Mótamál

Lengjubikarinn

Breiðablik og FH leika til úrslita í A deild karla - 30.4.2009

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum, föstudaginn 1. maí kl. 16:00.  Þá eigast við Breiðablik og FH og má búast við hörkuleik á milli þessara nágranna. Aðgangseyrir á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Dregur til tíðinda í Lengjubikarnum - 30.4.2009

Á næstu dögum dregur heldur betur til tíðinda í Lengjubikarnum en þá verður leikið til úrslita í A deild karla og kvenna.  Þá verður leikið til undanúrslita í B deild í kvöld og undanúrslit C deildar fara fram á laugardaginn.  Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni - 30.4.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Laust sæti í 3. deild karla - 28.4.2009

Lið Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að draga lið sitt í meistaraflokki úr keppni í 3. deild karla. Með þessu hefur skapast laust pláss fyrir eitt lið í 3. deild karla. Áhugasömum félögum er bent á að hafa samband við mótastjóra KSÍ. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars kvenna í kvöld - 28.4.2009

Í kvöld verður leikið til undanúrslita í A deild Lengjubikars kvenna og hefjast báðir leikirnir kl. 18:00.  Í Boganum á Akureyri mætast Þór/KA og Breiðablik og á Stjörnuvelli eigast við Stjarnan og Valur. Lesa meira
 
Frá blaðamannafundir þar sem Pepsi-deildin var kynnt

Pepsi-deildin í knattspyrnu 2009 - 27.4.2009

Ölgerðin og Pepsi verða samstarfsaðilar félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára (2009-2011).  Deildirnar heita héðan í frá Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar karla í kvöld - 27.4.2009

Í kvöld fara fram undanúrslit í A deild Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram 1. maí.  Í Kórnum kl. 19:00 eigast við Kópavogsliðin Breiðablik og HK en á Fylkisvelli kl. 19:30 mætast Fylkir og FH. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitakeppni Lengjubikars karla hefst í kvöld - 22.4.2009

Í kvöld, miðvikudagskvöld, hefst úrslitakeppni A deildar Lengjubikars karla.  Grindavík og Fylkir mætast í Reykjaneshöllinni kl. 20:30 en hinir þrír leikirnir fara fram á fimmtudag og föstudag. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjórðungsúrslit Lengjubikars karla hefjast á miðvikudaginn - 20.4.2009

Um helgina varð ljóst hvaða félög mætast í fjórðungsúrslitum A-deildar Lengjubikars karla.  Fyrsti leikurinn verður nú á miðvikudaginn þegar að Grindavík og Fylkir eigast við í Reykjaneshöllinni kl. 20:30. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aðstoðardómarar frá KSÍ í 3. deild karla og 1. deild kvenna - 17.4.2009

Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Um að ræða breytingu um skipan aðstoðardómara í 3. deild karla og 1. deild kvenna og breytingu er snýr að keppni 30 ára og eldri.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Riðlakeppni A deildar Lengjubikarsins klárast um helgina - 17.4.2009

Nú um helgina lýkur keppni í riðlakeppni í A deild Lengjubikars karla og kvenna Tvö efstu liðin, í hverjum riðli hjá körlunum, tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Hjá konunum munu fjögur efstu félögin mætast í úrslitum og er ljóst hvaða félög þar verða. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn aftur af stað eftir páskafrí - 15.4.2009

Lengjubikarinn fer aftur á fullt í vikunni eftir rólegheit yfir páskana.  Fjölmargir leikir eru á dagskrá og um að gera að skella sér á völlinn og skoða stöðuna á sínu liði fyrir átök sumarsins.

Lesa meira
 
UEFA

Valsstúlkur beint í 32 liða úrslit - 3.4.2009

Íslandsmeistarar Vals munu fara beint í 32. liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna og sleppa því við að leika í undanriðlum eins og Íslandsmeistararnir hafa gert síðustu ár.  Er þetta komið vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða undanfarin ár. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Um leikbönn í Lengjubikar - 2.4.2009

Af gefnu tilefni skal það tekið fram að sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikar karla og kvenna eru ekki tilkynnt með skeyti eða faxi frá aganefnd KSÍ.  Það er ábyrgð hvers félags að fylgjast með sínum leikmönnum þegar kemur að leikbönnum Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög