Mótamál

UEFA

32. ársþing UEFA hófst í dag - 31.1.2008

Í dag var sett við hátíðlega athöfn, 32. ársþing UEFA og fer það fram að þessu sinni í höfuðborg Króatíu, Zagreb.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Lúðvík Georgsson, varaformaður KSÍ og Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sitja þingið. Lesa meira
 
Valur, sigurvegarar á Kynningarmótinu í Futsal 2007

Breiðablik og Valur Íslandsmeistarar innanhúss - 27.1.2008

Breiðablik og Valur urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu en úrslitaleikir karla og kvenna voru leiknir í Laugardalshöll.  Breiðablik sigraði ÍR í kvennaflokki 9-3 og Valur lagði ÍBV í karlaflokki, 7-2. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitaleikir karla og kvenna í Íslandsmótinu innanhúss á sunnudag - 26.1.2008

Undanúrslitum karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu lauk í dag í Laugardalshöll.  ÍR og Breiðablik leika til úrslita í kvennaflokki en Valur og ÍBV í karlaflokki.  Leikirnir fara fram í Laugardalshöll á morgun, sunnudag, og hefst kvennaleikurinn kl. 14:15 en karlaleikurinn kl. 16:00. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni meistaraflokka innanhúss hafin - 25.1.2008

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna fer fram um helgina og var leikið í 8-liða úrslitum í kvöld.  Valur, Víðir, ÍBV og Vinir tryggðu sér sæti í undaúrslitum sem fara fram á morgun, laugardag. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Meistaraflokkar leika til úrslita í innanhússknattspyrnu - 24.1.2008

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna í innanhússknattspyrnu verður leikin um helgina.  Karlarnir leika í 8-liða úrslitum á föstudaginn en konurnar hefja leik á laugardag.  Úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag. Lesa meira
 
SPORTFIVE

Sjónvarpsréttarsamningur KSÍ og SportFive undirritaður - 24.1.2008

Knattspyrnusamband Íslands og SportFive hafa í dag undirritað samning sem felur í sér kaup SportFive á útsendingarrétti og markaðsrétti frá íslenskri knattspyrnu fyrir árin 2010 og 2011. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Þátttaka í knattspyrnumótum 2008 - 17.1.2008

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2008 í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Staðfest niðurröðun leikja í Lengjubikarnum - 16.1.2008

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2008. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 19. desember. Leikið verður í þremur deildum karla og kvenna í Lengjubikarnum og er það A-deild karla sem hefur leik 22. febrúar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins - 15.1.2008

Kristinn Jakobsson mun dæma leik þýska liðsins Hamborgar og FC Zürich frá Sviss.  Leikurinn er seinni leikur liðanna í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Þetta er enn eitt stóra verkefnið sem Kristni er úthlutað af UEFA. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst á fimmtudaginn - 15.1.2008

Reykjavíkurmót KRR í knattspyrnu hefst fimmtudaginn 17. janúar og verður fyrsti leikur mótsins viðureign Þróttar og Fylkis í B-riðli meistaraflokks karla.  Strax á eftir leika Fram og Víkingur í sama riðli. Lesa meira
 
Heiðursmerki KSÍ afhend í tilefni af 75 ára afmæli KS

Heiðursmerki í tilefni 75 ára afmæli KS - 14.1.2008

Undir lok síðasta árs var haldið upp á 75 ára afmæli Knattspyrnufélags Siglufjarðar og af því tilefni afhenti Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, nokkrum aðilum silfurmerki KSÍ. Lesa meira
 
Frá afmælishátið KA í tilefni af 80 ára afmælinu.

Knattspyrnufélag Akureyrar 80 ára - 14.1.2008

Þann 8. janúar varð Knattspyrnufélag Akureyrar 80 ára og var haldið upp á tilefnið með margvíslegum hætti.  Við þetta tilefni afhentu Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ heiðursmerki KSÍ. Lesa meira
 
SPORTFIVE

KSÍ framlengir sjónvarpsréttarsamning við SportFive - 10.1.2008

KSÍ hefur framlengt sjónvarpssamning vid Sport Five og nær samningurinn yfir Landsbankadeild, Visabikar og heimaleiki íslenska landsliðsins á árunum 2010 og 2011 en núgildandi samningur gildir út árið 2009. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Powerademótið hefst 12. janúar - 7.1.2008

Norðurlandsmót Powerade hefst laugardaginn 12. janúar með tveimur leikjum.  Þetta er í sjötta skiptið sem þetta mót fer fram og hefur það skipað sér fastan sess í undirbúningi félaganna á Norðurlandi. Lesa meira
 
merki_isi

Frestur til 10. janúar að sækja um ferðastyrk hjá ÍSÍ - 7.1.2008

Þann 10. janúar næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrk úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna ársins 2007.  Um er að ræða ferðir sem farnar voru á fyrirfram skilgreind mót á árinu 2007. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Athugasemdafrestur að renna út í Deildarbikarnum - 3.1.2008

Á morgun, föstudaginn 4. janúar, rennur út frestur er félög hafa til þess að skila inn athugasemdum vegna leikjaniðurröðunar í Deildarbikarkeppninni.  Þau félög sem ekki gera athugasemdir við niðurröðun leikja eru beðin um að staðfesta að svo sé. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög