Mótamál

flugeldar

Gleðilegt nýtt knattspyrnuár - 29.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Lesa meira
 
Eidur_2006

Eiður Smári annar í kjöri á Íþróttamanni ársins - 29.12.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, varð í öðru sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2006.  Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður, varð efstur í kjörinu.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Margrét Lára valin knattspyrnufólk ársins 2006 - 28.12.2006

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2006.  Tilkynnt var um valið í hófi á Hótel Nordica í kvöld.  Lesa meira

 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins 2006 tilkynnt í kvöld - 27.12.2006

Val á knattspyrnumanni og  knattspyrnukonu ársins fyrir árið 2006 verður kunngjört í kvöld, miðvikudaginn 27. desember kl. 18:00, á Hótel Nordica.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum.  Lesa meira
 
Gleðileg Jól !!!

Gleðilega jólahátíð - 22.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum jólakveðjur með von um að sem allra flestir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  GLEÐILEG JÓL!!!!!!!! Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Myndir úr leikjum félaga óskast - 21.12.2006

Vefstjórn ksi.is leitar hér með eftir aðstoð aðildarfélaga KSÍ og annarra aðila.  Okkur vantar myndir úr leikjum og af æfingum félagsliða til notkunar með fréttum og öðru efni á ksi.is. Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum - Frestur rennur út á morgun - 19.12.2006

Hér á heimasíðu KSÍ hefur leikjaniðurröðun, fyrir Deilarbikarkeppni KSÍ 2007, verið birt.  Er hér um drög að ræða en félög hafa til 5. janúar nk. til þess að skila inn athugasemdum vegna leikja. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2006 hafið - 19.12.2006

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) hófst um helgina með keppni meðal yngstu iðkendanna.  Áætlað er að leika 569 leiki í öllum aldursflokkum og að þátttakendur verði um 3.200 talsins.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

ABC-dómarar KSÍ 2007 - 14.12.2006

Dómaranefnd KSÍ hefur lokið við flokkun landsdómara sambandsins fyrir árið 2007, en þeim er raðað í þrjá flokka - A, B og C.  ABC-dómarar og aðstoðar­dómarar verða alls 48 árið 2007 og eru eftirtaldar breytingar gerðar frá listanum 2006. 

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2007 - 14.12.2006

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið - hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2007. Tvær breytingar eru á listanum frá árinu 2006. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Staðfest leikjaniðurröðun á Jólamóti KRR - 11.12.2006

Leikjaniðurröðun á jólamóti KRR hefur verið staðfest og er hægt að sjá hér á heimasíðunni.  Nánari upplýsingar varðandi umsjónaraðila verða sendar á allra næstu dögum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna - 7.12.2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hefst um mánaðarmótin janúar-febrúar 2007.  Stefnt er að því að keppni sé lokið áður en keppni í deildarbikar kvenna hefst, eða í byrjun mars.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka - leikjaniðurröðun staðfest - 6.12.2006

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti meistaraflokka hefur verið staðfest og má sjá niðurröðunina hér á síðunni.  Allir leikir, bæði í karla- og kvennaflokki fara fram í Egilshöllinni og er fyrsti leikur leikinn, fimmtudaginn 18. janúar. Lesa meira
 
Inni2006kv-02

Innanhússmótum meistaraflokka lauk um helgina - 5.12.2006

Um síðustu helgi var leikið í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og lauk þar með keppni í meistaraflokkum karla og kvenna.  Á næsta ári verður knattspyrnan innanhúss leikin eftir Futsalreglum. Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Fjör í Futsal - 4.12.2006

Um helgina hófst kynningarmót í Futsal en sjö félög taka þátt í þessu móti.  Fyrsti Futsal leikurinn hér á landi var á milli Fram og Fylkis í Framhúsinu og lauk leiknum með sigri Fylkismanna. Lesa meira
 
HK

Tindsmót HK 2006 - mfl. karla - 4.12.2006

Knattspyrnudeild HK heldur Tindsmótið í meistaraflokki karla í þriðja skipti sunnudaginn 10. desember 2006. Keppt er í Fífunni og leikið er í 7 manna liðum, samkvæmt reglum um mini-knattspyrnu, en á mörk í fullri stærð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að Jólamóti KRR tilbúin - 4.12.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR liggja nú fyrir og má sjá á hér á síðunni.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu gerðar eigi síðar en fimmtudaginn 7. desember.  Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sínar á þessu móti.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Kynningarmót í Futsal að hefjast - 1.12.2006

Um helgina hefst kynningarmót í Futsal og eru sjö félög sem taka þátt í þessu fyrsta Futsalmóti á Íslandi.  Fyrsti leikurinn fer fram í Framhúsinu, laugardaginn kl. 12:15 og mætast þá Fram og Fylkir. Lesa meira
 
Inni2006kv-01

Meistaraflokkarnir ljúka keppni innanhúss um helgina - 1.12.2006

Um helgina verður leikið í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu.  Að loknum þessum deildum hafa meistaraflokkarnir lokið keppni.  Þessa helgi hefja einnig nokkrir yngri flokkar leik í Íslandsmótinu. Lesa meira
 
IslKnattspyrna06

Íslensk knattspyrna 2006 komin út - 1.12.2006

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út Íslensk knattspyrna 2006 eftir Víði Sigurðsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu og er þetta 26. bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög