Mótamál

VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Íslandsmeistarar Vals til Húsavíkur - 29.6.2009

Í hádeginu í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Tvö félög úr 1. deild kvenna voru í hattinum og fær Völsungur Íslandsmeistara Vals í heimsókn á meðan að ÍBV sækir Fylkir heim í Árbæinn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Pepsi-deildar kvenna til viðbótar breytt - 26.6.2009

Þátttaka U19 landsliðs kvenna í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi hefur mikil áhrif á niðurröðun leikja í Pepsi-deild kvenna.  Nú hefur tveimur leikjum til viðbótar verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 8-liða úrslit VISA-bikars kvenna á mánudag - 26.6.2009

Á laugardag fer fram 2. umferð VISA-bikars kvenna, fjórir leikir. Að leikjunum loknum verður ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum þar sem þegar er vitað hver hin fjögur liðin eru. Dregið verður í 8-liða úrslit í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Leikirnir í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla staðfestir - 25.6.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest leikina átta í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla.  Fimm leikir fara fram sunnudaginn 5. júlí og þrír leikir mánudaginn 6. júlí.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Magnús Þórisson dæmir í Evrópudeild UEFA - 25.6.2009

Magnús Þórisson mun dæma viðureign hvítrússneska liðsins FC Dinamo Minsk og FK Renova frá Makedóníu, en leikurinn, sem er í forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 2. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla í kvöld - 25.6.2009

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla fara fram í kvöld, fimmtudagskvöld.  Leikirnir tilheyra ekki allir sömu umferð, enda eru þetta allt leikir sem hafa verið færðir út úr þeirri umferð sem þeir tilheyra, aðallega vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópumótum félagsliða.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leiktíma á viðureign FH og Fylkis 9. júlí breytt - 24.6.2009

Ákveðið hefur verið að viðureign FH og Fylkis í Pepsi-deild karla þann 9. júlí verði sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.  Af þeim sökum breytist tímasetning leiksins. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikjum í Pepsi-deild kvenna breytt - 24.6.2009

Vegna leikja U19 landsliðs kvenna í lokakeppni EM hefur nokkrum leikjum í Pepsi-deild kvenna verið breytt.  Alls er fimm leikjum breytt og taka breytingarnar til leikja átta félaga í deildinni. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrsta verkefni íslenskra kvendómara á erlendri grundu - 24.6.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir knattspyrnudómari mun starfa við Opna NMU17 landsliða kvenna, sem fram fer í Svíþjóð um mánaðamótin.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvendómari fær alþjóðlegt verkefni á erlendri grundu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 24.6.2009

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla hefur verið breytt þar sem þeir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Annars vegar er þetta viðureign Grindavíkur og Keflavíkur 28/06, og hins vegar KR og Breiðabliks 29/06. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fram og TNS víxla heimaleikjum - 24.6.2009

Fram og TNS hafa víxlað heimaleikjum sínum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Fyrri leikurinn verður því á Laugardalsvelli 2. júlí en sá síðari í Wales viku síðar. Lesa meira
 
Breiðablik

Keflavík dæmdur sigur gegn Breiðabliki í eldri flokki karla - 24.6.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Keflavíkur gegn Breiðabliki vegna leiks í eldri flokki karla.  Úrskurðurinn er á þá leið að úrslitum leiksins skuli breytt og Keflavík dæmdur 3-0 sigur í leiknum.  Jafnframt er Breiðabliki gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Áhugaverðir leikir framundan í 16-liða úrslitum - 22.6.2009

Það er ljóst að margir áhugaverðir leikir eru framundan í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla.  Í aðeins tveimur leikjum mætast lið úr sömu deild, og eru báðir leikirnir milli Pepsi-deildarfélaga.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Dregið í Evrópudeild UEFA - 22.6.2009

Dregið hefur verið í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Þrjú íslensk félög voru í hattinum þegar dregið var - Fram, Keflavík og KR. Framarar og Keflvíkingar koma inn í 1. umferð forkeppninnar, en KR-ingar í 2. umferð. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar til Kasakstan - 22.6.2009

Dregið hefur verið í forkeppni Meistaradeildar UEFA  og mæta Íslandsmeistarar FH meisturunum frá Kasakstan, FK Aktobe, í 2. umferð forkeppninnar.  Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í hádeginu - 22.6.2009

Dregið verður í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, fimmtudag.  Þrjú lið úr 2. deild verða á meðal þeirra 16 sem verða í hattinum, fjögur úr 1. deild og níu úr Pepsi-deild.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nýir starfsmenn KSÍ - 19.6.2009

KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla á mánudag - 19.6.2009

Í gærkvöldi lauk 32 liða úrslitum VISA bikars karla þegar að 11 leikir voru á dagskránni.  Þrjú lið úr 2. deild verða á meðal þeirra 16 sem verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum á mánudaginn.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikarinn í fullum gangi - 18.6.2009

32 liða úrslit VISA bikars karla hófust í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Umferðinni lýkur svo í kvöld en þá fara fram 11 leikir og hefjast þeir allir kl. 19:15 nema leikir KA og Aftureldingar sem hefst kl. 18:00 og Keflavíkur og Einherja sem hefst kl. 20:00 Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Steinþór valinn leikmaður umferðanna - 16.6.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1 – 7 í Pepsi-deild karla en sjöundu umferðinni lauk í gærkvöldi.  Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari hans, Bjarni Jóhannsson, þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fyrsti þriðjungur Pepsi-deildar karla gerður upp á þriðjudag - 15.6.2009

Líkt og undanfarin ár eru afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deild karla.  Fyrsti þriðjungurinn verður gerður upp í hádeginu á þriðjudag og hefst kl. 12:00 hjá KSÍ.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fjöldi varamanna og liðsstjórnar í VISA bikarkeppninni - 12.6.2009

Rétt er að taka fram að í VISA bikarkeppni karla og kvenna er einungis leyfilegt að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í aðalkeppninni.  Aðalkeppnin hefst í 32. liða úrslitum í karlaflokki en í 8 liða úrslitum í kvennaflokki. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Fyrsta umferð VISA bikars kvenna hafin - 12.6.2009

Fyrsta umferð í VISA bikar kvenna hófst í vikunni með leik Hauka og Þróttar en umferðinni lýkur nú í kvöld og á morgun.  Fimm leikir fara fram í kvöld og á morgun verða tveir leikir. Lesa meira
 
UEFA

Eyjólfur í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA - 9.6.2009

Eyjólfur Ólafsson, fyrrum dómari, er kominn inn í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA en Eyjólfur hefur mikla reynslu af dómarastörfum og hefur setið í dómaranefnd KSÍ að undanförnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Engar spennur á vellinum - Frá Dómaranefnd KSÍ - 9.6.2009

Dómaranefnd KSÍ vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Stórleikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld - 8.6.2009

Í kvöld kl. 19:15 verður leikin heil umferð í Pepsi-deild kvenna og eru sannkallaðir stórleikir á ferðinni.  Tvö efstu liðin, Valur og Stjarnan mætast á Vodafonevellinum og liðin í þriðja og fjórða sæti, Breiðablik og Fylkir, leika í Kópavoginum. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Kasakstan - 6.6.2009

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Kasakstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Erna Björk leikmaður umferða 1 - 6 í Pepsi-deild kvenna - 5.6.2009

Í dag voru veitt verðlaun fyrir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Erna Björk Sigurðardóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður umferðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Utandeildarliðið Carl mætir Íslandsmeisturum FH - 4.6.2009

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og fór drátturinn fram í Þjóðabókhlöðunni.  Þetta er í 50. sinn sem bikarkeppnin er haldin.  Margir forvitnilegir leikir eru á dagskránni en drátturinn var opinn, þ.e. öll félögin gátu mæst.   Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 32-liða úrslitum VISA bikars karla á fimmtudag - 3.6.2009

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla kl. 12:00 fimmtudaginn 4. júní.  Drátturinn fer fram í Þjóðarbókhlöðunni.  Tuttugu félög hafa tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum í gegnum forkeppnina og nú bætast í pottinn félögin 12 í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir fyrsta þriðjunginn afhentar á föstudag - 2.6.2009

Líkt og undanfarin ár verða afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deild kvenna og verður fyrsti þriðjungurinn gerður upp í hádeginu á föstudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Önnur umferð VISA bikars karla - 1.6.2009

Í dag hefst önnur umferð í VISA bikar karla og eru sex leikir sem fara fram í dag.  Á morgun klárast svo umferðin með fjórtán leikjum en dregið verður i 32. liða úrsltin, fimmtudaginn 4. júní. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög