Mótamál

UEFA

Noregur á toppnum í háttvísimati UEFA - 29.1.2009

Það eru Norðmenn er tróna á toppi háttvísismats Evrópu en allir landsleikir og Evrópuleikir aðildarþjóða UEFA eru hafðir til hliðsjónar.  Ísland er í 12. sæti af Evrópuþjóðunum 53. en þrjár efstu þjóðirnar fá úthlutað aukasæti í Evrópudeild UEFA. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Framhaldsskólamót innanhúss 2009 - 16.1.2009

Menntamálaráðuneytið stendur fyrir íþróttavakningu framhaldskólanna í vetur þar sem keppt verður í nokkrum íþróttagreinum.  KSÍ mun koma að þessari vakningu og mun standa fyrir Framhaldsskólamóti í Futsal. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Aukinn fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög í meistaraflokki - 16.1.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 15. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Áætlað er að verðmæti þessara aðgerða séu tæplega 100 milljónir króna. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 15.1.2009

Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld en þá fara fram tveir leikir í kvennaflokki og fara þeir báðir fram í Egislhöll.  Kl. 19:00 eigast við Fylkir og Þróttur og kl. 21:00 leika Valur og HK/Víkingur. Lesa meira
 
SPORTFIVE

Samningur KSÍ og Sportfive undirritaður - 14.1.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Sportfive hafa undirritað samning sem felur í sér að Sportfive hefur einkarétt á sölu á útsendingarrétti og markaðsrétti frá íslenskri knattspyrnu fyrir árin 2012 til og með 2015. Lesa meira
 
Frá kynningarfundi FIFA á TMS fyrir félögin í Landsbankadeild karla

FIFA kynnir TMS fyrir félögum í Landsbankadeild karla - 14.1.2009

Í dag fór fram kynningarfundur fyrir fulltrúa frá félögum í Landsbankadeild karla á TMS félagaskiptakerfinu.  Kerfinu er ætlað að halda utan um félagaskipti atvinnuleikmanna á milli landa og munu félögin sjálf koma meira að ferlinu en áður. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikjaniðurröðun Deildarbikars 2009 staðfest - 14.1.2009

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2009. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 22. desember. Mikilvægt er að félög taki öll eldri drög úr umferð til að forðast misskilning.Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 63. ársþingi KSÍ - 13.1.2009

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

HK/Víkingur og Hvöt Íslandsmeistarar í Futsal - 11.1.2009

Íslandsmóti meistaraflokka karla og kvenna í Futsal lauk í dag í Austurbergi þegar leikið var til úrslita.  Í kvennaflokki báru HK/Víkingur sigurorð af Sindra í úrslitaleik en í karlaflokki voru það Hvatarmenn er lögðu Víði í úrslitum. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmeistarar krýndir í Futsal á sunnudag - 10.1.2009

Í dag var leikið í undanúrslitum í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - Futsal.  Leikið var í Austurbergi og það verða Sindri og HK/Víkingur sem leika til úrslita í kvennaflokki og Víðir og Hvöt í karlaflokki. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni meistaraflokka í Futsal um helgina - 9.1.2009

Um helgina verður leikið til úrslita í Íslandsmótinu í Futsal og verður leikið í íþróttahúsinu í Austurbergi.  Leikið verður um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla og kvenna. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Þátttaka í knattspyrnumótum 2009 - 5.1.2009

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2009 í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Soccerademótið hefst 9. janúar - 5.1.2009

Næstkomandi föstudag, 9. janúar, hefst Norðurlandsmótið í knattspyrnu og ber það nafnið Soccerademótið.  Mótið, sem áður hét Powerademótið, er árlegt undirbúningsmót félaga á Norðurlandi. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 12. janúar - 5.1.2009

Brátt rennur út umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga og rétt að minna íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ á að sækja um styrk til sjóðsins. Öll félög innan ÍSÍ eiga rétt á að sækja um styrk. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög