Mótamál

KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Spennandi leikir um allt land um helgina - 31.8.2007

Eins og flestar helgar, verður mikið líf og fjör þessa helgi á knattspyrnuvöllum um allt land.  Síðasti leikur 14. umferðar Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld og þá lýkur 15. umferð Landsbankadeild karla á sunnudaginn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ákall til þjálfara knattspyrnuliða frá stjórn KSÍ - 31.8.2007

Á stjórnarfundi KSÍ, sem haldinn var fimmtudaginn 30. ágúst, var ákveðið að koma eftirfarandi ákalli til þjálfara og forráðamanna félaga innan Knattspyrnusambands Íslands.  Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Staðalsamningur KSÍ á ensku - 30.8.2007

Vert er að vekja athygli á því að hægt er nú að nálgast staðalsamning KSÍ á ensku hér á heimasíðunni.  Nýtt samningsform tók gildi 1. júlí á þessu ári og er það form núna tiltækt á enskri tungu hér á síðunni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hefst í dag á undanúrslit VISA-bikars karla - 29.8.2007

Í hádeginu í dag hefst miðasala á undanúrslitaleiki VISA-bikars karla.  Sunnudaginn 2. september mætast FH og Breiðablik kl. 16:00 en mánudaginn 3. september eigast við Fylkir og Fjölnir kl 20:00.  Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Grótta, Hamar, Hvöt og Víðir í 2. deild - 29.8.2007

Í gærkvöldi tryggðu fjögur félög sér sæti í 2. deild að ári en þá fóru fram seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar.  Grótta Seltjarnarnesi, Hamar Hveragerði, Hvöt Blönduósi og Víðir Garði munu leika í 2. deild á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
Leikmenn Tindastóls tjá sig í leik í 3. deild karla 2007

Seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar í kvöld - 28.8.2007

Í kvöld fara fram seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar karla.  Þrír leikjanna hefjast kl. 17:30 en leikur Gróttu og BÍ/Bolungarvíkur hefst kl. 20:00.  Mikið er í húfi því sigurvegarar viðureignanna í 8-liða úrslitum leika í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góð aðsókn á Landsbankadeild karla - 27.8.2007

Það sem af er keppni í Landsbankadeild karla hefur aðsókn verið ákaflega góð.  Alls hafa 92.867 áhorfendur séð leikina 70 er spilaðir hafa verið og gerir það 1.327 áhorfendur að meðaltali á leik. Lesa meira
 
Knattspyrnuleikur á Laugardalsvelli 1960

50 ár liðin frá fyrsta deildarleik á Laugardalsvelli. - 25.8.2007

Fyrsti deildarleikur á Laugardalsvelli fór fram 25. ágúst 1957 en þá léku ÍA og Fram.  Leikurinn var síðasti leikurinn í Íslandsmótinu og réð úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en ÍA vann leikinn og varð Íslandsmeistari.  Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Margir spennandi leikir um helgina - 24.8.2007

Þegar síga fer á seinni hluta Íslandsmótanna í knattspyrnu, eykst spennan til mikilla muna og er þetta sumar engin undantekning.  Mikið er um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands um helgina. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 3. deildar byrjar á laugardag - 24.8.2007

Úrslitakeppni 3. deildar hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum.  Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 en síðari leikirnir eru svo leiknir á þriðjudaginn og hefjast þá leikirnir kl. 17:30.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflavík og KR í úrslitum VISA bikars kvenna - 22.8.2007

Í gærkvöldi var leikið í undanúrslitum VISA-bikars kvenna og er ljóst að það verða Kefalvík og KR er mætast í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 22. september kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundi aga- og úrskurðarnefndar framhaldið á morgun - 21.8.2007

Vegna bilunar í tölvubúnaði reyndist ekki unnt að ljúka fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag líkt og venja er.  Fundinum verður framhaldið í hádeginu á morgun og mun úrskurður nefndarinnar birtast hér á síðunni strax að loknum fundi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í Belgíu - 21.8.2007

Valsstúlkur leika í milliriðli í Evrópukeppni kvenna dagana 11. - 16. október og fer riðill þeirra fram í Belgíu.  Mótherjar Vals verða Frankfurt frá Þýskalandi, Everton frá Englandi og Rapide Wezemaal frá Belgíu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kvöld - 21.8.2007

Í kvöld fara fram undanúrslit VISA-bikars kvenna og hefjast báðir leikir kvöldins kl. 18:00.  Á Kópavogsvelli eigast við Breiðablik og KR en á Keflavíkurvelli taka heimastúlkur á móti Fjölni. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Pæjumótið haldið á Siglufirði í 17. skiptið - 20.8.2007

Á dögunum fór fram Pæjumót TM á Siglufirði en þetta er í sautjánda skiptið er mótið fer fram.  Eins og venjulega var margt um manninn og mikið fjör alla keppnishelgina en um 400 leikir voru leiknir á mótinu. Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Fullt af fótbolta um helgina - 17.8.2007

Fjölmargir leikir fara fram um helgina í hinum ýmsu knattspyrnumótum og er leikið í mörgum deildum og aldursflokkum.  Þrettánda umferð í Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld og HK-FH leika í Landsbankadeild karla á sunnudaginn. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Riðlakeppni 3. deildar karla lýkur á laugardag - 17.8.2007

Á morgun, laugardag, lýkur riðlakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu þegar að síðasta umferðin fer fram.  Ljóst er hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 25. ágúst. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Leikið til úrslita í Polla-og Hnátumótum 2007 - 16.8.2007

Svæðisbundin úrslitakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ fer fram helgina 18.-19. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hinsvegar NL/AL.  Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um þessar úrslitakeppnir. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir var valin leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild kvenna

Hólmfríður leikmaður umferðanna - 16.8.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna.  Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR var valinn leikmaður þessara umferða og þjálfari hennar, Helena Ólafsdóttir var valinn besti þjálfarinn. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Luxemburg - 16.8.2007

Jóhannes Valgeirsson mun dæma í kvöld leik Käerjéng frá Luxemburg og Standard Liege í Belgíu en leikurinn er leikinn á heimavelli fyrrnefnda liðsins.  Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni UEFA bikarsins. Lesa meira
 
Helgi Sigurðsson var valinn leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild karla 2007

Helgi leikmaður umferða 7-12 - 15.8.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 7-12 í Landsbankadeild karla.  Helgi Sigurðsson úr Val var valinn bestur í þessum umferðum, líkt og í fyrstu 6 umferðunum. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur unnu hollensku meistarana örugglega - 14.8.2007

Íslandsmeistarar Vals sigruðu hollensku meistarana í Den Haag í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna.  Lokatölur urðu 5-1, Val í vil eftir að staðan hafði verði 3-0 í hálfleik. Lesa meira
 
Þjálfarar liðanna sem leika í undanúrslitum VISA bikars karla

Undanúrslitin klár í VISA bikar karla - 14.8.2007

Í dag var dregið til undanúrslita í VISA bikar karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  FH og Breiðablik drógust saman og þá mætast nágrannarnir Fylkir og Fjölnir. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregur til tíðinda í VISA bikar karla - 14.8.2007

Fjórðungsúrslitum VISA bikars karla lauk í gærkvöldi þegar að tveir leikir fóru fram.  Fjölnir bar sigurorð af Haukum í miklum markaleik með fjórum mörkum gegn þremur.  Í hinum leiknum voru það FH er lögðu Val með einu marki gegn engu. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðasti leikur Valsstúlkna í riðlinum á morgun - 13.8.2007

Íslandsmeistarar Vals leika lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna á morgun en riðill þeirra er leikinn í Færeyjum.  Andstæðingar dagsins eru Den Haag frá Hollandi en Valsstúlkur hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hverjir fylgja Fylki og Breiðablik í undanúrslit? - 13.8.2007

Í gærkvöldi hófust 8-liða úrslit VISA bikars karla með tveimur leikjum.  Breiðablik lagði Keflavík í Kópavoginum og Fylkir bar sigurorð af ÍA eftir framlengdan leik í Árbænum.  Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld, Fjölnir-Haukar kl. 18:30 og Valur-FH kl. 20:00. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur áfram í milliriðil - 11.8.2007

Valsstúlkur tryggðu sig áfram í milliriðla Evrópukeppni kvenna í dag með öruggum sigri á KÍ frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 6-0 og eru Valsstúlkur öruggar í miliriðil þrátt fyrir að einn leikur sér eftir. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 8 liða úrslit - 10.8.2007

Á sunnudaginn hefjast fjórðungsúrslit í VISA bikar karla og eru þá tveir leikir á dagskránni.  Daginn eftir, mánudaginn 13. ágúst, verða einnig tveir leikir á dagskránni.  Mikið er í húfi, sæti í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 veittar í næstu viku - 10.8.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeildum karla og kvenna verða veittar í næstu viku í höfuðstöðvum KSÍ.  Umferðirnar í karladeildinni verða gerðar upp í hádeginu á miðvikudag, en í kvennadeildinni á fimmtudag.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Seiglusigur Valsstúlkna - 9.8.2007

Valur byrjuðu þátttöku sína í Evrópukeppni kvenna í dag með góðum sigri á finnsku meisturunum, Honka Espoo.  Lokatölur voru 2-1 eftir að finnska liðið hafði leitt í hálfleik.  Sigurmark Vals kom í blálok leiksins. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fjölmargir leikir leiknir í kvöld - 9.8.2007

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld í hinum ýmsu deildum.  Tólfa umferð Landsbankadeildar karla heldur áfram í kvöld með þremur leikjum og þá er lokaleikur 11. umferðar Landabankadeildar kvenna á dagskrá. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH fallið úr leik eftir jafntefli við Bate - 9.8.2007

Íslandsmeistarar FH eru fallnir úr leik í Meistarakeppni UEFA eftir jafntefli við Bate í Hvíta-Rússlandi í gær.  Lokatölur í leiknum urðu 1-1 og því 4-2 samanlagt Bate í vil.  Tryggvi Guðmundsson skoraði mark FH í leiknum í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Leikið í Landsbankadeildunum í kvöld - 8.8.2007

Landsbankadeildirnar byrja að rúlla að nýju í kvöld en þá er leikið bæði hjá körlum og konum.  KR og Valur mætast hjá körlunum en hjá konunum leika Keflavík og Stjarnan og Breiðablik gegn Þór/KA.  Allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur í Hvíta-Rússlandi í dag - 8.8.2007

Íslandsmeistarar FH leika seinni leik sinn í annarri umferð Meistaradeildar UEFA í dag er liðið mætir Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Bate sigraði í fyrri leiknum með þremur mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valskonur halda til Færeyja - 7.8.2007

Íslandsmeistarar Vals halda til Færeyja í dag en þar leika þær í riðlakeppni UEFA bikars kvenna.  Riðillinn er leikinn í Færeyjum og auk Valsstúlkna leika KÍ frá Færeyjum, ADO Den Haag frá Hollandi og Honka Espoo frá Finnlandi. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Dregið í Evrópukeppnunum - 4.8.2007

Dregið hefu verið í 3. umferð Meistaradeildar UEFA en enn á eftir að spila seinni leikina í annarri umferð.  Sigurvegarar úr viðureign FH og Bate Borisov leika gegn sigurvegurum úr viðureign Zaglebie Lubin og Steua Búkarest. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR og Keflavík úr leik - 3.8.2007

KR og Keflavík eru bæði fallin úr leik í Evrópukeppninni eftir töp í leikjum sínum í gærkvöldi.  Keflvíkingar töpuðu á útivelli fyrir Midtjylland, 2-1 og KR tapaði heima fyrir Häcken, 0-1. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Tap hjá FH í fyrri leiknum - 2.8.2007

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn Bata Borisev frá Hvíta-Rússlandi en leikurinn var leikinn á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.  Lokatölur urðu þær að gestirnir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki FH. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR og Keflavík í eldlínunni á fimmtudag - 1.8.2007

KR og Keflavík leika seinni leiki sína í fyrstu umferð undankeppni UEFA bikarsins á morgun, fimmtudag.  Keflvíkingar leika á útivelli gegn danska liðinu Midtjylland en KR taka á móti sænska liðinu Häcken í Frostaskjólinu kl. 18:45.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur gegn Bate Borisov í kvöld - 1.8.2007

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA í kvöld.  Andstæðingar eru Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi og hefst leikurinn kl. 19:00 á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög