Mótamál

Knattspyrna á Íslandi

Framhaldsskólamótið 2008 - Verzló og FS sigruðu - 29.10.2008

Úrslitakeppni Framhaldsskólamóts KSÍ fór fram á Ásvöllum um helgina en riðlakeppni hafði farið fram víðsvegar um landið áður.  Verzlunarskóli Íslands fór með sigur af hólmi í karlaflokki en Fjölbrautaskóli Suðurnesja í kvennaflokki. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ á laugardag - 27.10.2008

KSÍ boðar til formanna- og framkvæmdastjórafundar laugardaginn 1. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.   Forráðamenn eru beðnir um að tilkynna þátttöku í póstfangið thorvaldur@ksi.is. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már eftirlitsmaður í Hollandi - 24.10.2008

Egill Már Markússon var dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Heerenveen og AC Milan í gær en leikurinn var í riðlakeppni UEFA bikarsins. Þetta var fyrsta verkefni Egils Más sem dómaraeftirlitsmaður UEFA. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ stóreykur fjárframlög til barna- og unglingastarfs - 23.10.2008

Á fundi stjórnar KSÍ 22. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Guðmundur og Dóra María valin best - 19.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fór fram nú um helgina á veitingastaðnum Broadway.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og fengu þau Guðmundur Steinarsson úr Keflavík og Dóra María Lárusdóttir úr Val, viðurkenningar sem bestu leikmennirnir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stuðningsmenn ársins 2008 - 17.10.2008

Landsbankinn verðlaunaði stuðningsmenn liðanna í Landsbankadeildum karla og kvenna í sumar líkt og áður, og nú liggur fyrir hverjir eru stuðningsmenn ársins í þessum deildum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lið og þjálfarar ársins 2008 - 17.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á laugardag og hefur einn af dagskrárliðum þeirrar hátíðar verið að kynna lið og þjálfara ársins. Nú hefur hins vegar verið ákveðið upplýsa um þessar viðurkenningar hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir á Möltu - 14.10.2008

Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Möltu og Ungverjalands í undankeppni HM en leikið verður á Möltu.  Honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur tapaði gegn Bardolino - 11.10.2008

Valur tapaði í dag fyrir ítalska liðinu Bardolino í milliriðlum Evrópukeppni kvenna er leikið er í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 2-3 ítalska liðinu í vil eftir að staðan hafði verið 1-2 í hálfleik. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur - Bardolino í dag - 11.10.2008

Valur mætir ítalska liðinu Bardolino í dag í öðrum leik liðsins í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Riðillinn er leikinn í Svíþjóð en Valur tapaði fyrir heimastúlkum í fyrsta leik.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótin innanhúss 2009 - Futsal - 10.10.2008

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið sendar þátttökutilkynningar í Íslandsmótin innanhúss - 2009 en skilafrestur rennur út 14. október næstkomandi.  Eins og áður er keppt eftir reglum FIFA í innanhússknattspyrnu - Futsal. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Tap gegn Umeå í fyrsta leik hjá Val - 10.10.2008

Valsstúlkur hófu leik í milliriðlum Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu sænsku meisturunum í Umeå.  Leikið var á heimavelli Svíanna og reyndust þær of sterkar í þettta skiptið og lögðu Val með fimm mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Umeå í dag í Evrópukeppni kvenna - 9.10.2008

Valsstúlkur hefja í dag leik í Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta sænska liðinu Umeå kl. 17:00.  Riðillinn er leikinn í Umeå í Svíþjóð en hin félög riðilsins eru Alma frá Kazakhstan og Bardolino frá Ítalíu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur í höfuðstöðvum KSÍ 1. nóvember - 8.10.2008

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 1. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.  Dregið verður í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - 6.10.2008

Tveimur dögum fyrir leik HK og Grindavíkur í Landsbankadeild karla sem fram fór á Kópavogsvelli 18. september sl. barst KSÍ ábending um að leikmaður HK í Landsbankadeild karla hafi leitað til leikmanns Grindavíkur með það í huga að hagræða úrslitum leiksins. Lesa meira
 
merki_isi

Umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga - 6.10.2008

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga þar sem hægt er að sækja um styrk vegna ferða á fyrirfram skilgreind mót sem haldin voru hérlendis á árinu 2008.Lesa meira
 
KR-ingar fagna sigrinum í VISA bikarnum 2008

KR-sigur í VISA bikar karla - 4.10.2008

KR tryggði sér sigur í VISA bikar karla í dag þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  Markið kom á 89. mínútu en þá voru flestir farnir að undirbúa sig undir framlengingu.  Þetta er í 11. skiptið sem KR sigrar í bikarkeppninni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stuðningsmenn taka daginn snemma - 3.10.2008

Stuðningsmenn Fjölnis og KR taka daginn snemma á laugardaginn fyrir úrslitaleikinn í VISA bikar karla.  Hjá báðum félögum verður blásið til fjölskylduhátíðar og hefjast herlegheitin kl. 10:00.  Leikurinn sjálfur hefst svo kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Heima er best! - 2.10.2008

Það er athyglivert að sjá að hvorki Fjölnir né KR hafa enn leikið á útivelli í keppninni.  Bæði félögin léku á heimavelli í þremur fyrstu umferðunum áður en þau léku á hlutlaustum velli, Laugardalsvelli, í undanúrslitunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hvar á ég að sitja? - 2.10.2008

Eins og venja er á úrslitaleik í VISA bikarnum þá er ákveðið fyrirfram hvar stuðningsmenn félaganna sitja.  Í þetta skiptið verða stuðningsmenn Fjölnis í suðurendanum en stuðningsmenn KR í norðurendanum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Viðtöl við þjálfara KR og Fjölnis - 2.10.2008

Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik VISA bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 14:00.  Á þessum fundi heyrði Dagur Sveinn Dagbjartsson í þjálfurum liðanna en þeir eru fullir tilhlökkunar fyrir leikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti bikarúrslitaleikur Magnúsar Þórissonar dómara - 1.10.2008

Magnús Þórisson verður dómari í úrslitaleik KR og Fjölnis í VISA-bikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00.  Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Jóhann Gunnarsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna laugardaginn 18. október - Lækkað miðaverð - 1.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 18. október næstkomandi.  Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar og Sálin hans Jóns míns leikur síðan fyrir dansi.  Miðaverð hefur verið lækkað í 4.000 krónur Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Netsalan á bikarúrslitaleikinn hafin á midi.is - 1.10.2008

Opnað hefur verið fyrir netsölu á úrslitaleik VISA-bikars karla, sem fram fer laugardaginn 4. október kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  KR og Fjölnir leika til úrslita og eru allar líkur á spennandi leik og mikilli stemmningu í stúkunni. 

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög