Mótamál

Intertoto-keppnin

Fylkir úr leik í Inter Toto keppninni - 29.6.2008

Fylkismenn eru úr leik í Inter Toto keppninni eftir að hafa tapað gegn lettneska liðinu FK RIga á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-2 gestunum í vil og dugði þar með ekki góður sigur Fylkismanna í fyrri leiknum. Lesa meira
 
Fótboltasumarið 2008

Fótboltasumarið 2008 er komið út - 26.6.2008

Tímaritið Fótboltasumarið 2008 er komið út og er sérlega glæsilegt í ár. Mjög vönduð umfjöllun er um liðin í Landsbankadeildum karla og kvenna og liðin í 1. og 2.deild karla kynnt.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Sjónvarpsleikir næstu umferða í Landsbankadeild karla - 24.6.2008

Ákveðnir hafa verið þeir leikir er sýndir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu umferðum.  Í flestum tilfellum breytast tímasetningar þessara leikja. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir sækja Keflvíkinga heim - 23.6.2008

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og ljóst að margir athygliverðir leikir fara fram í þeirri umferð.  Leikirnir fara fram miðvikudaginn 2. júlí og fimmtudaginn 3. júlí. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslit VISA bikars karla í hádeginu - 23.6.2008

Í dag verður dregið í 16 liða úrslit VISA bikars karla.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Af þeim 16 félögum sem eru eftir í keppninni eru tíu úr Landsbankadeildinni, þrjú koma úr 1. deild og önnur þrjú úr 2. deild. Lesa meira
 
Fylkir

Góður sigur Fylkis í Lettlandi - 23.6.2008

Fylkismenn gerðu góða ferð til Lettlands en þar lögðu þeir FK Riga í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Lokatölur urðu 1-2 en heimamenn minnkuðu muninn eftir að Fylkismenn höfðu komist í 0-2. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla 2008 - 23.6.2008

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Guðmundur valinn bestur í fyrstu 7 umferðunum - 20.6.2008

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Landsbankadeild karla.  Guðmundur Steinarsson úr Keflavík var valinn besti leikmaður þessara umferða og Kristján Guðmundsson, var valinn þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslitin á mánudaginn - 20.6.2008

Í gærkvöldi kom í ljóst hvaða félög verða í skálinni góðu þegar dregið verður í 16 liða úrslit VISA bikars karla.  Drátturinn fer fram mánudaginn 23. júní í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild karla - 20.6.2008

Í hádeginu í dag, föstudag, verða veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild karla og fer afhendingin fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslitin klárast í kvöld - 19.6.2008

Í kvöld klárast 32 liða úrslitin í VISA bikar karla en þó hófust með pompi og prakt í gærkvöldi.  Landabankadeildarliðin Þróttur og ÍA eru dottin úr lestinni en í kvöld fara fram átta athygliverðir leikir og má búast við skemmtilegu VISA bikar kvöldi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslit í VISA bikarnum hefjast í kvöld - 18.6.2008

Í kvöld hefjast 32 liða úrslit VISA bikars karla og eru átta leikir á dagskránni.  Liðin 12 úr Landsbankadeildinni koma nú inn í keppnina og eru átta leikir á dagskránni í kvöld og lýkur svo umferðinni á morgun, fimmtudag. Lesa meira
 
Grindavíkurblaðið 2008

Grindavíkurblaðið 2008 komið út - 16.6.2008

Blað knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur út í dag og er ýmislegt áhugavert efni að finna í blaðinu, m.a. viðtöl við Scott Ramsay, Tomasz Stolpa, Orra Frey Hjaltalín og Ólaf Örn Ólafsson bæjarstjóra Grindavíkur. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir umferðir 1 - 6 í Landsbankadeild kvenna 2008

Dóra María best í fyrstu sex umferðunum - 16.6.2008

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu 6 umferðirnar í Landsbankadeild kvenna. Dóra María Lárusdóttir úr Val þótti best leikmanna í þessum umferðum og þjálfarar hennar hjá Val voru valdir bestir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild kvenna - 16.6.2008

Framundan eru leikir í Landsbankadeild kvenna.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vegna umræðu um dómaramál - 13.6.2008

Af gefnu tilefni vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Ólafur Ragnarsson dómari sem dæmdi leik Keflavíkur og ÍA þann 25. maí sl. stóðst öll þau próf, bæði fræðileg og líkamleg, sem sett eru fyrir dómara í efstu deild.  Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Hverjar voru bestar í fyrstu 6 umferðunum? - 13.6.2008

Í hádeginu á mánudag verða afhentar viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna.  Hvaða leikmenn hafa staðið sig best?  Hvaða þjálfari hefur náð bestum árangri?  Hvaða stuðningsmenn hafa vakið mesta athygli?

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Starfshópur um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum - 13.6.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 12. júní að skipa starfshóp til þess að fjalla um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum.  Starfshópnum er ætlað að kynna sér stöðu þessara mála í nágrannalöndum.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skilagrein fyrir bikarkeppni á excel formi - 6.6.2008

Á heimasíðu sambandsins má nú finna skilagrein fyrir bikarkeppni í excel formi og er handhægt fyrir félögin að fylla beint inn í skjalið og senda til KSÍ.  Athugið að það er sérstakt eyðublað fyrir fyrstu umferðir bikarkeppninnar og svo annað eyðublað fyrir 8 og 16 liða úrslit. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á tveimur leikjum í Landsbankadeild karla - 6.6.2008

Leikdagar og leiktímar tveggja leikja í Landsbankadeild karla hafa breyst og er um ræða leiki ÍA og Vals úr 7. umferð og leik Fylkis og Grindavíkur í 8. umferð.  Lesa meira
 
Vidir

Víðir í Evrópukeppni í Futsal - 6.6.2008

Í dag var gengið frá umsókn Víðismanna í Evrópukeppni í Futsal og mun því Víðir verða fyrsta íslenska félagið sem tekur þátt í þeirri keppni.  Dregið verður í riðla 2. júlí næstkomandi í höfuðstöðvum UEFA og þá mun einnig koma í ljós hvar verður leikið   Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Athygli vakin á breytingum í 5. flokki - 5.6.2008

Vegna fjölda fyrirspurna vill mótanefnd  KSÍ  minna á  breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi í keppni 5. aldursflokks karla og kvenna.  Forráðamenn félaganna og flokkanna eru beðnir um að kynna sér þessar breytingar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn að gera sig kláran - 5.6.2008

Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, verður í eldlínunni í úrslitakeppni EM 2008 sem hefst næstkomandi laugardag.  Keppnin er haldin í Sviss og Austurríki og hefur Kristni nú þegar verið úthlutað tveimur verkefnum sem fjórði dómari. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Leikir í beinni á Stöð 2 Sport - 4.6.2008

Ákveðið hefur verið hvaða leikir úr 7. og 8. umferð Landsbankadeildar karla verða í beinni útsendingu.  Leikina má sjá hér að neðan en það er Stöð 2 Sport sem sýnir leiki úr Landsbankadeild karla í beinni útsendingu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikirnir klárir fyrir 32 liða úrslit VISA bikars karla - 4.6.2008

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Dagur Sveinn Dagbjartsson var á staðnum með myndavélina og fékk viðbrögð frá nokkrum aðilum eftir dráttinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslit VISA bikars karla - Dregið í dag - 4.6.2008

Í dag kl. 12:00 verður dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin 12 í Landsbankadeild karla koma nú inn í keppnina og bætast við liðin 20 sem komust upp úr undankeppni VISA bikars karla. Lesa meira
 
KR-blaðið 2008

KR-blaðið 2008 komið út - 3.6.2008

KR blaðið 2008 er komið út og þar má finna ýmislegt áhugavert efni, viðtöl og fleira.  Blaðinu var dreift á leik KR og Fram en einnig má finna það á þjónustustöðum í Vesturbænum. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32-liða úrslit á miðvikudag - 2.6.2008

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í hádeginu á miðvikudag.  Undankeppninni lýkur á þriðjudagskvöld og þá kemur í lljós hvaða 20 lið verða í pottinum, ásamt liðunum 12 úr Landsbankadeild.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög