Mótamál

Úr leik GG og Árborgar

Leikið í úrslitakeppni 3. deildar á laugardag - 31.8.2006

Á laugardaginn fara fram fyrri undanúrslitaleikir 3. deildar karla .  Kári og Höttur mætast á Akranesvelli kl. 14:00 en kl. 17:00 mætast ÍH og Magni á Hamarsvelli í Hafnarfirði. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Fjölnir og ÍR leika til úrslita í 1. deild kvenna - 30.8.2006

Það verða Fjölnir og ÍR er leika til úrslita í 1. deild kvenna.  Þetta varð ljóst eftir leiki liðanna i gær.  Fjölnir sigraði Völsung heima, 6-1 og ÍR vann sigur á Magna á Grenivík, 3-1.  Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 3. september á Leiknisvelli kl. 12:00..

Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Aðsókn á Landsbankadeild karla - betur má ef duga skal - 30.8.2006

Heildarjöldi áhorfenda á leiki Landsbankadeildar karla í ár hefur verið ívið minni en í fyrra.  Alls hafa 82.612 áhorfendur mætt á leiki deildarinnar í ár að 15 umferðum loknum en á sama tíma í fyrra höfðu alls 83.145 áhorfendur mætt á leikina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

13. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld - 30.8.2006

Í kvöld verður 13. umferð Landsbankadeildar kvenna leikin og eru fjórir leikir á dagskrá.  Landsbankinn heitir 30.000 kr. á hvert mark er skorað er í þessari umferð og munu áheitin renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR-ingar mæta Keflvíkingum í úrslitaleiknum - 29.8.2006

Það verða KR-ingar sem mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VISA-bikars karla í ár, en þeir tryggðu sér farseðilinn í úrslit með því að leggja Þróttara með einu marki gegn engu í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Eina mark leiksins kom í fyrri hluta framlengingar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Röndóttur slagur í Laugardalnum í kvöld - 29.8.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur fyrir seinni undanúrslitaleik VISA-bikarsins í kvöld.  Mætast þá Þróttur og KR og verður væntanlega hart barist í báðar rendur.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og er hægt að kaupa miða á miði.is. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflvíkingar í úrslit VISA-bikarsins - 29.8.2006

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum VISA-bikarsins með sigri á Víkingi.  Lauk leiknum 0-4 fyrir Suðurnesjamenn og voru þeir vel að sigrinum komnir.  Þeir mæta annaðhvort Þrótti eða KR en þau leika í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága vegna félagaskipta - 28.8.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur í samræmi við grein A.4. í reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna, samþykkt að veita Knattspyrnudeild Hvatar undanþágu fyrir félagaskipti markvarðar fyrir meistaraflokk karla. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars karla - 25.8.2006

Mánudag og þriðjudag fara fram undanúrslitaleikirnir í VISA-bikar karla.  Mánudaginn 28. ágúst mætast Víkingur og Keflavík og daginn eftir, þriðjudaginn 29. ágúst, eigast við Þróttur og KR.  Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum og hefjast kl. 20:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fleiri mörk fyrir hjartveik börn - 25.8.2006

Eins og kunnugt er ætlar Landsbankinn að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.  Hefur bankinn heitið á hvert mark er skorað verður í 15. umferð Landsbankadeildar karla og kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U18 karla gegn Póllandi - 25.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Liðið hefur gert jafntefli við Belga og tapað gegn Slóvakíu. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Skorað fyrir gott málefni - 23.8.2006

Landsbankinn hefur heitið á liðin í Landsbankadeild karla og kvenna að skora sem flest mörk í næstu umferðum deildanna.  Fyrir hvert skorað mark mun bankinn styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, um ákveðna upphæð. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Breiðablik mætast í úrslitum - 23.8.2006

Valur og Breiðablik munu mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna er fram fer laugardaginn 9. september.  Þetta varð ljóst eftir leikir gærkvöldsins.  Valur sigraði Stjörnuna í undanúrslitum og Breiðablik vann Fjölni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í dag - 22.8.2006

Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikar kvenna fara fram í dag.  Á Valbjarnarvelli eigast við Valur og Stjarnan og hefst leikurinn kl. 17:00.  Hálftíma síðar, kl. 17:30, mætast á Kópavogsvelli Breiðablik og Fjölnir. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumótum lokið - 21.8.2006

Úrslitakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ fór fram um helgina.  Leikið var annars vegar í úrslitakeppni SV-lands og hins vegar NL / AL.  Meðfylgjandi er yfirlit yfir sigurvegara í mótum helgarinnar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Völsungur vann VISA bikar NL hjá 3. flokki kvenna - 21.8.2006

Völsungur sigraði í VISA-bikarkeppni Norðurlands hjá 3. flokki kvenna með sigri á Tindastól. Lauk leiknum með sigri Húsavíkurstelpnanna með þremur mörkum gegn tveimur en leikið var á Húsavíkurvelli.

Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már við dómgæslu í Belfast - 21.8.2006

Egill Már Markússon og Pjetur Sigurðsson er staddir þessa dagana í Belfast þar sem þeir eru að dæma í áhugamannakeppni UEFA.  Keppnin er héraðsskipt og geta löndin sent “landslið” ákveðins héraðs til leiks. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 3. deildar - 19.8.2006

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða lið leika í úrslitakeppni 3. deildar en hún hefst um næstu helgi,  laugardaginn 26. ágúst. Liðin sem mætast í 8. liða úrslitum eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Fram

Framarar komnir upp - 19.8.2006

Framarar tryggðu sér sæti í Landsbankadeild að ári með sigri á Þrótturum í gær.  Framarar skoruðu eitt mark í leiknum og það dugði til enda hefur Framliðið aðeins fengið á sig 11 mörk í þeim 15 leikjum er þeir hafa leikið.  Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík komið í 1. deildina - 18.8.2006

Njarðvíkingar tryggðu sér í gærkvöldi, sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.  Þetta var ljóst eftir sigur þeirra á Aftureldingu í gær á heimavelli.  Þrjú lið fara upp úr annarri deildinni að þessu sinni vegna fjölgunar í 1. deild. Lesa meira
 
Litháen - Sjálfstæði í 15 ár

"Landsleikur" á Fylkisvelli á föstudag - 16.8.2006

Á föstudag fer fram áhugaverður knattspyrnuleikur á gervigrasvelli Fylkis í Árbæ.  Þá mætast LT United frá Litháen og íslenska liðið Umf. Ragnan í "vináttulandsleik" í tengslum við 15 ára sjálfstæðisafmæli Litháens. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Eistlandi í dag - 16.8.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Eistlands og Makedóníu er fram er í Eistlandi í dag.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008.  Honum til aðstoðar verða Eyjólfur Finnsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari, Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Kári, ÍH og Höttur í úrslitakeppnina - 13.8.2006

Þrjú lið til viðbótar hafa tryggt sér sæti i úrslitakeppni 3. deildar karla.  Eru það Kári frá Akranesi, ÍH úr Hafnarfirði og Höttur frá Egilsstöðum.  Lokaleikir riðlakeppni 3. deildar fara fram laugardaginn 19. ágúst. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Magni og Völsungur komin í úrslit í 1. deild kvenna - 11.8.2006

Eftir úrslit gærkvöldsins er ljóst að Magni Grenivík og Völsungur frá Húsavík hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.  Skipa þau 2 efstu sætin í B-riðli en í A-riðli er baráttan gríðarlega hörð. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt fyrst að tryggja sig í úrslitakeppni 3. deildar - 11.8.2006

Hvöt frá Blönduósi var í gær fyrst liða til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar.  Þetta var ljóst í gær, eftir að þeir sigruðu Tindastól á Sauðárkróki með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Leikið til úrslita í Polla-og Hnátumótum 2006 - 11.8.2006

Svæðisbundin úrslitkeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 19.-20. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um þessar úrslitakeppnir.

Lesa meira
 
faroe_logo

Norræn dómaraskipti - 11.8.2006

Páll Augustinussen, dómari frá Færeyjum, mun dæma leik Leiknis og Stjörnunnar í 1. deild karla í kvöld.  Er þetta liður í norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 18. - 20. ágúst - 11.8.2006

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 18. - 20. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1991, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága veitt vegna félagaskipta - 11.8.2006

Samninga- og félagskiptanefnd hefur í samræmi við grein A.4. í reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna samþykkt að veita Knattspyrnudeild Fylkis undanþágu fyrir félagskipti markvarðar fyrir meistaraflokk kvenna. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir í Danmörku - 10.8.2006

Egill Már Markússon dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik OB Odense frá Danmörku og Llanelli frá Wales í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða.  Leikið er í Óðinsvéum í Danmörku. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik mætir austurísku meisturunum í dag - 10.8.2006

Breiðablik leikur annan leik sinn í dag í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Mæta þær þá SV Neulengbach kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Bæð þessi lið unnu sína fyrstu leiki i riðlinum og má því búast við hörkuleik í dag. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Sigurvin valinn bestur í umferðum 7-12 - 9.8.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó.  Sigurvin Ólafsson var valinn besti leikmaður þessara umferða og þá fengu stuðningsmenn KR viðurkenningu fyrir framlag sitt. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir eru bestir í umferðum 7-12? - 9.8.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla verða afhentar í hádeginu í dag, miðvikudag, í Iðnó við Reykjavíkurtjörn.  Spennandi verður að sjá hverja valnefndin hefur talið hafa skarað fram úr í miðhluta mótsins.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur byrja vel í Austurríki - 8.8.2006

Breiðablik hóf þátttöku sína í Evrópukeppni félagsliða kvenna með látum og sigruðu SU 1° Dezembro frá Portúgal með fjórum mörkum gegn engu.  Þær spila annan leik sinn í riðlinum á fimmtudaginn gegn heimastúlkum í SV Neulengbach. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur leika í Evrópukeppni félagsliða - 4.8.2006

Íslandsmeistarar kvenna,  Breiðablik, halda um helgina til Austurríkis og taka þar þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Með þeim í riðli eru SV Neulengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Leikið við U19 lið Færeyja um fimmta sætið - 4.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið leikur á laugardag við U19 lið Færeyinga.  Er leikurinn um fimmta sæti mótsins en þetta lið Færeyja leika sem gestir á mótinu.  Tíl úrslita í mótinu leika Danir og Englendingar. Lesa meira
 
FH

FH úr leik í Meistaradeildinni - 3.8.2006

Íslandsmeistarar FH eru fallnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Legia frá Varsjá.  Lokatölur leiksins í gær urðu 2-0 fyrir heimamenn í Legia en þeir unnu einnig fyrri leikinn, 1-0. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2006 - 2.8.2006

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á mótafyrirkomulagi frá því í fyrra.  Í keppni 7 manna liða er hver flokkur skipaður einum árgangi í stað tveggja áður.  Leikið er í keppni 11 manna liða í október skv. nýrri árgangaskipan. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 2.8.2006

Vegna undanúrslita í Visa bikarkeppni karla dagana 28. og 29. ágúst hefur leikjum í 14. og 15. umferð Landsbankadeildar karla verið breytt.  Leikirnir eru eftirfarandi: Lesa meira
 
Þór

Landsbankamót Þórs á Akureyri - 2.8.2006

Dagana 15. – 17. september 2006 heldur knattspyrnudeild Þórs árlegt knattspyrnumót fyrir 4. flokk karla og kvenna. Mótið er eingöngu fyrir þennan aldurshóp og dagskrá mótsins unnin með þennan aldur í huga, sannkallað fótboltapartí!

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningum frestað um viku - 2.8.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla verða afhentar í Iðnó, miðvikudaginn 9. ágúst kl. 12:00.  Upphaflega átti að afhenda þessar viðurkenningar 2. ágúst en því hefur verið frestað. Lesa meira
 
FH

FH leikur gegn Legia Varsjá í dag - 2.8.2006

Íslandsmeistarar FH mæta Legia Varsjá ytra í dag kl. 18:30.  Leikurinn er seinni leikur liðanna en fyrri leiknum, í Hafnarfirði, lauk með sigri pólska liðsins, 0-2.  Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Lesa meira
 
VISA_2006_Throttur_KR

Dregið í undanúrslitum VISA-bikarsins - 1.8.2006

Í hádeginu í dag var dregið til undanúrslita í VISA-bikarkeppninni á Hótel Loftleiðum.  Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Fjölnir annarsvegar og Valur og Stjarnan hinsvegar.  Hjá körlunum drógust Víkingur og Keflavík saman og Þróttur og KR. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög