgun, miðvikudag, eru svo ellefu leikir á dagskránni og lýkur umferðinni á fimmtudaginn með fjórum leikjum.  Föstudaginn 27. maí verður svo dregið í 16 liða úrslitum.

Lesa meira
 
Lið Þróttar og KR en þessi lið léku fyrsta leikinn í Íslandsmóti leikmanna 50 ára og eldri

Keppni hafin í eldri flokki karla 50+ - 19.5.2011

Í ár er í fyrsta skiptið leikið í Íslandsmóti eldri flokki karla, 50 ára og eldri og fór fyrsti leikurinn fram síðastliðinn þriðjudag.  Þar mættust Þróttur og KR í Laugardalnum og höfðu þeir röndóttu úr Vesturbænum betur.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 4. sæti á Háttvísilista UEFA - 17.5.2011

Ísland hafnaði í fjórða sæti  á Háttvísilista UEFA en listinn tekur á öllum leikjum á vegum UEFA, bæði landsleikjum og leikjum félagsliða.  Noregur varð í efsta sæti listans en England og Svíþjóð komu þar á eftir. 

Lesa meira
 
Kápa af fyrra bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins i knattspyrnu

100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu komin í bókabúðir - 13.5.2011

100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu - fyrra bindi - glæsileg 384 síðna bók, er komin í bókaverslanir Penninn-Eymundsson á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Bókabúð Máls og Menningar, Laugarvegi.  Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild kvenna í beinni á SportTV - 13.5.2011

SportTV mun sýna beint frá leikjum Pepsi-deildar kvenna í sumar og verður fyrsta útsendingin frá leik Stjörnunnar og Fylkis laugardaginn 14. maí klukkan 16:00.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun í mótum sumarsins 2011 - 13.5.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Staðfest niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumótum KSÍ (6. flokkur) verður birt á næstu dögum.

Lesa meira
 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan biðlar til ökumanna - 11.5.2011

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til þeirra ökumanna sem sækja íþróttaviðburði um að leggja bílum sínum löglega.  Töluvert hefur borið á því að ökutækjum er ólöglega lagt við íþróttavelli og mega þeir ökumenn eiga vona á því að vera sektaðir af lögreglu.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Selfoss sigraði í C deild Lengjubikars kvenna - 11.5.2011

Selfyssingar tryggðu sér í gærkvöldi sigur í C deild Lengjubikars kvenna en þær lögðu Keflvíkinga í úrslitaleik.  Leikið var í Reykjaneshöllinni og lauk með sigri Selfoss, 1 - 0 og kom sigurmark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Vals

Valur 100 ára í dag - 11.5.2011

Í dag, 11. maí 2011, eru liðin 100 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Vals.  Félagið heldur upp á þessi merku tímamót með fjölbreyttum hætti í dag að Hlíðarenda.  Nánari upplýsingar um dagskrá afmælisdagsins má finna á heimasíðu Vals. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Margir áhugaverðir leikir í Valitor-bikarnum - 10.5.2011

Það verða margir áhugaverðir leikir í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins, þar á meðal tveir innbyrðis leikir Pepsi-deildarliða.  Bikarmeistarar FH hefja titilvörnina gegn Fylki.  Dregið var í 32-liða úrslitin í dag að viðstöddum fjölda manns. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 10.5.2011

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars kvenna fer fram í kvöld en þar mætast Keflavík og Selfoss.  Leikið verður í Reykjaneshöllinni og hefst leikurinn kl. 19:00.  Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Völsung að velli en Selfoss bar sigurorð af ÍA í hinum undanúrslitaleiknum. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla í hádeginu - 10.5.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Annarri umferð lauk í gærkvöldi og standa nú eftir 20 lið eftir hana og bætast Pepsi-deildar liðin 12 við í pottinn

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 15. maí - 9.5.2011

Sunnudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Sérstaklega er athygli félaga vakin á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valssigur fimmta árið í röð í Meistarakeppni kvenna - 8.5.2011

Valsstúlkur tryggðu sér sigur í Meistarakeppni KSÍ þegar þær lögðu Þór/KA en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 3 - 1 Val í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Þetta er fimmta árið í röð sem að Valsstúlkur fara með sigur í þessari keppni og í sjöunda skiptið á síðustu átta árum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitaleikur Meistarakeppni kvenna á laugardag - 5.5.2011

Úrslitaleikur Meistarakeppni kvenna fer fram laugardaginn 7. maí og verður leikinn í Kórnum.  Í ár mætast Valur og Þór/KA og hefst leikurinn kl. 14:00.  Þessi árlegi leikur er á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara en Valsstúlkur eru handhafar beggja titlanna og leika því við Þór/KA sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA - 5.5.2011

UEFA hefur tilkynnt að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,  verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA.   Leikurinn  fer fram á Wembley 28. maí  þar sem risarnir Barcelona og Manchester United mætast  og er ljóst að uppselt verður á leikinn en Wembley leikvangurinn rúmar um 90 þúsund manns.

Lesa meira
 
Peppi Pepsi-karl

Peppi Pepsi-dós kominn til landsins - 5.5.2011

Ölgerðin hefur látið hanna lukkutröll Pepsi-deildarinnar sem ber nafnið Peppi Pepsi-dós. Peppi mun að öllu jöfnu mæta á þá leiki sem eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Fyrsti leikurinn sem Peppi mætir á er viðureign FH og Breiðabliks á sunnudag.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Mótshaldarar í Polla- og Hnátumótum KSÍ 2011 - 5.5.2011

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 6. júní til 15. júlí.  Mælt er með því þar sem því verður við komið að leikið sé á virkum dögum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga – Benfica - 5.5.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgölsku liðanna Braga og Benfica, en liðin mætast í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld, fimmtudagskvöld. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Stjarnan tryggði sér sigur í A deild Lengjubikars kvenna - 4.5.2011

Stjörnustúlkur fögnuðu sigri í gærkvöldi í A deild Lengjubikar kvenna en leikið var þá til úrslita.  Lögðu þær Valsstúlkur á Hlíðarenda með tveimur mörkum gegn einu eftir að Valur hafði leitt í leikhléi.  Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan vinnur þennan titil.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor-bikarinn í fullum gangi - 3.5.2011

Í kvöld og annað kvöld fara fram síðustu leikir fyrstu umferðar Valitors bikars karla.  Fyrsta umferðin hófst um nýliðna helgi en nokkra leiki þurfti að færa til vegna vallaraðstæðna.  Í kvöld fara fram tveir leikir og aðrir tveir annað kvöld og lýkur þar með fyrstu umferðinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 3.5.2011

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars kvenna fer fram í kvöld en þar mætast Stjarnan og Valur.  Leikurinn fer fram á Stjörnuvelli og hefst kl. 20:00.  Valsstúlkur eru núverandi handhafar titilsins en Stjörnustúlkur hafa ekki unnið þennan titil áður.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld - 3.5.2011

Tveir leikir í Pepsi-deild karla fara fram í kvöld og lýkur þar með fyrstu umferðinni.  Á Kópavogsvelli leika Breiðablik og KR en á Víkingsvelli mætast nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Þór.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Niðurröðun 1. deildar kvenna og 3. deildar karla staðfest - 2.5.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 3. deild karla.  Verulegar breytingar hafa verið gerðar á leikjadagskránni frá áður útgefnum drögum.  Mikilvægt er að félög sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð til að forðast misskilning.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Nýliðaslag Víkings og Þórs frestað - 1.5.2011

Nýliðaslag Víkings R. og Þórs í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Víkingsvelli á mánudag, heur verið frestað til þriðjudags.  Áður hafði opnunarleiknum, Breiðablik-KR, verið frestað.  Aðrir leikir fara fram samkvæmt áætlun. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Breiðablik-KR frestað fram á þriðjudag - 1.5.2011

Leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram í dag, sunnudag, hefur verið frestað til þriðjudags vegna vallarskilyrða á Kópavogsvelli. Upphaf 100. Íslandsmótið frestast því til mánudags, en aðrir leikir deildarinnar eru á dagskrá þá. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög