Mótamál

Sportmyndir.net

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - 31.7.2008

Lokadagur félagaskipta er í dag, fimmtudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti í dag. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Ábendingar til mótshaldara um opin mót - 30.7.2008

Við skipulagningu móta/leikja í yngstu aldursflokkum er mikilvægt að hafa í huga að þar eru börn að leik.  Umgjörð og skipulag á að miða að því að upplifun barnanna verði sem jákvæðust. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH og ÍA í eldlínunni á fimmtudag - 30.7.2008

FH og ÍA verða í eldlínunni á fimmtudag þegar liðin leika síðari leikina í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.  FH-ingar leika ytra gegn Grevenmacher frá Luxemborg, en Skagamenn leika á Akranesvelli gegn finnska liðinu Honka.

Lesa meira
 
Heiðrún Sunna Sigurðardóttir fékk verðlaun sem besti maður leiksins gegn ensku liði

Afturelding sigraði í UEFA móti fyrir stelpur 15 ára og yngri - 29.7.2008

Í byrjun júlí fór fram mót á Spáni fyrir stelpur og stráka 15 ára og yngri, sem stutt er af Knattspyrnusambandi Evrópu - UEFA.  Afturelding tók þátt í kvennaflokki fyrir Íslands hönd og gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og sigruðu í mótinu.  Lesa meira
 
Johan Hamlin

Sænskur dómari á leik Víkings R. og Hauka - 29.7.2008

Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft samstarf um dómaraskipti.  Sænskur dómari, Johan Hamlin, mun dæma viðureign Víkings R. og Hauka á miðvikudag. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Leikið í öllum deildum meistaraflokks í kvöld - 29.7.2008

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fara fram leikir í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna.  Nóg er um að vera á knattspyrnuvöllum landsins og er fólk hvatt til að mæta og hvetja sín lið.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslenskir dómarar á viðureign Liepajas og Glentoran - 29.7.2008

Íslenskir dómarar verða í eldlínunni í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Magnús Þórisson mun þá dæma síðari viðureign lettneska liðsins Liepajas Metalurgs og Glentoran frá Norður Írlandi í 1. umferð forkeppninnar.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Guðmundur Pétursson eftirlitsmaður í forkeppni Meistaradeildarinnar - 28.7.2008

Tilkynnt hefur verið að Guðmundur Pétursson verði eftirlitsmaður UEFA á viðureign pólska liðsins Wisla Krakow og Beitar Jerusalem frá Ísrael í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum VISA-bikarsins - 25.7.2008

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA-bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  KR og Breiðablik drógust saman bæði hjá konum og körlum í þetta skiptið. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hverjir mæta hverjum í VISA bikarnum? - 24.7.2008

Í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00 á hádegi.  Margir eru tilnefndir en fáir útvaldir þegar kemur til þess að leika einhverja stærstu leiki timabilsins. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Mikil spenna fyrir 8 liða úrslit VISA bikars karla í kvöld - 24.7.2008

Í kvöld fara fram 8 liða úrslit VISA bikars karla og eru fjórir spennandi leikir á dagskránni.  Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 og má búast við hörku baráttu og dramatík eins og VISA bikarkeppnin hefur jafnan í för með sér. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Mörkunum fjölgar í Landsbankadeild karla - 23.7.2008

Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar.  Mörkunum hefur hinsvegar heldur fækkað í Landsbankadeild kvenna það sem af er enda virðist deildin í ár sé jafnari en áður . Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Valsmenn leika gegn Bate Borisov í kvöld - 23.7.2008

Íslandsmeistarar Vals leika í kvöld seinni leik sinn við Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi og er leikurinn í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafonevellinum og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Spennandi vika framundan - 21.7.2008

Það verður mikið um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands þessa vikuna og mikil spenna á öllum vígstöðvum.  Tólftu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum og þá er leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla á fimmtudaginn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna í kvöld - 18.7.2008

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir á dagskránni í kvöld.  Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 að undanskildum leik Þórs/KA og Breiðabliks sem hefst kl. 18:30. Lesa meira
 
UEFA

FH og ÍA leika í UEFA bikarnum í dag - 17.7.2008

FH og ÍA verða í eldlínunni í dag þegar að þau leika í UEFA bikarnum.  Skagamenn eru í Finnlandi þar sem þeir mæta Honka og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  FH taka hinsvegar á móti Grevenmacher frá Luxemborg og fer leikurinn fram í Kaplakrika og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Slóvakíu - 15.7.2008

Milliríkjadómarinn, Jóhannes Valgeirsson, mun dæma leik Spartak Trnava frá Slóvakíu og FC Wit frá Georgíu í UEFA bikarnum.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Garðar Örn og Einar Örn á ferðinni - 14.7.2008

Íslenskir dómarar voru á ferðinni um helgina og dæmdu á erlendri grundu.  Garðar Örn Hinriksson var í Ungverjalandi og Einar Örn var í Færeyjum þar sem hann dæmdi leik B68 frá Tóftum og B71 frá Sandey. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Félagaskiptaglugginn opnar að nýju 15. júlí - 11.7.2008

Þriðjudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ vegna ummæla þjálfara - 9.7.2008

Knattspyrnusamband Íslands harmar þau ummæli sem Jónas Hallgrímsson, þjálfari Völsungs, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum varðandi dómara, önnur félagslið og aðra þá er að knattspyrnu koma á Íslandi og vísar þeim algerlega á bug.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

8 liða úrslit karla og kvenna klár í VISA bikarnum - 4.7.2008

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar KR í kvennaflokki fara í Árbæinn og leika gegn Fylki. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 8 liða úrslitum kvenna og karla í dag - 4.7.2008

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í gærkvöldi í 16 liða úrslitum karla og undankeppni VISA bikars kvenna er lokið og standa eftir fjögur lið.  Inn í 8 liða úrslitin koma einnig efstu fjögur liðin í Landsbankadeild kvenna á síðasta ári. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í Slóvakíu í Evrópukeppni kvenna - 3.7.2008

Í dag var dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna og voru Íslandsmeistarar Vals þar í pottinum.  Slóvakía er á dagskránni hjá Val en þær leika í riðli með Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu, Maccabi Holon frá Ísrael og Cardiff City frá Wales. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

16 liða úrslit VISA bikars karla klárast í kvöld - 2.7.2008

Í kvöld klárast 16 liða úrslit VISA bikars karla og eru þrír stórleikir á dagskránni.  Á Kópavogsvelli mætast Breiðablik og Valur og á KR velli leika Reykavíkurliðin KR og Fram.  Loks eigast við efstu liðin í Landsbankadeildinni, Keflavík og FH og er leikið á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Lesa meira
 
Vidir

Víðismenn til Frakklands - 2.7.2008

Í dag var dregið í Evrópukeppninni í Futsal og í fyrsta skiptið var íslenskt félagslið í pottinum.  Það eru Víðir Garði og munu þeir leika riðil sinn í Frakklandi og verður hann leikinn á tímabilinu 9. ágúst til 17. ágúst. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla í kvöld - 2.7.2008

Í kvöld fara fram fimm spennandi leikir í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og hefjast allir leikirnir kl. 19:15.  16 liða úrslitin klárast svo annað kvöld þegar að þrír leikir verða á dagskrá.  Á föstudaginn verður svo dregið í 8 liða úrslit VISA bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Frá Futsal drætti hjá UEFA

Dregið í Evrópukeppni í Futsal á morgun - 1.7.2008

Á morgun verður dregið í Evrópkeppninni í Futsal og eru Víðir Garði þar í pottinum, fyrst íslenskra félagsliða.  Víðir verður eitt þeirra 23 félaga er tekur þátt í undankeppni og verður dregið í fimm riðla sem fjögur lið skipa og einn riðil sem inniheldur einungis þrjú lið.Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

ÍA mætir Honka og FH mætir Grevenmacher - 1.7.2008

Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA bikarsins og voru tvö íslensk félagslið í pottinum, FH og ÍA.  FH mætir Grevenmacher frá Luxemburg og ÍA leikur gegn Honka frá Finnlandi. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Valsmenn fengu Bate frá Hvíta Rússlandi - 1.7.2008

Í dag var dregið í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Valsmenn drógust gegn meisturunum frá Hvíta Rússlandi, Bate og fer fyrri leikurinn fram ytra 16. júlí. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög