Mótamál

Egill Már Markússon

Egill Már í hóp Dómaraeftirlitsmanna UEFA - 28.11.2008

Egill Már Markússon hefur verið tekinn inn í hóp Dómaraeftirlitsmanna UEFA.  Egill sat námskeið á vegum UEFA í september og hefur síðan verið á tveimur leikjum í UEFA -bikarnum og skilað skýrslum um frammistöðu dómaranna.  Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Afreksstuðlar leikmanna 2008 - 25.11.2008

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir Meistaradeildarleik í Úkraínu - 24.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, mun dæma leik Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Basel frá Sviss í Meistaradeild UEFA.  Leikið verður í Úkraínu og fer leikurinn fram miðvikudaginn 26. nóvember.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Dublin í kvöld - 19.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni í Dublin í kvöld en þar dæmir hann vináttulandsleik Írlands og Póllands.  Með honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómaralistinn árið 2009 - 14.11.2008

Dómaralistinn fyrir keppnisstímabilið 2009 hefur verið tilkynntur en það er listi landsdómara.  Einn nýr dómari færist upp í A hóp en það er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður UEFA í Þýsklandi - 12.11.2008

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Duisburg og Frankfurt í 8 liða úrslitum Evrópukeppni kvenna.  Þetta er seinni leikurinn á milli þessara sterku þýsku félaga en fyrri leikinn vann Duisburg á útivelli, 1-3. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 - 12.11.2008

Hér að neðan er þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 23. nóvember.   Félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2008 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2009 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lokið - 10.11.2008

Grunnskólamóti KRR er lokið en leikið var í Egilshöll.  Sigurvegarar í 7. bekk urðu Borgaskóli hjá drengjum og Rimaskóli hjá stelpum.  Sigurvegarar hjá drengjum í 10. bekk voru Hagaskóli eftir vítaspyrnukeppni og Réttarholtsskóli hjá stelpum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í Manchester - 6.11.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Manchester City og Twente frá Hollandi í kvöld.  Leikurinn er í A riðli UEFA bikarsins og fer fram á heimavelli Manchester. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Moskvu á morgun - 5.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður við stjórnvölinn á morgun í Moskvu en þá mætast Spartak Moskva og Udinese. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.  

Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Samningsskylda leikmanna í Landsbankadeild karla - 4.11.2008

Vert er að  minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. janúar 2009. Lesa meira
 
Úr leik Vals og KR 2008

KR og Valur í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna - 1.11.2008

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.  Það verða stórleikir í 1. umferð Landsbankadeildar karla og kvenna, Keflavík og FH mætast hjá körlunum og KR og Valur hjá konunum. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög