Mótamál

flugeldar_2007

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Á morgun, gamlársdag, verður skrifstofa KSÍ lokuð.  Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 3. janúar.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2011 - 29.12.2010

Póstlagðar hafa verið þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mörkin úr úrslitaleik Fjölnis og Víkings Ólafsvíkur í Futsal - 22.12.2010

Nú á dögunum tryggðu Fjölnismenn sér Íslandsmeistaratitilinn í Futsal hjá meistaraflokki karla með sigri á Víking Ólafsvík.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Fjölnismenn í hörkuleik þar sem hart var barist.  Hér má sjá mörkin úr úrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fyrstu drög að leikdögum landsdeilda birt - 21.12.2010

Hér á heimasíðu KSÍ má nú finna fyrstu drög að leikdögum í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikarnum.  Einungis er um grunndaga að ræða en ennþá eftir að vinna við hverja umferð fyrir sig t.d. með tilliti til óska félaga, ferðalaga og sjónvarpsútsendinga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölnismenn Íslandsmeistarar í Futsal - 19.12.2010

Það voru Fjölnismenn sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í Futsal hjá meistaraflokki karla en úrslitaleikurinn fór fram í dag á Álftanesi.  Fjölnir lagði Víkinga frá Ólafsvík í æsispennandi úrslitaleik með þremur mörkum gegn  tveimur.  Staðan í leikhléi var jöfn, hvort lið hafði þá skorað eitt mark.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mætast í úrslitum - 18.12.2010

Það verða Fjölnir og Víkingur Ólafsvík sem leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu (Futsal).  Leikurinn fer fram á morgun, sunnudaginn 19. desember, og hefst kl. 13:30 á Álftanesi.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Undanúrslitin í Futsal karla á Álftanesi í dag - 18.12.2010

Í dag fara fram undanúrslit Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu (Futsal) hjá meistaraflokki karla og verður leikið í íþróttahúsinu á Álftanesi.  Fjölnir og ÍBV mætast kl. 14:30 og Víkingur Ólafsvík og Keflavík kl. 16:00.  Sigurvegarar leikjanna leika til úrslita á morgun, sunnudag, á Álftanesi og hefst úrslitaleikurinn kl. 13:30.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leika í Lengjubikarnum 2011 - 16.12.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011 sem hafa verið birt á vef KSÍ.  Riðlaskiptingu í karla- og kvennaflokki má sjá hér að neðan en félögin hafa frest til 3. janúar til þess að gera athugasemdir.

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í Futsal framundan - 15.12.2010

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í innanhússknattspyrnu (Futsal) hefst nú á föstudaginn, 17. desember, og fara þá fjórir leikir fram.  Leikið verður svo til undanúrslita á laugardaginn og á sunnudaginn, 19. desember, verða Íslandsmeistarar krýndir. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Álftanesi en hér að neðan má sjá leikstaði 8 liða úrslita.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Hólmfríður knattspyrnufólk ársins 2010 - 10.12.2010

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hólmfríði Magnúsdóttur knattspyrnufólk ársins 2010.  Þetta er í sjöunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Það eru fjölmargir aðilar,  m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.  Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Riðlaskipting í Reykjavíkurmóti meistaraflokka 2011 - 6.12.2010

Drög að niðurröðun í Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokkum karla og kvenna hefur verið birt.  Í meistaraflokki karla er leikið í tveimur riðlum en í einum hjá meistaraflokki kvenna.  Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofan opnar kl. 09:30 á föstudaginn - 2.12.2010

Vegna starfsmannafundar opnar skrifstofa KSÍ kl. 09:30 á morgun, föstudaginn 3. desember, í stað 08:00.  Að venju verður skrifstofan svo opin til kl. 16:00.

Lesa meira
 
Bókin Íslensk knattspyrna 2010 er komin út

Íslensk knattspyrna 2010 komin út - 1.12.2010

Bókin Íslensk knattspyrna 2010 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Bókaútgáfunni Tindi. Þetta er þrítugasta árið í röð sem árbókin um íslenska fótboltann er gefin út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1981. Bókin er 240 blaðsíður og þar af eru nú 96 síður í lit, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög