Mótamál

Landsbankadeildin

Viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna - 30.6.2007

Mánudaginn 2. júlí verða veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sex umferðirnar í Landsbankadeild kvenna.  Viðurkenningarnar verða veittar í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Tillögur um dómaramál samþykktar - 30.6.2007

Á fundi sínum þann 28. júní s.l. samþykkti stjórn KSÍ tillögur starfshóps sem ætlað að koma með tillögur og hugmyndir að átaki sem miðaði að því að fjölga dómurum, sérstaklega kvendómurum, og auka áhuga á dómarastarfinu.  Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Seinni leikur Vals gegn Cork City í dag - 30.6.2007

Í kvöld kl. 18:00 mætast Cork City og Valur í seinni leik liðanna í 1. umferð Inter-Toto keppninnar.  Írarnir höfðu betur í fyrri leiknum, sem leikinn var á Laugardalsvelli og lauk með sigri Cork með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR til Svíþjóðar og Keflavík til Danmerkur - 30.6.2007

Í gær var dregið í 1. umferð undankeppni UEFA bikarsins.  Fulltrúar Íslands í pottinum voru KR og Keflavík og drógust þau bæði gegn mótherjum frá Norðurlöndunum. Lesa meira
 
UEFA

Fyrsta konan á vegum KSÍ í nefnd UEFA - 29.6.2007

Á dögunum skipaði Knattspyrnusamband Evrópu í nefndir sínar og eru einstaklingar frá KSÍ þar á meðal.  Fyrsta konan á vegum KSÍ hefur verið skipuð í nefnd hjá UEFA en Guðrún Inga Sívertsen er í nefnd um kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH dróst á móti HB frá Færeyjum - 29.6.2007

Í dag var dregið í fyrstu umferð undankeppni Meistarardeildar Evrópu en Íslandsmeistarar FH eru fulltrúar Íslands í keppninni.  FH mun leika gegn færeysku meisturunum HB og leika fyrri leikinn á heimavelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Kópavogs- og Reykjavíkurslagir í VISA-bikarnum - 28.6.2007

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Liðin úr Landsbankadeildinni koma inn í keppnina í 16 liða úrslitum. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Kynningarfundur á Reyðarfirði mánudaginn 2. júlí - 27.6.2007

KSÍ heldur kynningarfund með formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, á Reyðarfirði mánudaginn 2. júlí kl. 17:30.  Á fundinum verður farið yfir nýja reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Lesa meira
 
UEFA

Dregið á föstudag í Evrópukeppnunum - 27.6.2007

Á föstudaginn verður dregið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og UEFA bikarnum.  Fulltrúar Íslands í Meistaradeildinni eru Íslandsmeistarar FH en KR og Keflavík eru fulltrúar Íslands í UEFA bikarnum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á fimmtudag - 27.6.2007

Fimmtudaginn 28. júní, verður dregið í 16 liða úrslit VISA-bikars karla.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Liðin úr Landsbankadeildinni verða í pottinum ásamt þeim sex félögum er komust áfram úr 4. umferð. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Wales - 26.6.2007

Magnús Þórisson dæmir seinni leik Llanelli frá Wales og Vetra Vilnius frá Litháen í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikarinn heldur áfram í kvöld - 26.6.2007

Fjórða umferð VISA-bikars karla heldur áfram í kvöld en þá eru fimm leikir á dagskrá.  Leikirnir hefjast allir kl. 20:00.  ÍBV tryggði sér þátttökurétt í 16 liða úrslitunum í gærkvöldi. Lesa meira
 
Tindastóll

Tindastóll 100 ára - 25.6.2007

Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki er 100 ára á þessu ári.  Mikil afmælishátíð var haldin á af því tilefni 16. júní síðastliðinn.  KSÍ heiðraði við þetta tilefni nokkra aðila sem komið hafa mikið við sögu knattspyrnunnar hjá félaginu. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað á félagaskipti 1. júlí - 25.6.2007

Ný reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga tekur gildi 1. júlí næstkomandi.  Ný reglugerð hefur m.a. í för með sér að lokað verður á félagaskipti frá 1. júlí. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna í kvöld - 25.6.2007

Heil umferð verður leikin í kvöld í Landsbankadeild kvenna eftir rúmlega tveggja vikna hlé vegna landsleikja íslenska kvennalandsliðsins.  Fjórir spennandi leikir eru á dagskránni í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Heil umferð í 1. deild karla í kvöld - 22.6.2007

Þó svo að ekki sé leikið í Landsbankadeild karla eða kvenna um helgina, rúllar boltinn svo sannarlega víða.  Fjölmargir leikir eru um helgina í hinum ýmsu deildum og flokkum og í kvöld, föstudagskvöld, fer fram heil umferð í 1. deild karla. Lesa meira
 
Bislett leikvangurinn í Osló

Eyjólfur Magnús dæmir í Noregi - 22.6.2007

Eyjólfur Magnús Kristinsson dæmir á sunnudaginn leik Skeid  og Sparta Sarpsborg í næst efstu deild í Noregi.  Leikurinn er leikinn á hinum gamalkunna Bislett leikvangi í Osló. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn hækkaður um flokk hjá UEFA - 22.6.2007

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, hefur verið færður upp um flokk af dómaranefnd UEFA en þetta var ákveðið fundi nefndarinnar á dögunum.  Kristinn er nú kominn í næst hæsta flokk innan dómaranefndar UEFA. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Valsmenn mæta Cork frá Írlandi í Inter-Toto - 21.6.2007

Valsmenn taka á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Leikurinn fer fram laugardagskvöldið 23. júní og hefst kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Cork City er sem stendur í fimmta sæti í írsku deildinni. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Hlutgengi markvarða milli liða í sama aldursflokki. - 20.6.2007

Af gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar hafa átt sér stað frá síðasta ári hvað varðar hlutgengi markvarða milli liða í sama aldursflokki. 

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Kynningarfundir á Akureyri og á Austurlandi - 20.6.2007

KSÍ mun boða til kynningarfunda á Akureyri og á Austurlandi í byrjun júlí vegna nýrrar reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi.  Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

1.229 áhorfendur á leik að meðaltali - 18.6.2007

Áhorfendafjöldinn á leikjum í fyrstu 6 umferðum Landsbankadeildar karla í ár gefur góð fyrirheit um framhaldið.  Í fyrstu 30 leikjunum er aðsóknin að meðaltali 1.229, sem er nokkru hærra en á síðustu tveimur árum.

Lesa meira
 
Lið umferða 1-6 í Landsbankadeild karla

Helgi, Ólafur og Garðar valdir bestir - 18.6.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla voru afhentar í hádeginu í dag, mánudag. Helgi Sigurðsson úr Val var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson besti dómarinn. Lesa meira
 
Fotboltasumarid_forsida_2007

Fótboltasumarið 2007 er komið út - 15.6.2007

Fótboltasumarið 2007 er sérlega glæsilegt í ár, 212 síður og stútfullt af upplýsingum og fróðleik um íslenska fótboltann og ríkulega myndskreytt. Mjög vönduð umfjöllun er um liðin í Landsbankadeild karla og kvenna og liðin í 1. og 2.deild karla. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Kynningarfundur um félagaskipti og samninga - 15.6.2007

Fimmtudaginn 21. júní boðar KSÍ til kynningarfundar vegna nýrrar reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót KSÍ 2007 - 15.6.2007

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ 2007 verður leikin um allt land og hafa fyrstu mótin verið leikin nú þegar.  Umsjónarfélag er skipað með hverjum riðli og hafa félögin sent inn dagsetningar til KSÍ.

Lesa meira
 
Úr Landsbankadeild

Fyrstu viðurkenningar veittar á mánudag - 14.6.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla verða veittar í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 18. júní og verður spennandi að sjá hverjir hafa skarað fram úr að mati valnefndarinnar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik og Valur mætast hjá konunum - 14.6.2007

Í dag var dregið í VISA-bikarkeppni karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið var í 4. umferð hjá körlunum en í 8-liða úrslit hjá konunum.  Liðin sem léku til úrslita hjá konunum í fyrra mætast í 8-liða úrslitum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikar karla og kvenna á fimmtudag - 13.6.2007

Á morgun, fimmtudaginn 14. júní verður dregið í VISA-bikarkeppni karla og kvenna í höfuðustöðvum KSÍ.  Drátturinn hefst kl. 12:00 og verður dregið í 4. umferð hjá körlunum en í 8. liða úrslit hjá konunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

3. umferð VISA-bikars karla hafin - 12.6.2007

Í gærkvöldi hófst 3. umferð VISA-bikars karla með fjórum leikjum.  Sex leikir fara fram í kvöld og tveir síðustu leikirnir fara fram annað kvöld.  Önnur umferð VISA-bikars kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur umferðinni annað kvöld. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

3. umferð VISA-bikars karla hefst í kvöld - 11.6.2007

Í kvöld hefst 3. umferð VISA-bikars karla og eru fjórir leikir á dagskrá í kvöld.  Annað kvöld verður einnig leikið í VISA-bikarnum og umferðinni lýkur á miðvikudagskvöldið.  Dregið verður til 4. umferðar fimmtudaginn 14. júní. Lesa meira
 
Frá 80. ára afmælis Völsungs í júní 2007

Íþróttafélagið Völsungur 80 ára - 11.6.2007

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík var stofnað 12. apríl 1927 og varð því 80 ára fyrr á þessu ári.  Félagið hélt afmælishátíð sl. laugardag og heiðraði KSÍ nokkra af þeim sem mikið hafa komið við sögu knattspyrnunnar í félaginu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildin rúllar af stað að nýju - 7.6.2007

Eftir landsleikjafrí hefst Landsbankadeild karla að nýju á morgun, föstudag.  Þá eigast við Víkingur og Breiðablik og hefst leikur þeirra á Víkingsvelli kl. 19.15.  Þá er leikin heil umferð í Landsbankadeild kvenna á föstudag. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmdi í Búlgaríu - 7.6.2007

Kristinn Jakobsson dæmdi í gærkvöldi leik Búlgaríu og Hvíta Rússlands en leikurinn var leikinn í Sofiu og var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Honum til aðstoðar voru Sigurður Óli Þorleifsson og Einar Sigurðsson.  Magnús Þórisson var fjórði dómari. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrvalslið Reykjavíkur í eldlínunni - 6.6.2007

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda (Nordiske skulespellen) er nú haldið í 59. sinn og í þetta skiptið er það haldið í Osló.  Þátttökulið eru frá Reykjavík, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ljóst hvaða félög mætast í 3. umferð VISA-bikars karla - 4.6.2007

Í dag var dregið í 3. umferð VISA-bikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin í pottinum góða voru 24 talsins og var þeim skipt í 3. flokka eftir landshlutum. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög